Sjúkraþjálfun eftir heimsfaraldur Björn Hákon Sveinsson skrifar 13. maí 2020 08:30 Nú þegar sjúkraþjálfunarstofur hafa opnað aftur eftir rýmkun samkomubanns hafa biðlistar í sjúkraþjálfun almennt farið minnkandi. Það gerist þvert á spár sjúkraþjálfara. Þeir spáðu því að vegna mikillar kyrrsetu heimavinnandi fólks í misgóðum líkamsstöðum síðustu mánuði væri fólk upp til hópa annað hvort hangandi á húninum hjá sjúkraþjálfurum eða rétt ókomið þangað vegna verkja. Sú spá hefur ekki enn ræst og vonandi mun hún ekki rætast. Innskot: Það er fullkomlega eðlilegt að vera stíf/ur, stirð/ur og jafnvel þjáð/ur eftir langar kyrrsetur. Sama hvernig þú sast. Það er ólíklega vegna undirliggjandi kvilla og engin ástæða til að hræðast. Líklegra er að þú sért að fá skilaboð um að nú sé kominn tími til að sitja minna og hreyfa sig aðeins. Fólk sem gat unnið fulla vinnu heimavið í samkomubanninu fann mögulega fyrir meira álagi vegna minni viðveru barna í skóla og leikskóla og erfiðleika við að sinna fjölskyldunni og skila fullri vinnu. Hins vegar nýtti fjöldi fólks tækifærið í minnkuðu starfshlutfalli til aukinnar útiveru, hreyfingar og samveru með fjölskyldu. Til marks um þetta hafa aldrei mælst fleiri gangandi og hjólandi vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu en í apríl 2020 og það án allra ferðamanna. Það magnaða við hreyfingu er að hún virkar á margan hátt eins og verkjalyf. Nú er mælt í auknum mæli með göngu fyrir fólk sem glímir við langvarandi sársauka. Streita, sem eykur á sársaukaskynjun fólks, virðist einnig gefa eftir við aukna útiveru og hreyfingu. Úr Laugardal í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Margar ástæður geta legið að baki dvínandi ásókn í sjúkraþjálfun núna stuttu eftir rýmkun samkomubanns. Ein þeirra gæti þó verið að fólk hafi stundað meiri útiveru og hreyfingu, unnið minna og upplifi því minni streitu, minni sársauka og almennt betri heilsu og líðan. Það er erfitt að vinna starf þar sem þín helsta ósk er að enginn þurfi á aðstoð þinnar stéttar að halda. Það verður kannski seint raunin en ég hvet ykkur sem hafið fundið vellíðan, aukið heilbrigði og gleði við útiveruna í mars og apríl að halda henni áfram og halda biðlistum í sjúkraþjálfun og álagi á heilbrigðiskerfið í lágmarki. Finnum leiðir til að ganga, hjóla eða taka strætó í vinnuna. Finnum leiðir til að minnka við okkur vinnu ef við getum og auka samveru og útiveru á daginn. Finnum leiðir til að láta okkur líða vel. Sjáumst sem flest í sumar á gangstéttum, hjólastígum, almenningsgörðum, reiðstígum, fjallstígum, g(f)olfvöllum og hvar sem við finnum hreyfingu og útiveru okkar farveg. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Bókin samsvarar ekki allri þekkingunni Davíð Snær Jónsson Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eitt samfélag fyrir alla Logi Einarsson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Sjá meira
Nú þegar sjúkraþjálfunarstofur hafa opnað aftur eftir rýmkun samkomubanns hafa biðlistar í sjúkraþjálfun almennt farið minnkandi. Það gerist þvert á spár sjúkraþjálfara. Þeir spáðu því að vegna mikillar kyrrsetu heimavinnandi fólks í misgóðum líkamsstöðum síðustu mánuði væri fólk upp til hópa annað hvort hangandi á húninum hjá sjúkraþjálfurum eða rétt ókomið þangað vegna verkja. Sú spá hefur ekki enn ræst og vonandi mun hún ekki rætast. Innskot: Það er fullkomlega eðlilegt að vera stíf/ur, stirð/ur og jafnvel þjáð/ur eftir langar kyrrsetur. Sama hvernig þú sast. Það er ólíklega vegna undirliggjandi kvilla og engin ástæða til að hræðast. Líklegra er að þú sért að fá skilaboð um að nú sé kominn tími til að sitja minna og hreyfa sig aðeins. Fólk sem gat unnið fulla vinnu heimavið í samkomubanninu fann mögulega fyrir meira álagi vegna minni viðveru barna í skóla og leikskóla og erfiðleika við að sinna fjölskyldunni og skila fullri vinnu. Hins vegar nýtti fjöldi fólks tækifærið í minnkuðu starfshlutfalli til aukinnar útiveru, hreyfingar og samveru með fjölskyldu. Til marks um þetta hafa aldrei mælst fleiri gangandi og hjólandi vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu en í apríl 2020 og það án allra ferðamanna. Það magnaða við hreyfingu er að hún virkar á margan hátt eins og verkjalyf. Nú er mælt í auknum mæli með göngu fyrir fólk sem glímir við langvarandi sársauka. Streita, sem eykur á sársaukaskynjun fólks, virðist einnig gefa eftir við aukna útiveru og hreyfingu. Úr Laugardal í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Margar ástæður geta legið að baki dvínandi ásókn í sjúkraþjálfun núna stuttu eftir rýmkun samkomubanns. Ein þeirra gæti þó verið að fólk hafi stundað meiri útiveru og hreyfingu, unnið minna og upplifi því minni streitu, minni sársauka og almennt betri heilsu og líðan. Það er erfitt að vinna starf þar sem þín helsta ósk er að enginn þurfi á aðstoð þinnar stéttar að halda. Það verður kannski seint raunin en ég hvet ykkur sem hafið fundið vellíðan, aukið heilbrigði og gleði við útiveruna í mars og apríl að halda henni áfram og halda biðlistum í sjúkraþjálfun og álagi á heilbrigðiskerfið í lágmarki. Finnum leiðir til að ganga, hjóla eða taka strætó í vinnuna. Finnum leiðir til að minnka við okkur vinnu ef við getum og auka samveru og útiveru á daginn. Finnum leiðir til að láta okkur líða vel. Sjáumst sem flest í sumar á gangstéttum, hjólastígum, almenningsgörðum, reiðstígum, fjallstígum, g(f)olfvöllum og hvar sem við finnum hreyfingu og útiveru okkar farveg. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun