Áfram í farbanni vegna dauðsfalls í Úlfarsárdal Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2020 17:35 Frá vettvangi í Úlfarsárdal. Myndin er úr safni. Atvikið átti sér stað 8. desember. Vísir/Friðrik Landsréttur staðfesti að karlmaður um fimmtugt skuli áfram sæti farbanni fram í júní í tengslum við rannsókn á mannsláti í Úlfarsárdal í desember. Maðurinn er grunaður um að hafa valdið dauða manns sem féll þá fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss. Rannsókn málsins er lokið og bíður niðurstöðu héraðssaksóknara um saksókn. Fimm karlmenn frá Litháen voru handteknir eftir að karlmaður á sextugsaldri lést af meiðslum sínum. Einn mannanna sat í gæsluvarðhaldi fyrst um sinn en var úrskurðaður í farbann í janúar. Í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að maðurinn sé erlendur ríkisborgari og hafi óveruleg tengsl við landið og enga fjölskyldu hér á landi. Því sé talin hætta á að hann reyni að komast úr landi, leynast eða koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar með öðrum hætti. Mennirnir höfðu verið við drykkju þegar atburðurinn átti sér stað. Lögreglan segir að maðurinn sem nú sætir farbanni hafi verið mjög ölvaður og með nýlega áverka þegar hann var handtekinn. Skýrslatökur hafi leitt í ljós að ólæti og rifrildi hefðu heyrst frá íbúðinni skömmu áður en maðurinn sem lést féll fram af svölunum. Réttarmeinafræðingur telur ólíklegt að um slys hafi verið að ræða. Maðurinn hafi annað hvort hoppað fram af svölunum eða annar maður hafi átt hlut að fallinu. Þá hafi verið áverkar á látna manninum sem yrðu líklega ekki raktir til fallsins heldur mögulega höggs annars manns með sljóu áhaldi. Maðurinn sem er grunaður um að hafa valdið dauða hans þarf að sæta farbanni til 3. júní. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Landsréttur staðfesti að karlmaður um fimmtugt skuli áfram sæti farbanni fram í júní í tengslum við rannsókn á mannsláti í Úlfarsárdal í desember. Maðurinn er grunaður um að hafa valdið dauða manns sem féll þá fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss. Rannsókn málsins er lokið og bíður niðurstöðu héraðssaksóknara um saksókn. Fimm karlmenn frá Litháen voru handteknir eftir að karlmaður á sextugsaldri lést af meiðslum sínum. Einn mannanna sat í gæsluvarðhaldi fyrst um sinn en var úrskurðaður í farbann í janúar. Í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að maðurinn sé erlendur ríkisborgari og hafi óveruleg tengsl við landið og enga fjölskyldu hér á landi. Því sé talin hætta á að hann reyni að komast úr landi, leynast eða koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar með öðrum hætti. Mennirnir höfðu verið við drykkju þegar atburðurinn átti sér stað. Lögreglan segir að maðurinn sem nú sætir farbanni hafi verið mjög ölvaður og með nýlega áverka þegar hann var handtekinn. Skýrslatökur hafi leitt í ljós að ólæti og rifrildi hefðu heyrst frá íbúðinni skömmu áður en maðurinn sem lést féll fram af svölunum. Réttarmeinafræðingur telur ólíklegt að um slys hafi verið að ræða. Maðurinn hafi annað hvort hoppað fram af svölunum eða annar maður hafi átt hlut að fallinu. Þá hafi verið áverkar á látna manninum sem yrðu líklega ekki raktir til fallsins heldur mögulega höggs annars manns með sljóu áhaldi. Maðurinn sem er grunaður um að hafa valdið dauða hans þarf að sæta farbanni til 3. júní. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira