Af skimun á landamærum: hvernig forsendur breyta ályktunum Kári Stefánsson skrifar 29. júní 2020 12:56 1. Ung kona íslensk kom til landsins frá Bandaríkjunum þann 17. júní og fór í skimun eftir veirunni vondu, SARS-CoV-2, og reyndist neikvæð á prófinu; engin veira þar. Hún er fótboltakona og spilar eins og stendur fyrir Breiðablik og kom inn á í nokkrar mínútur í leik gegn KR sem var háður þann 18. júní. Þann 20. júní fór hún í fjölmenna útskriftarveislu. Þann 21. júní eyddi hún töluverðum tíma með vinkonu sinni. Síðan spilaði hún heilan leik með Breiðablik þann 23. júní og að kvöldi þess dags fékk hún þær fréttir að kona sem hún deildi húsnæði með í Bandaríkjunum hefði smitast af veirunni. Hún fór því í veirupróf síðla dags þann 24. júní og fékk þær fréttir að morgni þess 25. júní að hún væri sneisafull af veirunni. Í lok dagsins í dag (28. júní) hafði verið skimað eftir veirunni í sex hundrað manns sem höfðu verið í umhverfi hennar frá því hún kom til landsins, sótt útskriftarveisluna, spilað með henni fótbolta og svo framvegis. Í þessum hópi voru tveir með veiruna, vinkonan sem hún var með þann 21. júní og ungur fótboltamaður. Um það bil 300 manns voru settir í sóttkví og eru þar enn. Þetta leit út eins og smit sem hefði laumað sér inn í landið með konu sem var svo nýsmituð að veiran hafði ekki fengið tækifæri til þess að fjölga sér að því marki að hún fyndist. Hún hafi svo smitað vinkonu sína þann 21. júní og fótboltamanninn í útskriftarveislunni. 2. Þegar við ræddum við fótboltamanninn sagði hann okkur að hann hefði verið lasinn af hálsbólgu í heila viku áður en hann fór í útskriftarveisluna og hann hefði smitast af foreldrum sínum sem hefðu báðir verið lasnir af kvefi á undan honum. Hann kvaðst hafa þurran hósta og verk í berkjum. Á þessu augnabliki leit þetta út þannig að sá möguleiki væri fyrir hendi að fótboltakonan hefði smitast af fótboltamanninum sem hefði smitast af foreldrum sínum. Þessi möguleiki hlaut síðan töluverðan stuðning af því að faðir hans mældist með mótefni gegn SARS-CoV-2 sem móðir hans gerði hins vegar ekki. Það eru nefnilega engar líkur á því að sá sem er með mótefni gegn veirunni hafi ekki smitast af henni. 3. Þegar við tókum sögu af föðurnum sagðist hann að öllum líkindum hafa smitast þann 17. mars af nemanda sínum. Hann sat við hliðina á nemandanum sem hafði nokkru áður smitast af veirunni á frægri kóræfingu þar sem fjöldi manns smitaðist. Hann hefði verið illa lasinn í fjórar vikur og oft reynt að komast í skimun en ekki tekist. Við þessa vitneskju fóru böndin aftur að berast að Bandaríkjunum sem uppsprettu sýkingarinar. 4. Endanlegt svar fengum við svo með því að raðgreina veiruna úr öllum þremur smituðu einstaklingunum, fótboltakonunni, fótboltamanninum og vinkonunni. Það vill nefnilega svo til að veiran bætir á sig stökkbreytingum þegar hún flyst á milli einstaklinga og þótt stökkbreytingatíðni hennar sé ekki mikil er hún búin að smita í það minnsta 10 milljón manns í þessum heimi og því er úr nógu að velja. Stökkbreytingarnar raðast í mynstur sem verða hægt og hægt nokkuð einkennandi fyrir landsvæði. Veiran í öllum þremur er með sama mynstur og er það án nokkurs vafa frá Bandaríkjunum þannig að atburðarrásin var óyggjandi eftirfarandi: Fótboltakonan smitaðist í Bandaríkjunum og það er ljóst að hún smitaðist af sambýliskonunni en ekki sambýliskonan af henni vegna þess að fótboltakonan var með svo lítið magn af veirunni þegar hún kom til landsins að hún fannst ekki. Síðan fjölgaði veiran sér í nef-og munnholi hennar og hún varð smitandi og smitaði vinkonuna og fótboltamanninn. Nú erum við að leita að fleirum sem kynnu að hafa smitast af þeim þremur (einn fannst í dag 28. júní) Ályktun: i. Það er ljóst að veiruprófið er ekki fullkomið og þessi saga opinberar einn af veikleikum þess sem er að mjög snemma í sýkingu, áður en veiran er búin að ná almennilega fótfestu, er erfitt að finna hana. Næmi prófsins er hins vegar töluvert meira en 70% og prófið dugði okkur til þess að hemja fyrsta kapítula faraldurins fljótar og betur en flestir. ii. Skimun á landamærum minnkar hins vegar mjög líkurnar á því að smitandi einstaklingar komist inn í landið án þess að fara í einangrun. Við höfum til þessa náð þremur og misst einn þannig að af okkar takmörkuðu reynslu hefur skimunin fækkað tilfellum um 75%. iii. Með Því að taka góða sögu af sýktum einstaklingum og beita víðtækri skimun, smitrakningu, mótefnamælingu og raðgreiningu er hægt að sækja nokkuð nákvæman skilning á því sem er að gerast og bregðast við því. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
1. Ung kona íslensk kom til landsins frá Bandaríkjunum þann 17. júní og fór í skimun eftir veirunni vondu, SARS-CoV-2, og reyndist neikvæð á prófinu; engin veira þar. Hún er fótboltakona og spilar eins og stendur fyrir Breiðablik og kom inn á í nokkrar mínútur í leik gegn KR sem var háður þann 18. júní. Þann 20. júní fór hún í fjölmenna útskriftarveislu. Þann 21. júní eyddi hún töluverðum tíma með vinkonu sinni. Síðan spilaði hún heilan leik með Breiðablik þann 23. júní og að kvöldi þess dags fékk hún þær fréttir að kona sem hún deildi húsnæði með í Bandaríkjunum hefði smitast af veirunni. Hún fór því í veirupróf síðla dags þann 24. júní og fékk þær fréttir að morgni þess 25. júní að hún væri sneisafull af veirunni. Í lok dagsins í dag (28. júní) hafði verið skimað eftir veirunni í sex hundrað manns sem höfðu verið í umhverfi hennar frá því hún kom til landsins, sótt útskriftarveisluna, spilað með henni fótbolta og svo framvegis. Í þessum hópi voru tveir með veiruna, vinkonan sem hún var með þann 21. júní og ungur fótboltamaður. Um það bil 300 manns voru settir í sóttkví og eru þar enn. Þetta leit út eins og smit sem hefði laumað sér inn í landið með konu sem var svo nýsmituð að veiran hafði ekki fengið tækifæri til þess að fjölga sér að því marki að hún fyndist. Hún hafi svo smitað vinkonu sína þann 21. júní og fótboltamanninn í útskriftarveislunni. 2. Þegar við ræddum við fótboltamanninn sagði hann okkur að hann hefði verið lasinn af hálsbólgu í heila viku áður en hann fór í útskriftarveisluna og hann hefði smitast af foreldrum sínum sem hefðu báðir verið lasnir af kvefi á undan honum. Hann kvaðst hafa þurran hósta og verk í berkjum. Á þessu augnabliki leit þetta út þannig að sá möguleiki væri fyrir hendi að fótboltakonan hefði smitast af fótboltamanninum sem hefði smitast af foreldrum sínum. Þessi möguleiki hlaut síðan töluverðan stuðning af því að faðir hans mældist með mótefni gegn SARS-CoV-2 sem móðir hans gerði hins vegar ekki. Það eru nefnilega engar líkur á því að sá sem er með mótefni gegn veirunni hafi ekki smitast af henni. 3. Þegar við tókum sögu af föðurnum sagðist hann að öllum líkindum hafa smitast þann 17. mars af nemanda sínum. Hann sat við hliðina á nemandanum sem hafði nokkru áður smitast af veirunni á frægri kóræfingu þar sem fjöldi manns smitaðist. Hann hefði verið illa lasinn í fjórar vikur og oft reynt að komast í skimun en ekki tekist. Við þessa vitneskju fóru böndin aftur að berast að Bandaríkjunum sem uppsprettu sýkingarinar. 4. Endanlegt svar fengum við svo með því að raðgreina veiruna úr öllum þremur smituðu einstaklingunum, fótboltakonunni, fótboltamanninum og vinkonunni. Það vill nefnilega svo til að veiran bætir á sig stökkbreytingum þegar hún flyst á milli einstaklinga og þótt stökkbreytingatíðni hennar sé ekki mikil er hún búin að smita í það minnsta 10 milljón manns í þessum heimi og því er úr nógu að velja. Stökkbreytingarnar raðast í mynstur sem verða hægt og hægt nokkuð einkennandi fyrir landsvæði. Veiran í öllum þremur er með sama mynstur og er það án nokkurs vafa frá Bandaríkjunum þannig að atburðarrásin var óyggjandi eftirfarandi: Fótboltakonan smitaðist í Bandaríkjunum og það er ljóst að hún smitaðist af sambýliskonunni en ekki sambýliskonan af henni vegna þess að fótboltakonan var með svo lítið magn af veirunni þegar hún kom til landsins að hún fannst ekki. Síðan fjölgaði veiran sér í nef-og munnholi hennar og hún varð smitandi og smitaði vinkonuna og fótboltamanninn. Nú erum við að leita að fleirum sem kynnu að hafa smitast af þeim þremur (einn fannst í dag 28. júní) Ályktun: i. Það er ljóst að veiruprófið er ekki fullkomið og þessi saga opinberar einn af veikleikum þess sem er að mjög snemma í sýkingu, áður en veiran er búin að ná almennilega fótfestu, er erfitt að finna hana. Næmi prófsins er hins vegar töluvert meira en 70% og prófið dugði okkur til þess að hemja fyrsta kapítula faraldurins fljótar og betur en flestir. ii. Skimun á landamærum minnkar hins vegar mjög líkurnar á því að smitandi einstaklingar komist inn í landið án þess að fara í einangrun. Við höfum til þessa náð þremur og misst einn þannig að af okkar takmörkuðu reynslu hefur skimunin fækkað tilfellum um 75%. iii. Með Því að taka góða sögu af sýktum einstaklingum og beita víðtækri skimun, smitrakningu, mótefnamælingu og raðgreiningu er hægt að sækja nokkuð nákvæman skilning á því sem er að gerast og bregðast við því. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun