„Að skima fólk sem er ekki með einkenni eru ekki góð vísindi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. maí 2020 17:24 Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Stöð 2 Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, segir að það séu ekki góð vísindi að taka sýni úr einkennalausum ferðamönnum á landamærunum líkt og fyrirhugað er í júní. Hún var til viðtals í Reykjavík síðdegis. „Það að skima fólk sem er ekki með einkenni eru ekki góð vísindi. Það er mjög hátt hlutfall af falskt neikvæðum sýnum þannig að við munum hvort eð er hleypa til landsins einstaklingum sem hugsanlega eru með veiruna og eru sýktir en eru ekki með jákvætt sýni.“ Orku heilbrigðisstarfsfólks sé betur varið í annað Hún segir að gífurlega mikil orka, fjármunir og vinna hafa farið í að skoða möguleikann á að skima ferðamenn á landamærunum. Áætlanir stjórnvalda um skimun á Keflavíkurflugvelli séu ekki ráðlegar. „Ég held við ættum að íhuga þá orku okkar heilbrigðisstarfsmanna og fjármuni sem muni fara í þetta verkefni sem hugsanlega væri betur varið annars staðar vegna þess að þetta mun ekki koma í veg fyrir að veiran berist til landsins.“ Hún segir að miklar líkur séu á því að jákvæð sýni muni greinast úr einkennalausum ferðamönnum sem mögulega hafi verið veikir fyrir mánuði eða meira, komnir með mótefni og ekki smitandi. „En við þurfum þá að bera ábyrgð á að einangra þá, fæða þá og veita þeim húsnæði í fjórtán daga,“ segir Bryndís sem bendir á þann mikla kostnað sem af því hlýst. Lítið þurfi til að Landspítalinn fari aftur á neyðarstig Bryndís var spurð hvort hún hefði miklar áhyggjur af því að smitum muni taka að fjölga eftir að landið verður opnað í júní. „Það munu koma til Íslands ferðamenn og Íslendingar sem munu bera veiruna í sér. Það er óumflýjanlegt. Það er mikilvægt, finnst mér, að landsmenn átti sig á því að það þarf ekki mikið til að Landspítalinn sé settur aftur á ákveðið viðbúnaðarstig og jafnvel neyðarstig.“ Viðbúnaður á Landspítalanum þegar faraldurinn var í hámarki var gríðarlegur. „Í tvo mánuði þá snerist heilbrigðiskerfið okkar um þessa veiru og allt annað sat á hakanum. Mér finnst mikilvægt að fólk átti sig á því að þessi staða gæti komið upp aftur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Verðum að vera nægilega stórar manneskjur til þess að láta þetta ekki snúast um okkur“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kveðst ekki hafa staldrað við ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um hana sem hann lét falla í Kastljósi í gær. 28. maí 2020 18:19 „Alveg ljóst“ að ef skima eigi fleiri en 500 á dag þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar Dómsmálaráðherra segir alveg ljóst, að ef það eiga að fara fram fleiri en 500 skimanir á dag fyrir covid-19 á landamærum, þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. 28. maí 2020 14:25 Vill að sóttvarnalæknir stýri skimunarverkefninu á Keflavíkurflugvelli Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að bæta þurfi samskipti við heilbrigðisráðuneytið. Hann telur eðlilegt að sóttvarnalæknir hafi yfirumsjón með verkefninu skimunum á Keflavíkurflugvelli. Hann eigi í engri baráttu við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 28. maí 2020 14:02 Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kvað það líklegt að til samstarfs Íslenkrar erfðagreiningar og yfirvöldum komi við kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli. 28. maí 2020 11:59 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, segir að það séu ekki góð vísindi að taka sýni úr einkennalausum ferðamönnum á landamærunum líkt og fyrirhugað er í júní. Hún var til viðtals í Reykjavík síðdegis. „Það að skima fólk sem er ekki með einkenni eru ekki góð vísindi. Það er mjög hátt hlutfall af falskt neikvæðum sýnum þannig að við munum hvort eð er hleypa til landsins einstaklingum sem hugsanlega eru með veiruna og eru sýktir en eru ekki með jákvætt sýni.