Af ofbeldi og samtakamætti á tímum kórónaveirunnar Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 14. apríl 2020 13:00 Nú eru fordæmalausu páskarnir liðnir. Við hlýddum Víði og Alma-nnavörnum. Ferðuðumst innanhúss með páskaeggjatrúss. Í ár var föstudagurinn langi bara eins og hver annar dagur í samkomubanni. Tölum um greind smit á sólarhring hefur farið fækkandi svo um munar. Þetta þýðir að aðgerðir yfirvalda hafa virkað. Við höfum þvegið hendur, sprittað þær. Við höfum virt 2ja metra regluna. Fólk hélt „fjartý" með fjölskyldunni um hátíðarnar í stað þess að hittast í veislum. Þjóðin fékk fyrirmæli og hlýddi. Við erum öll barnavernd Þjóðin fékk líka hvatningu sem hún tók til sín af alvarleika og ábyrgð. Fyrir páska upplýsti Barnavernd í Reykjavík um fjölda tilkynninga í marsmánuði. Þeim hefur fjölgað til muna og það sérstaklega frá börnum og nágrönnum/almennum borgurum. ● 11 tilkynningar frá börnum, en þær hafa verið á bilinu 1-3 í marsmánuði undanfarin ár. ● 60 tilkynningar frá nágrönnum/almennum borgurum, en þær hafa verið á bilinu 22-39 undanfarin ár. Það hefur verið talsverð umræða um aukið heimilisofbeldi á tímum Covid-19 faraldsins. Og það ekki að ósekju. Það eru til að mynda tvö (kven)mannslát til rannsóknar sem talin eru vera að völdum heimilisofbeldis. Það bendir margt til þess að heimilisofbeldi aukist til muna þegar fólk og fjölskyldur eru lokaðar inni heima fyrir svo dögum skipti. Margir hafa sent ákall út á almenning og hvatt til að fólk hafi samband við viðeigandi yfirvöld ef grunur á hverskonar ofbeldi er fyrir hendi. Sjálf skrifaði ég grein um áhyggjur mínar þann 30.mars sl. Í mínum huga er meginreglan sú að ef maður spyr sig hvort það eigi að tilkynna ofbeldi, þá er svarið alltaf já. Það eru engar alvarlegar afleiðingar af því að tillkynna, bara ef maður tilkynnir ekki. Náungakærleikurinn kominn til að vera Ég verð að viðurkenna að ég komst við þegar ég sá upplýsingar um aukningu í tilkynningum til Barnaverndar. Ekki það að ég fagni því að að vita til þess að það er ofbeldi gagnvart börnum þarna úti. Þvert á móti. En þetta þýðir að samtakamátturinn virkar. Saman erum við máttug og þegar á reynir stígur náungakærleikurinn fram. Ég trúi því að hann muni ekki hverfa þegar kórónuveiran lætur í lægra haldi fyrir okkur. Hann er kominn til að vera í breyttri heimsmynd. Við munum vonandi líka sjá ofbeldi sem samfélagsmein lúta í lægra haldi. Mannúðin mun sigra. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í ofbeldisvarnarnefnd og mannréttindaráði í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Barnavernd Reykjavík Heimilisofbeldi Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Nú eru fordæmalausu páskarnir liðnir. Við hlýddum Víði og Alma-nnavörnum. Ferðuðumst innanhúss með páskaeggjatrúss. Í ár var föstudagurinn langi bara eins og hver annar dagur í samkomubanni. Tölum um greind smit á sólarhring hefur farið fækkandi svo um munar. Þetta þýðir að aðgerðir yfirvalda hafa virkað. Við höfum þvegið hendur, sprittað þær. Við höfum virt 2ja metra regluna. Fólk hélt „fjartý" með fjölskyldunni um hátíðarnar í stað þess að hittast í veislum. Þjóðin fékk fyrirmæli og hlýddi. Við erum öll barnavernd Þjóðin fékk líka hvatningu sem hún tók til sín af alvarleika og ábyrgð. Fyrir páska upplýsti Barnavernd í Reykjavík um fjölda tilkynninga í marsmánuði. Þeim hefur fjölgað til muna og það sérstaklega frá börnum og nágrönnum/almennum borgurum. ● 11 tilkynningar frá börnum, en þær hafa verið á bilinu 1-3 í marsmánuði undanfarin ár. ● 60 tilkynningar frá nágrönnum/almennum borgurum, en þær hafa verið á bilinu 22-39 undanfarin ár. Það hefur verið talsverð umræða um aukið heimilisofbeldi á tímum Covid-19 faraldsins. Og það ekki að ósekju. Það eru til að mynda tvö (kven)mannslát til rannsóknar sem talin eru vera að völdum heimilisofbeldis. Það bendir margt til þess að heimilisofbeldi aukist til muna þegar fólk og fjölskyldur eru lokaðar inni heima fyrir svo dögum skipti. Margir hafa sent ákall út á almenning og hvatt til að fólk hafi samband við viðeigandi yfirvöld ef grunur á hverskonar ofbeldi er fyrir hendi. Sjálf skrifaði ég grein um áhyggjur mínar þann 30.mars sl. Í mínum huga er meginreglan sú að ef maður spyr sig hvort það eigi að tilkynna ofbeldi, þá er svarið alltaf já. Það eru engar alvarlegar afleiðingar af því að tillkynna, bara ef maður tilkynnir ekki. Náungakærleikurinn kominn til að vera Ég verð að viðurkenna að ég komst við þegar ég sá upplýsingar um aukningu í tilkynningum til Barnaverndar. Ekki það að ég fagni því að að vita til þess að það er ofbeldi gagnvart börnum þarna úti. Þvert á móti. En þetta þýðir að samtakamátturinn virkar. Saman erum við máttug og þegar á reynir stígur náungakærleikurinn fram. Ég trúi því að hann muni ekki hverfa þegar kórónuveiran lætur í lægra haldi fyrir okkur. Hann er kominn til að vera í breyttri heimsmynd. Við munum vonandi líka sjá ofbeldi sem samfélagsmein lúta í lægra haldi. Mannúðin mun sigra. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í ofbeldisvarnarnefnd og mannréttindaráði í Reykjavík.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun