Frestar fundi G7 aftur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. maí 2020 11:03 Donald Trump Bandaríkjaforseti vill gjarnan bjóða Rússa aftur velkomna í hóp G7 ríkjanna auk Indlands, Suður-Kóreu og Ástralíu. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann myndi þrátt fyrir allt fresta fundi G7 ríkjanna í ár fram í september. Trump sagði í síðustu viku að líklegast yrði fundurinn haldinn í Washington, þar sem leiðtogarnir myndu hittast augliti til auglits. Þá segist hann jafnan vilja bjóða fleiri ríkjum að taka þátt í fundinum. G7 fundur þessa árs hefur verið umtalaður en í fyrra, þegar undirbúningur fundarins hófst, vildi forsetinn halda hann í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í hans eigu. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að halda fundinn þar og sögðu margir gagnrýnendur mjög óeðlilegt að forsetinn myndi hagnast persónulega á embættisstörfum sínum. Þá var fundinum frestað í byrjun þessa árs eftir að kórónuveirufaraldurinn breiddist út en í síðustu viku kom fram að stefnt væri að því að halda fundinn á Camp David, sumarbústað forsetans rétt fyrir utan Washington borg í lok júní þessa árs. Leiðtogarnir áttu bókaðan fjarfund í júní en Trump telur mikilvægt að þeir hittist augliti til auglits. Angela Merkel Þýskalandsforseti afþakkaði boð forsetans til Bandaríkjanna í ljósi kórónuveirufaraldursins og Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, sagðist tilbúinn að koma til Washington ef aðstæður í ljósi Covid breyttust. Þá sagðist Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sammála Trump með það að mikilvægt væri að leiðtogar G7 ríkjanna hittust augliti til auglits í náinni framtíð. Það verður þó ekki eins og staðan er nú. Löndin sjö sem taka þátt í fundinum eru Bandaríkin, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Bretland en þau eru sjö stærstu hagkerfin í heiminum. Trump segist gjarnan vilja að Rússland, Suður-Kórea, Ástralía og Indland bætist í hópinn. Trump hefur áður lýst því yfir að hann vilji bjóða Rússa aftur velkomna í hópinn en Rússar voru í hópnum, sem þá var kallaður G8, til ársins 2014 en þeim var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu. Donald Trump Bretland Bandaríkin Kanada Frakkland Þýskaland Japan Ítalía Rússland Indland Ástralía Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann myndi þrátt fyrir allt fresta fundi G7 ríkjanna í ár fram í september. Trump sagði í síðustu viku að líklegast yrði fundurinn haldinn í Washington, þar sem leiðtogarnir myndu hittast augliti til auglits. Þá segist hann jafnan vilja bjóða fleiri ríkjum að taka þátt í fundinum. G7 fundur þessa árs hefur verið umtalaður en í fyrra, þegar undirbúningur fundarins hófst, vildi forsetinn halda hann í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í hans eigu. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að halda fundinn þar og sögðu margir gagnrýnendur mjög óeðlilegt að forsetinn myndi hagnast persónulega á embættisstörfum sínum. Þá var fundinum frestað í byrjun þessa árs eftir að kórónuveirufaraldurinn breiddist út en í síðustu viku kom fram að stefnt væri að því að halda fundinn á Camp David, sumarbústað forsetans rétt fyrir utan Washington borg í lok júní þessa árs. Leiðtogarnir áttu bókaðan fjarfund í júní en Trump telur mikilvægt að þeir hittist augliti til auglits. Angela Merkel Þýskalandsforseti afþakkaði boð forsetans til Bandaríkjanna í ljósi kórónuveirufaraldursins og Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, sagðist tilbúinn að koma til Washington ef aðstæður í ljósi Covid breyttust. Þá sagðist Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sammála Trump með það að mikilvægt væri að leiðtogar G7 ríkjanna hittust augliti til auglits í náinni framtíð. Það verður þó ekki eins og staðan er nú. Löndin sjö sem taka þátt í fundinum eru Bandaríkin, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Bretland en þau eru sjö stærstu hagkerfin í heiminum. Trump segist gjarnan vilja að Rússland, Suður-Kórea, Ástralía og Indland bætist í hópinn. Trump hefur áður lýst því yfir að hann vilji bjóða Rússa aftur velkomna í hópinn en Rússar voru í hópnum, sem þá var kallaður G8, til ársins 2014 en þeim var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu.
Donald Trump Bretland Bandaríkin Kanada Frakkland Þýskaland Japan Ítalía Rússland Indland Ástralía Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Sjá meira