“ Orku heilbrigðisstarfsfólks sé betur varið í annað Hún segir að gífurlega mikil orka, fjármunir og vinna hafa farið í að skoða möguleikann á að skima ferðamenn á landamærunum. Áætlanir stjórnvalda um skimun á Keflavíkurflugvelli séu ekki ráðlegar. „Ég held við ættum að íhuga þá orku okkar heilbrigðisstarfsmanna og fjármuni sem muni fara í þetta verkefni sem hugsanlega væri betur varið annars staðar vegna þess að þetta mun ekki koma í veg fyrir að veiran berist til landsins.“ Hún segir að miklar líkur séu á því að jákvæð sýni muni greinast úr einkennalausum ferðamönnum sem mögulega hafi verið veikir fyrir mánuði eða meira, komnir með mótefni og ekki smitandi. „En við þurfum þá að bera ábyrgð á að einangra þá, fæða þá og veita þeim húsnæði í fjórtán daga,“ segir Bryndís sem bendir á þann mikla kostnað sem af því hlýst. Lítið þurfi til að Landspítalinn fari aftur á neyðarstig Bryndís var spurð hvort hún hefði miklar áhyggjur af því að smitum muni taka að fjölga eftir að landið verður opnað í júní. „Það munu koma til Íslands ferðamenn og Íslendingar sem munu bera veiruna í sér. Það er óumflýjanlegt. Það er mikilvægt, finnst mér, að landsmenn átti sig á því að það þarf ekki mikið til að Landspítalinn sé settur aftur á ákveðið viðbúnaðarstig og jafnvel neyðarstig.“ Viðbúnaður á Landspítalanum þegar faraldurinn var í hámarki var gríðarlegur. „Í tvo mánuði þá snerist heilbrigðiskerfið okkar um þessa veiru og allt annað sat á hakanum. Mér finnst mikilvægt að fólk átti sig á því að þessi staða gæti komið upp aftur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Verðum að vera nægilega stórar manneskjur til þess að láta þetta ekki snúast um okkur“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kveðst ekki hafa staldrað við ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um hana sem hann lét falla í Kastljósi í gær. 28. maí 2020 18:19 „Alveg ljóst“ að ef skima eigi fleiri en 500 á dag þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar Dómsmálaráðherra segir alveg ljóst, að ef það eiga að fara fram fleiri en 500 skimanir á dag fyrir covid-19 á landamærum, þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. 28. maí 2020 14:25 Vill að sóttvarnalæknir stýri skimunarverkefninu á Keflavíkurflugvelli Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að bæta þurfi samskipti við heilbrigðisráðuneytið. Hann telur eðlilegt að sóttvarnalæknir hafi yfirumsjón með verkefninu skimunum á Keflavíkurflugvelli. Hann eigi í engri baráttu við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 28. maí 2020 14:02 Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kvað það líklegt að til samstarfs Íslenkrar erfðagreiningar og yfirvöldum komi við kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli. 28. maí 2020 11:59 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
„Verðum að vera nægilega stórar manneskjur til þess að láta þetta ekki snúast um okkur“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kveðst ekki hafa staldrað við ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um hana sem hann lét falla í Kastljósi í gær. 28. maí 2020 18:19
„Alveg ljóst“ að ef skima eigi fleiri en 500 á dag þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar Dómsmálaráðherra segir alveg ljóst, að ef það eiga að fara fram fleiri en 500 skimanir á dag fyrir covid-19 á landamærum, þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. 28. maí 2020 14:25
Vill að sóttvarnalæknir stýri skimunarverkefninu á Keflavíkurflugvelli Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að bæta þurfi samskipti við heilbrigðisráðuneytið. Hann telur eðlilegt að sóttvarnalæknir hafi yfirumsjón með verkefninu skimunum á Keflavíkurflugvelli. Hann eigi í engri baráttu við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 28. maí 2020 14:02
Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kvað það líklegt að til samstarfs Íslenkrar erfðagreiningar og yfirvöldum komi við kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli. 28. maí 2020 11:59
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent