Inngrip í þágu ungra kvenna Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 22. maí 2020 07:30 Konur í íslenskum fangelsum eru illa staddar. Þær kljást við líkamlega og ekki síður andlega krankleika sem má að miklu leyti rekja til glímu við fíkniefnadjöfulinn. Afskaplega mikilvægt er að hlúa að þessum konum þegar afplánun er lokið því að þær fá enga raunverulega hjálp á bak við fangelsisgirðinguna. Þær eru í geymslu og á meðan fangelsiskerfið er byggt upp þannig að meðferðarstarf er í skötulíki og metnaður til að gera úr kvenföngum nýta samfélagsþegna enginn þá verður að bregðast við á öðrum stöðum. Grípa fyrr inn í. Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, biðlar því til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að taka alvarlega til skoðunar að setja á fót starfshóp sem hefur það markmið að útfæra hugmyndir að snemmtæku inngripi, sérstaklega þegar ungar konur í vímuefnavanda eiga í hlut. En að sjálfsögðu kæmi það einnig ungum karlmönnum í sömu stöðu til góða. Afstaða mun ekki láta sitt eftir liggja og býður starfshópnum að sjálfsögðu aðstoð sína. Að mati Afstöðu mætti til að mynda endurskoða ákvæði 65. greinar almennra hegningarlaga en það veitir heimild til að ákveða í dómi að sakborningur sem ekki hefur hemil á drykkjufýsn sinni skuli lagður inn á viðeigandi hæli til lækningar. Ákvæðið er barn síns tíma og þarfnast uppfærslu við, til dæmis þannig að dómara verði veitt heimild til alls kyns meðferðir, mögulega 20 tíma sálfræðimeðferð, reiðistjórnunarmeðferð, sáttamiðlun, meðferð hjá geðlækni o.s.frv. og eftir því sem talið er henta hverjum og einum. Raunar mætti skoða það að ganga enn lengra og veita lögreglu, til jafns við sektarúrræði, að gera þeim sem teknir eru með vímuefni að leita sér sérfræðiaðstoðar. Það yrði þá í anda þess sem gert var í Portúgal, án þess að lögleyfa vímuefnin. Í þessu samhengi má nefna að á undanförnum vikum féllu fimm dómar í héraði í málum jafn margra kvenna, 25 til 43 ára. Þær voru allar dæmdar fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot og áttu að baki sakarferil vegna sambærilegra brota, sumar hverjar langan. Málin voru afgreidd af aðstoðarmanni dómara og samkvæmt forskrift, 30-90 daga fangelsi. Litlu mun það breyta fyrir framhaldið hjá þessum ágætu konum og því miður ólíklegt að þær komist út úr sínum vítahring. En mögulega væri hægt að bjarga einhverjum með því að víkka út heimildir lögreglu og dómara. Hvað segir þú, Áslaug Arna, er ekki kominn tími til að bretta upp ermar og skoða þessi mál af fullri alvöru? Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Fíkn Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Konur í íslenskum fangelsum eru illa staddar. Þær kljást við líkamlega og ekki síður andlega krankleika sem má að miklu leyti rekja til glímu við fíkniefnadjöfulinn. Afskaplega mikilvægt er að hlúa að þessum konum þegar afplánun er lokið því að þær fá enga raunverulega hjálp á bak við fangelsisgirðinguna. Þær eru í geymslu og á meðan fangelsiskerfið er byggt upp þannig að meðferðarstarf er í skötulíki og metnaður til að gera úr kvenföngum nýta samfélagsþegna enginn þá verður að bregðast við á öðrum stöðum. Grípa fyrr inn í. Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, biðlar því til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að taka alvarlega til skoðunar að setja á fót starfshóp sem hefur það markmið að útfæra hugmyndir að snemmtæku inngripi, sérstaklega þegar ungar konur í vímuefnavanda eiga í hlut. En að sjálfsögðu kæmi það einnig ungum karlmönnum í sömu stöðu til góða. Afstaða mun ekki láta sitt eftir liggja og býður starfshópnum að sjálfsögðu aðstoð sína. Að mati Afstöðu mætti til að mynda endurskoða ákvæði 65. greinar almennra hegningarlaga en það veitir heimild til að ákveða í dómi að sakborningur sem ekki hefur hemil á drykkjufýsn sinni skuli lagður inn á viðeigandi hæli til lækningar. Ákvæðið er barn síns tíma og þarfnast uppfærslu við, til dæmis þannig að dómara verði veitt heimild til alls kyns meðferðir, mögulega 20 tíma sálfræðimeðferð, reiðistjórnunarmeðferð, sáttamiðlun, meðferð hjá geðlækni o.s.frv. og eftir því sem talið er henta hverjum og einum. Raunar mætti skoða það að ganga enn lengra og veita lögreglu, til jafns við sektarúrræði, að gera þeim sem teknir eru með vímuefni að leita sér sérfræðiaðstoðar. Það yrði þá í anda þess sem gert var í Portúgal, án þess að lögleyfa vímuefnin. Í þessu samhengi má nefna að á undanförnum vikum féllu fimm dómar í héraði í málum jafn margra kvenna, 25 til 43 ára. Þær voru allar dæmdar fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot og áttu að baki sakarferil vegna sambærilegra brota, sumar hverjar langan. Málin voru afgreidd af aðstoðarmanni dómara og samkvæmt forskrift, 30-90 daga fangelsi. Litlu mun það breyta fyrir framhaldið hjá þessum ágætu konum og því miður ólíklegt að þær komist út úr sínum vítahring. En mögulega væri hægt að bjarga einhverjum með því að víkka út heimildir lögreglu og dómara. Hvað segir þú, Áslaug Arna, er ekki kominn tími til að bretta upp ermar og skoða þessi mál af fullri alvöru? Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar