Sveigjanleiki fyrir fólk og fyrirtæki Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 3. apríl 2020 12:00 Í síðustu viku samþykkti borgarráð einróma 13 tillögur til að bregðast við efnahagslegum áhrifum Covid-19 faraldursins. Í gær stóðum við saman um að breyta reglum borgarinnar um innheimtu. Með þeim eru tekin stór skref til að auka sveigjanleika á greiðslufrestum, bæði fyrir fólk og fyrirtæki og styðja þannig bæði borgarbúa og atvinnulífið í borginni til að takast á við alvarlegar efnahagslegar afleiðingar faraldursins. Við munum halda áfram að fylgjast með hvernig aðstæður þróast og bregðast við. En þetta eru skrefin sem við tókum í gær: Seinkun eindaga vegna þjónustu borgarinnar Hægt verður að óska eftir að eindagar reikninga vegna þjónustu borgarinnar verði seinkað um allt að tvo mánuði. Þetta þýðir að reikningar vegna þjónustu sem borgin veitir munu berast á saman tíma og venjulega. En í stað þess að eindagi reiknings verði 30 dögum eftir gjalddaga, verður hann 90 dögum síðar. Dráttarvextir munu ekki reiknast af þessum 90 dögum. Þannig er hægt að fresta greiðslu í þrjá mánuði t.d. af leikskólagjöldum, hádegismat grunnskóla og heimaþjónustu. Það eru ýmis gjöld á umhverfis- og skipulagssviði sem þarf að greiða áður en þjónusta er veitt og verður ekki hægt að óska eftir seinkun á eindaga á þeim reikningum. Greiðsludreifing frestaðra reikninga Við vitum að það getur skapað nýjan vanda að fresta öllum reikningum og eiga svo í vændum marga ógreidda reikninga þegar efnahagurinn vonandi vænkast. Því hefur verið ákveðið að bjóða upp á að dreifa greiðslum á þeim reikningum sem hefur verið heimilt að fresta, til allt að sex mánaða frá því að eindagi rennur upp. Lægri mánaðarleg greiðslubyrði fasteignagjalda Ákveðið hefur verið að létta mánaðarlega greiðslubyrði, bæði heimila og fyrirtækja. Tveir nýir gjalddagar, þann 1. nóvember og 1. desember munu bætast við og verða upphæðir gjalddaga frá 1. maí endurreiknaðar. Með þessu verður mánaðarleg greiðslubyrði um 25% lægri en ella. Þetta á bæði við fasteignaskatta og öll gjöld sem innheimt eru með fasteignasköttum, svo sem sorphirðugjald og endurvinnslugjald. Leigutakar fá frestun á leigugreiðslum Leigutakar hjá Reykjavíkurborg, sem hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli, munu geta óskað eftir frestun á leigugreiðslum fyrir mánuðina mars-júní. Eindagi þessara gjalddaga verður þess í stað 15. janúar 2021. Þetta mun einnig eiga við þá sem leigja frá eignasjóði húsnæði í eigu annarra, ef þeir leigusalar samþykkja að fresta leigu til Reykjavíkurborgar til sama tíma. Frestun á fasteignagjöldum á atvinnuhúsnæði Eins og áður hefur verið kynnt munu fyrirtæki geta frestað allt að þremur gjalddögum fasteignaskatta og -gjalda um allt að þrjá mánuði, að uppfylltum skilyrðum. Leiðbeiningar um hvernig sækja má um frestun greiðslna og greiðsludreifingu má finna á vef Reykjavíkurborgar. Viðbrögð fyrirtækja borgarinnar Fyrirtæki borgarinnar eru einnig að skoða hvernig hægt er að bregðast við til að aðstoða fólk og fyrirtæki. Faxaflóahafnir, þar sem ég sit í stjórn, hafa t.d. samþykkt að leigjendur þeirra geta frestað leigugreiðslum, allt að þriggja mánaða, til janúar á næsta ári, ef þeir geta sýnt fram á verulegt tekjutap. Leigjendur Faxaflóahafna eru margir hverjir fyrirtæki sem þjónusta ferðamenn og hafa orðið fyrir verulegu höggi. Einnig verða farþegagjöld smærri útgerðarfyrirtækja í hvalaskoðun, sjóstangaveiði og náttúruskoðun lækkuð. Við munum halda áfram að fylgjast með þróun aðstæðna hjá einstaklingum, fjölskyldum og atvinnulífinu næstu misseri og bregðast við ef þörf krefur. Reykjavíkurborg vill standa þétt við bakið á borgarbúum og atvinnulífinu í borginni á þessum óvissutímum, stytta niðursveifluna eins og kostur er, verja lífskjör borgarbúa og styðja við atvinnulífið. Við þurfum að standa saman á þessum undarlegu tímum og verjast brimsköflunum, svo mest við megum. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Vinnumarkaður Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku samþykkti borgarráð einróma 13 tillögur til að bregðast við efnahagslegum áhrifum Covid-19 faraldursins. Í gær stóðum við saman um að breyta reglum borgarinnar um innheimtu. Með þeim eru tekin stór skref til að auka sveigjanleika á greiðslufrestum, bæði fyrir fólk og fyrirtæki og styðja þannig bæði borgarbúa og atvinnulífið í borginni til að takast á við alvarlegar efnahagslegar afleiðingar faraldursins. Við munum halda áfram að fylgjast með hvernig aðstæður þróast og bregðast við. En þetta eru skrefin sem við tókum í gær: Seinkun eindaga vegna þjónustu borgarinnar Hægt verður að óska eftir að eindagar reikninga vegna þjónustu borgarinnar verði seinkað um allt að tvo mánuði. Þetta þýðir að reikningar vegna þjónustu sem borgin veitir munu berast á saman tíma og venjulega. En í stað þess að eindagi reiknings verði 30 dögum eftir gjalddaga, verður hann 90 dögum síðar. Dráttarvextir munu ekki reiknast af þessum 90 dögum. Þannig er hægt að fresta greiðslu í þrjá mánuði t.d. af leikskólagjöldum, hádegismat grunnskóla og heimaþjónustu. Það eru ýmis gjöld á umhverfis- og skipulagssviði sem þarf að greiða áður en þjónusta er veitt og verður ekki hægt að óska eftir seinkun á eindaga á þeim reikningum. Greiðsludreifing frestaðra reikninga Við vitum að það getur skapað nýjan vanda að fresta öllum reikningum og eiga svo í vændum marga ógreidda reikninga þegar efnahagurinn vonandi vænkast. Því hefur verið ákveðið að bjóða upp á að dreifa greiðslum á þeim reikningum sem hefur verið heimilt að fresta, til allt að sex mánaða frá því að eindagi rennur upp. Lægri mánaðarleg greiðslubyrði fasteignagjalda Ákveðið hefur verið að létta mánaðarlega greiðslubyrði, bæði heimila og fyrirtækja. Tveir nýir gjalddagar, þann 1. nóvember og 1. desember munu bætast við og verða upphæðir gjalddaga frá 1. maí endurreiknaðar. Með þessu verður mánaðarleg greiðslubyrði um 25% lægri en ella. Þetta á bæði við fasteignaskatta og öll gjöld sem innheimt eru með fasteignasköttum, svo sem sorphirðugjald og endurvinnslugjald. Leigutakar fá frestun á leigugreiðslum Leigutakar hjá Reykjavíkurborg, sem hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli, munu geta óskað eftir frestun á leigugreiðslum fyrir mánuðina mars-júní. Eindagi þessara gjalddaga verður þess í stað 15. janúar 2021. Þetta mun einnig eiga við þá sem leigja frá eignasjóði húsnæði í eigu annarra, ef þeir leigusalar samþykkja að fresta leigu til Reykjavíkurborgar til sama tíma. Frestun á fasteignagjöldum á atvinnuhúsnæði Eins og áður hefur verið kynnt munu fyrirtæki geta frestað allt að þremur gjalddögum fasteignaskatta og -gjalda um allt að þrjá mánuði, að uppfylltum skilyrðum. Leiðbeiningar um hvernig sækja má um frestun greiðslna og greiðsludreifingu má finna á vef Reykjavíkurborgar. Viðbrögð fyrirtækja borgarinnar Fyrirtæki borgarinnar eru einnig að skoða hvernig hægt er að bregðast við til að aðstoða fólk og fyrirtæki. Faxaflóahafnir, þar sem ég sit í stjórn, hafa t.d. samþykkt að leigjendur þeirra geta frestað leigugreiðslum, allt að þriggja mánaða, til janúar á næsta ári, ef þeir geta sýnt fram á verulegt tekjutap. Leigjendur Faxaflóahafna eru margir hverjir fyrirtæki sem þjónusta ferðamenn og hafa orðið fyrir verulegu höggi. Einnig verða farþegagjöld smærri útgerðarfyrirtækja í hvalaskoðun, sjóstangaveiði og náttúruskoðun lækkuð. Við munum halda áfram að fylgjast með þróun aðstæðna hjá einstaklingum, fjölskyldum og atvinnulífinu næstu misseri og bregðast við ef þörf krefur. Reykjavíkurborg vill standa þétt við bakið á borgarbúum og atvinnulífinu í borginni á þessum óvissutímum, stytta niðursveifluna eins og kostur er, verja lífskjör borgarbúa og styðja við atvinnulífið. Við þurfum að standa saman á þessum undarlegu tímum og verjast brimsköflunum, svo mest við megum. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borginni.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun