Frumvarp geri fyrirtækjum kleift að kljúfa uppsagnartímabil Stefán Ó. Jónsson og Heimir Már Pétursson skrifa 15. maí 2020 13:12 Fjármálaráðherra vill koma í veg fyrir mikla gjaldþrotahrinu. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra kynnti á ríksstjórnarfundi í morgun nýtt frumvarp þar sem meðal annars er gert ráð fyrir stuðningi við fyrirtæki svo þau geti staðið í skilum á uppsagnarfresti. Bjarni Bendiktsson segir að stuðningurinn sé bæði fyrir laun upp að 633 þúsund krónum og vegna launatengdra gjalda - „og þar er ég að vísa til lífeyrismálanna. Svo geta fyrirtækið verið með orlofsskuldbindingar gagnvart starfsmönnum,“ segir Bjarni. Um sé að ræða 85 prósent hámark og að hugsað sé til þriggja mánaða. „Þarna er verið að tryggja fyrirtækum þann möguleika að geta klofið uppsagnartímabilið og þannig komist í var,“ segir Bjarni. Vilja forðast hörmulegar afleiðingar fjöldagjaldþrota Önnur lönd, t.d. Noregur, séu með það fyrirkomulag að geta sett alla sína starfsmenn á bætur í tekjuhruni. „Við erum ekki að fara þá leið hér heldur bara horfast í augu við það að sumir munu geta tekið þátt í launakostnaði og farið hlutabótaleiðina með breyttum skilyrðum, en félagsmálaráðherra mun mæla fyrir því máli, en önnur munu þurfa hreinlega að fara í uppsagnarferli,“ segir fjármálaráðhera. Með þessu vilji stjórnvöld forða fjöldagjaldþrotum - „með öllum þeim hörmulegu afleiðingum sem af því gæti hlotist,“ eins og Bjarni orðar það. Þetta eru þá fyrirtæki sem eru að fara í smá dvala? „Já, það er hugsunin. Það er mikilvægt að það komi líka fram að dómsmálaráðherra mun koma fram með mál sem tengist endurskipulagningu og tengist gjaldþrotalögunum. Fleira kemur úr þeirri átt sem varðar verðulega rekstrarerfiðleika og þannig eru allar þessar aðgerðir að spila saman,“ segir Bjarni. Hann bætir við að „auðvitað séu uppistaða fyrirtækjanna sem munu fara inn í þetta úrræði“ að líkindum ferðaþjónustufyrirtæki en samt séu líka dæmi um fyrirtæki sem „eru kannski ekki samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu í þeim geira.“ Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Fjármálaráðherra kynnti á ríksstjórnarfundi í morgun nýtt frumvarp þar sem meðal annars er gert ráð fyrir stuðningi við fyrirtæki svo þau geti staðið í skilum á uppsagnarfresti. Bjarni Bendiktsson segir að stuðningurinn sé bæði fyrir laun upp að 633 þúsund krónum og vegna launatengdra gjalda - „og þar er ég að vísa til lífeyrismálanna. Svo geta fyrirtækið verið með orlofsskuldbindingar gagnvart starfsmönnum,“ segir Bjarni. Um sé að ræða 85 prósent hámark og að hugsað sé til þriggja mánaða. „Þarna er verið að tryggja fyrirtækum þann möguleika að geta klofið uppsagnartímabilið og þannig komist í var,“ segir Bjarni. Vilja forðast hörmulegar afleiðingar fjöldagjaldþrota Önnur lönd, t.d. Noregur, séu með það fyrirkomulag að geta sett alla sína starfsmenn á bætur í tekjuhruni. „Við erum ekki að fara þá leið hér heldur bara horfast í augu við það að sumir munu geta tekið þátt í launakostnaði og farið hlutabótaleiðina með breyttum skilyrðum, en félagsmálaráðherra mun mæla fyrir því máli, en önnur munu þurfa hreinlega að fara í uppsagnarferli,“ segir fjármálaráðhera. Með þessu vilji stjórnvöld forða fjöldagjaldþrotum - „með öllum þeim hörmulegu afleiðingum sem af því gæti hlotist,“ eins og Bjarni orðar það. Þetta eru þá fyrirtæki sem eru að fara í smá dvala? „Já, það er hugsunin. Það er mikilvægt að það komi líka fram að dómsmálaráðherra mun koma fram með mál sem tengist endurskipulagningu og tengist gjaldþrotalögunum. Fleira kemur úr þeirri átt sem varðar verðulega rekstrarerfiðleika og þannig eru allar þessar aðgerðir að spila saman,“ segir Bjarni. Hann bætir við að „auðvitað séu uppistaða fyrirtækjanna sem munu fara inn í þetta úrræði“ að líkindum ferðaþjónustufyrirtæki en samt séu líka dæmi um fyrirtæki sem „eru kannski ekki samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu í þeim geira.“
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira