Hundruð starfa vegna milljarða króna framkvæmda á varnarsvæðinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. júní 2020 19:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir brýnt að viðhalda mannvirkjum, sem þjóna líka borgaralegum tilgangi. Vísir/EPA Framkvæmdir fyrir rúmlega tuttugu og einn milljarð króna standa nú yfir eða eru í undirbúningi á varnarsvæðinu í Keflavík. Framkvæmdirnar eru að mestu fjármagnaðar af Atlantshafsbandalaginu og Bandaríkjunum en áætlað er að þeim ljúki árið 2023. Framlag Íslands er tæpur einn og hálfur milljarður. Utanríkisráðherra segir lítið viðhald hafa verið á þeim 140 varnartengdu mannvirkjum landsins undanfarna áratugi. Um sé að ræða uppsafnaða viðhaldsþörf. „Ávinningur Íslendinga er fyrst og fremst sá að við erum að tryggja öryggi og varnir landsins. Það er vandséð að við gætum gert það án þess að vera í samvinnu við aðra aðila,“ segir Guðlaugur Þór. Framkvæmdirnar felast meðal annars í breytingum og endurbótum á flugskýli 831, viðhaldi og endurbótum á flugbrautum, -hlöðum, akstursbrautum og ljósakerfi. Atvinnuleysi hefur farið vaxandi vegna kórónuveirufaraldursins og segir ráðherra heppilegt að farið sé í framkvæmdirnar núna, enda skapi þær hundruð starfa. Aðalmálið sé þó að viðhalda þessum mannvirkjum sem þjóna líka borgaralegum tilgangi. „Við kannski áttum okkur ekki á því að margt af því sem við nýtum hér á Íslandi, ljósleiðarinn til dæmis, hafnir, flugbrautir og margt fleira, er nokkuð sem hefur verið byggt upp í tengslum við og fjármagnað af Atlantshafsbandalaginu og út af tvíhliða varnarsamningnum við Bandaríkin,“ bætir ráðherra við. Framkvæmdirnar voru ræddar á þingi í gær, þar sem Steingrímur J. Sigfússon sagði fjölmörg verkefni brýnni en að auka útgjöld til vígbúnaðar. „Reynsla Suðurnesja og fleiri byggðarlaga á Íslandi af því að treysta á erlendan her sem vinnuveitanda er vægast sagt blendin. Herinn fór þegar honum sýndist og skildi eftir byggðarlög í sárum. Þar á meðal mína gömlu heimabyggð þegar herinn hvarf fyrirvaralaust af Heiðarfjalli og lagði niður stóran vinnustað.“ NATO Varnarmál Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira
Framkvæmdir fyrir rúmlega tuttugu og einn milljarð króna standa nú yfir eða eru í undirbúningi á varnarsvæðinu í Keflavík. Framkvæmdirnar eru að mestu fjármagnaðar af Atlantshafsbandalaginu og Bandaríkjunum en áætlað er að þeim ljúki árið 2023. Framlag Íslands er tæpur einn og hálfur milljarður. Utanríkisráðherra segir lítið viðhald hafa verið á þeim 140 varnartengdu mannvirkjum landsins undanfarna áratugi. Um sé að ræða uppsafnaða viðhaldsþörf. „Ávinningur Íslendinga er fyrst og fremst sá að við erum að tryggja öryggi og varnir landsins. Það er vandséð að við gætum gert það án þess að vera í samvinnu við aðra aðila,“ segir Guðlaugur Þór. Framkvæmdirnar felast meðal annars í breytingum og endurbótum á flugskýli 831, viðhaldi og endurbótum á flugbrautum, -hlöðum, akstursbrautum og ljósakerfi. Atvinnuleysi hefur farið vaxandi vegna kórónuveirufaraldursins og segir ráðherra heppilegt að farið sé í framkvæmdirnar núna, enda skapi þær hundruð starfa. Aðalmálið sé þó að viðhalda þessum mannvirkjum sem þjóna líka borgaralegum tilgangi. „Við kannski áttum okkur ekki á því að margt af því sem við nýtum hér á Íslandi, ljósleiðarinn til dæmis, hafnir, flugbrautir og margt fleira, er nokkuð sem hefur verið byggt upp í tengslum við og fjármagnað af Atlantshafsbandalaginu og út af tvíhliða varnarsamningnum við Bandaríkin,“ bætir ráðherra við. Framkvæmdirnar voru ræddar á þingi í gær, þar sem Steingrímur J. Sigfússon sagði fjölmörg verkefni brýnni en að auka útgjöld til vígbúnaðar. „Reynsla Suðurnesja og fleiri byggðarlaga á Íslandi af því að treysta á erlendan her sem vinnuveitanda er vægast sagt blendin. Herinn fór þegar honum sýndist og skildi eftir byggðarlög í sárum. Þar á meðal mína gömlu heimabyggð þegar herinn hvarf fyrirvaralaust af Heiðarfjalli og lagði niður stóran vinnustað.“
NATO Varnarmál Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira