Sagði „Nei takk“ við Real því honum líkaði ekki við Ramos Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2020 20:00 Harvey Elliott kom til Liverpool frá Fulham síðasta sumar. vísir/getty Harvey Elliott, yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, gekk í raðir Liverpool síðasta sumar. Hann hefði hins vegar getað gengið til liðs við Real Madrid ef hann hefði óskað þess. Elliott var aðeins 15 ára og 174 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Fulham í september 2018 í deildarbikarnum. Það var svo í maí á síðasta ári sem hann lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Gerði það hann að yngsta leikmanni í sögu deildarinnar. Fulham féll svo niður um deild og Elliott fór í kjölfarið til verðandi Englandsmeistara Liverpool. Áður en hann gekk til liðs við Liverpool var honum boðið á reynslu til spænska stórveldisins Real Madrid. Samkvæmt heimildum The Athletic fór Elliott til Madrídar og var til að mynda boðið að skoða hinn goðsagnakennda heimavöll Real, Santiago Bernabéu. Í kjölfarið var hann spurður hvort hann vildi hitta Sergio Ramos, fyrirliða Real. „Nei takk fyrir kærlega, mér líkar ekki vel við hann eftir það sem hann gerði við Mohamed Salah,“ á Elliott að hafa sagt. Real Madrid rolled out the red carpet to try to convince Harvey Elliott to sign for them. There was a tour of the Bernabeu & he was asked if he wanted to meet Sergio Ramos. He replied: "No, it s OK thanks. I don t like him after what he did to Mo Salah. https://t.co/7N5eLYF0pM— James Pearce (@JamesPearceLFC) May 31, 2020 Ungstirnið hefur verið Liverpool aðdáandi frá blautu barnsbeini og var á vellinum þegar Ramos tók Mo Salah úr leik er liðin mættust í úrslitum Meistaradeildar Evrópu sumarið 2018. Real vann leikinn og þar með titilinn. Hinn 17 ára gamli Elliott hefur greinilega misst allt álit á Ramos eftir það og gekk svo á endanum í raðir Liverpool. Hefur hann komið við sögu í einum leik í ensku úrvalsdeildinni en byrjað alls fjóra bikarleiki fyrir félagið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Sjá meira
Harvey Elliott, yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, gekk í raðir Liverpool síðasta sumar. Hann hefði hins vegar getað gengið til liðs við Real Madrid ef hann hefði óskað þess. Elliott var aðeins 15 ára og 174 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Fulham í september 2018 í deildarbikarnum. Það var svo í maí á síðasta ári sem hann lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Gerði það hann að yngsta leikmanni í sögu deildarinnar. Fulham féll svo niður um deild og Elliott fór í kjölfarið til verðandi Englandsmeistara Liverpool. Áður en hann gekk til liðs við Liverpool var honum boðið á reynslu til spænska stórveldisins Real Madrid. Samkvæmt heimildum The Athletic fór Elliott til Madrídar og var til að mynda boðið að skoða hinn goðsagnakennda heimavöll Real, Santiago Bernabéu. Í kjölfarið var hann spurður hvort hann vildi hitta Sergio Ramos, fyrirliða Real. „Nei takk fyrir kærlega, mér líkar ekki vel við hann eftir það sem hann gerði við Mohamed Salah,“ á Elliott að hafa sagt. Real Madrid rolled out the red carpet to try to convince Harvey Elliott to sign for them. There was a tour of the Bernabeu & he was asked if he wanted to meet Sergio Ramos. He replied: "No, it s OK thanks. I don t like him after what he did to Mo Salah. https://t.co/7N5eLYF0pM— James Pearce (@JamesPearceLFC) May 31, 2020 Ungstirnið hefur verið Liverpool aðdáandi frá blautu barnsbeini og var á vellinum þegar Ramos tók Mo Salah úr leik er liðin mættust í úrslitum Meistaradeildar Evrópu sumarið 2018. Real vann leikinn og þar með titilinn. Hinn 17 ára gamli Elliott hefur greinilega misst allt álit á Ramos eftir það og gekk svo á endanum í raðir Liverpool. Hefur hann komið við sögu í einum leik í ensku úrvalsdeildinni en byrjað alls fjóra bikarleiki fyrir félagið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Sjá meira