Myndi þiggja afsökunarbeiðni frá Bjarna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. júní 2020 13:51 Þorvaldur Gylfason, Bjarni Benediktsson og Lars Calmfors. Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits myndi þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra þar sem hann hafi sakað sig um vinahygli á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær. Umfjöllun um mál Þorvaldar Gylfasonar hefur vakið athygli utan landsteinanna. Lars Calmfors sem ritstýrð norræna fræðitímaritinu Nordic Economic Policy Review síðustu þrjú ár gagnrýndi í fréttum okkar í gær að Bjarni Benediktsson hefði haft afskipti af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar sem ritstjóra tímaritsins. Í tölvupósti frá Lars í dag segist hann vilja þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra vegna orða Bjarna Benediktssonar sem snertu hann og féllu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær um mál Þorvaldar Gylfasonar. „Ég mælti með Þorvaldi í starfið því ég taldi að hann uppfyllti hæfniskröfur í það. Hann er þekktur alþjóðlega sem hagfræðingur með hæfni á mörgum sviðum og hefur mikla reynslu af því að gera akademísk fræði aðgengileg fyrir stefnumótun. Þá hefur hann yfirgripsmikla þekkingu í vanda norrænna landa í efnahagsmálum. Að því ég best veit setti íslenska fjármálaráðuneytið ekkert út á fræðistörf Þorvaldar heldur vísaði til pólitískra afskipta hans,“ segir Lars í tölvupósti. Lars Calmfors segist afar undrandi á að hafa þar verið sakaður af fjármálaráðherra um vinahygli þegar hann réð Þorvald Gylfasson hagfræðiprófessor sem arftaka sinn. Hann telur að ráðherra hafi aldrei áður skipt sér af ráðningu við tímaritið og telur að tíma þeirra sé betur varið í önnur störf. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær að Þorvaldur Gylfason væri ekki heppilegur samstarfsmaður við ráðuneytið þegar kæmi að því að ritstýra tímaritinu. Bjarni hefði viljað konu sem hefði komið að stefnumótun stjórnvalda í efnahagsmálum. Um sé að ræða norrænt samstarf um útgáfu rits sem sé að ætlað styðja við stefnumótun ríkjanna. „Þannig að efnistökin í ritið séu valin í samráði ráðuneytana, í okkar tilviki fjármálaráðuneytið þannig að þær fræðigreinar sem að fæðast í samstarfinu séu innlegg í þá stefnumótun sem á sér stað á Norðurlöndunum, þetta hefur okkur fundist mikilvægt,“ sagði Bjarni Benediktsson á fundinum í gær. Lars Calmfors segir að ritstjórnin ákveði efnistökin sem geti verið innlegg í stefnumótun í efnahagsmálum. Hann telur að fjármálaráðuneti eigi ekki að stjórna efnistökunum. „Ég tel að við eigum að hafa góðar greinar í ritinu sem geta verið innlegg í stefnumótun í efnahagsmálum. Ég tel ekki að fjármálaráðuneytin sjálf eigi að stjórna efnistökunum. Ritstjórnin velur ákveðið þema sem við teljum að skipti máli fyrir stefnumótun og reynum svo að finna bestu höfundana til að skrifa um málefnið,“ segir Lars. Sænska blaðið Dagens Nyheter fjallar um ráðningarmál Þorvalds Gylfasonar á vef sínum. Þar segir Lars Calmfors segir að málið geti haft áhrif á trúverðugleika umrædds tímarits. Stjórnsýsla Efnahagsmál Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits myndi þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra þar sem hann hafi sakað sig um vinahygli á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær. Umfjöllun um mál Þorvaldar Gylfasonar hefur vakið athygli utan landsteinanna. Lars Calmfors sem ritstýrð norræna fræðitímaritinu Nordic Economic Policy Review síðustu þrjú ár gagnrýndi í fréttum okkar í gær að Bjarni Benediktsson hefði haft afskipti af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar sem ritstjóra tímaritsins. Í tölvupósti frá Lars í dag segist hann vilja þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra vegna orða Bjarna Benediktssonar sem snertu hann og féllu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær um mál Þorvaldar Gylfasonar. „Ég mælti með Þorvaldi í starfið því ég taldi að hann uppfyllti hæfniskröfur í það. Hann er þekktur alþjóðlega sem hagfræðingur með hæfni á mörgum sviðum og hefur mikla reynslu af því að gera akademísk fræði aðgengileg fyrir stefnumótun. Þá hefur hann yfirgripsmikla þekkingu í vanda norrænna landa í efnahagsmálum. Að því ég best veit setti íslenska fjármálaráðuneytið ekkert út á fræðistörf Þorvaldar heldur vísaði til pólitískra afskipta hans,“ segir Lars í tölvupósti. Lars Calmfors segist afar undrandi á að hafa þar verið sakaður af fjármálaráðherra um vinahygli þegar hann réð Þorvald Gylfasson hagfræðiprófessor sem arftaka sinn. Hann telur að ráðherra hafi aldrei áður skipt sér af ráðningu við tímaritið og telur að tíma þeirra sé betur varið í önnur störf. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær að Þorvaldur Gylfason væri ekki heppilegur samstarfsmaður við ráðuneytið þegar kæmi að því að ritstýra tímaritinu. Bjarni hefði viljað konu sem hefði komið að stefnumótun stjórnvalda í efnahagsmálum. Um sé að ræða norrænt samstarf um útgáfu rits sem sé að ætlað styðja við stefnumótun ríkjanna. „Þannig að efnistökin í ritið séu valin í samráði ráðuneytana, í okkar tilviki fjármálaráðuneytið þannig að þær fræðigreinar sem að fæðast í samstarfinu séu innlegg í þá stefnumótun sem á sér stað á Norðurlöndunum, þetta hefur okkur fundist mikilvægt,“ sagði Bjarni Benediktsson á fundinum í gær. Lars Calmfors segir að ritstjórnin ákveði efnistökin sem geti verið innlegg í stefnumótun í efnahagsmálum. Hann telur að fjármálaráðuneti eigi ekki að stjórna efnistökunum. „Ég tel að við eigum að hafa góðar greinar í ritinu sem geta verið innlegg í stefnumótun í efnahagsmálum. Ég tel ekki að fjármálaráðuneytin sjálf eigi að stjórna efnistökunum. Ritstjórnin velur ákveðið þema sem við teljum að skipti máli fyrir stefnumótun og reynum svo að finna bestu höfundana til að skrifa um málefnið,“ segir Lars. Sænska blaðið Dagens Nyheter fjallar um ráðningarmál Þorvalds Gylfasonar á vef sínum. Þar segir Lars Calmfors segir að málið geti haft áhrif á trúverðugleika umrædds tímarits.
Stjórnsýsla Efnahagsmál Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira