Bruninn hefur ekki áhrif á rekstur malbikunarstöðvarinnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. apríl 2020 18:40 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eld hjá Malbikunarstöðinni Höfða um klukkan hálf ellefu í morgun og var allt tiltækt lið sent á vettvang auk þess sem mannskapur í frívakt var kallaður út. Eldurinn logaði i birgðatanki sem hefur að geyma asfalt, sem er bindiefni malbiks. „Þegar við komum á staðinn þá logar eldur utan á tanknum sem að dreifir sér upp á þak tanksins,“ segir Ari Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðið höfuðborgarsvæðisins. Ari Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins stýrði aðgerðum á vettvangi í dag.Vísir/Jóhann K. Allt aðrar aðstæður hefði eldurinn komist inn í tankinn Slökkviliðsmönnum tókst að hindra að eldur kæmist ekki inn í tankinn en rjúfa þurfti klæðningu á hlið og þaki á stórum hluta, til þess að komast að eldi. „Við þurfum að opna sennilega allt þakið á tanknum til þess að ganga úr skugga um að við séum búnir að slökkva allan þann eld sem að þar er,“ segir Ari. Væruð þið að horfa á aðrar aðstæður ef eldurinn hefði komist inn í tankinn? „Jú vissulega væru allt aðrar aðstæður þá. Ég er svo sem ekki búinn að hugsa það út,“ segir Ari. Slökkviliðsmenn á þaki tanksins í dag.Vísir/Egill Aðkoman ekki góð Framkvæmdastjóri malbikunarstöðvarinnar segir það hafa verið áfall að fá tilkynninguna um eldinn. „Hún var ekki góð. Það var bara þannig, en slökkviliðið var komið á staðinn og það var gott að heyra að þeir væru búnir að tryggja vettvang,“ segir Ásberg K. Ingólfsson, framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Ásberg K. Ingólfsson, framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða.Vísir/Jóhann K. Mun ekki hafa áhrif á daglegan rekstur Ásberg vonast til að ekki hafi orðið mikið tjón. Fá malbikunarverkefni eru í gangi en þó fram undan er þó nóg af verkefnum enda sumarið á næsta leiti. Hann segir brunann í dag ekki hafa áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins. „Malbiksvertíðin er ekki hafin þannig að við getum unnið þetta næstu misserin,“ segir Ásberg. Ásberg segir að aðrar leiðir verði fundnar til þess að geyma malbikunarefnið. Eigið þið von á að þessi tankur verði rifinn? „Hann verður rifinn. Hann verður ekki notaður að nýju,“ segir Ásberg. Framkvæmdastjóri malbikunarstöðvarinnar segir að tankurinn verði ekki notaður aftur og verði rifinn.Vísir/Egill Rannsókn á tildrögum brunans er í höndum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í klæðningu tanks á Sævarhöfða Mikill eldur kviknaði í malbikunarstöðinni Höfða á Sævarhöfða í morgun. 5. apríl 2020 11:19 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eld hjá Malbikunarstöðinni Höfða um klukkan hálf ellefu í morgun og var allt tiltækt lið sent á vettvang auk þess sem mannskapur í frívakt var kallaður út. Eldurinn logaði i birgðatanki sem hefur að geyma asfalt, sem er bindiefni malbiks. „Þegar við komum á staðinn þá logar eldur utan á tanknum sem að dreifir sér upp á þak tanksins,“ segir Ari Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðið höfuðborgarsvæðisins. Ari Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins stýrði aðgerðum á vettvangi í dag.Vísir/Jóhann K. Allt aðrar aðstæður hefði eldurinn komist inn í tankinn Slökkviliðsmönnum tókst að hindra að eldur kæmist ekki inn í tankinn en rjúfa þurfti klæðningu á hlið og þaki á stórum hluta, til þess að komast að eldi. „Við þurfum að opna sennilega allt þakið á tanknum til þess að ganga úr skugga um að við séum búnir að slökkva allan þann eld sem að þar er,“ segir Ari. Væruð þið að horfa á aðrar aðstæður ef eldurinn hefði komist inn í tankinn? „Jú vissulega væru allt aðrar aðstæður þá. Ég er svo sem ekki búinn að hugsa það út,“ segir Ari. Slökkviliðsmenn á þaki tanksins í dag.Vísir/Egill Aðkoman ekki góð Framkvæmdastjóri malbikunarstöðvarinnar segir það hafa verið áfall að fá tilkynninguna um eldinn. „Hún var ekki góð. Það var bara þannig, en slökkviliðið var komið á staðinn og það var gott að heyra að þeir væru búnir að tryggja vettvang,“ segir Ásberg K. Ingólfsson, framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Ásberg K. Ingólfsson, framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða.Vísir/Jóhann K. Mun ekki hafa áhrif á daglegan rekstur Ásberg vonast til að ekki hafi orðið mikið tjón. Fá malbikunarverkefni eru í gangi en þó fram undan er þó nóg af verkefnum enda sumarið á næsta leiti. Hann segir brunann í dag ekki hafa áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins. „Malbiksvertíðin er ekki hafin þannig að við getum unnið þetta næstu misserin,“ segir Ásberg. Ásberg segir að aðrar leiðir verði fundnar til þess að geyma malbikunarefnið. Eigið þið von á að þessi tankur verði rifinn? „Hann verður rifinn. Hann verður ekki notaður að nýju,“ segir Ásberg. Framkvæmdastjóri malbikunarstöðvarinnar segir að tankurinn verði ekki notaður aftur og verði rifinn.Vísir/Egill Rannsókn á tildrögum brunans er í höndum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í klæðningu tanks á Sævarhöfða Mikill eldur kviknaði í malbikunarstöðinni Höfða á Sævarhöfða í morgun. 5. apríl 2020 11:19 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Eldur í klæðningu tanks á Sævarhöfða Mikill eldur kviknaði í malbikunarstöðinni Höfða á Sævarhöfða í morgun. 5. apríl 2020 11:19