Dagskráin í dag: Tekst Gróttu að skora sitt fyrsta mark gegn HK? KR fær Víkinga í heimsókn, Tórínóslagurinn og Pepsi Max tilþrifin Ísak Hallmundarson skrifar 4. júlí 2020 06:00 Grótta hefur ekki enn fengið að fagna marki í efstu deild. Þeir mæta HK kl. 13:50 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. vísir/vilhelm Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Tveir leikir úr Pepsi Max deild karla verða í beinni, Tórínóslagurinn á Ítalíu, PGA mótaröðin í golfi og enska 1. deildin ásamt fleira góðgæti. Þetta byrjar allt saman í hádeginu á leik Derby og Nottingham Forest í ensku 1. deildinni. Bæði lið eru í baráttu um að komast í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni en Wayne Rooney og félagar í Derby hafa verið sjóðheitir undanfarið og unnið fimm leiki í röð. Bein útsending hefst kl. 11:25 á Stöð 2 Sport 2. Næst er haldið út á Seltjarnarnes þar sem Grótta fær HK í heimsókn í Pepsi Max deild karla. Grótta er enn án stiga í deildinni og hafa ekki náð að skora mark, það er spurning hvað þeir gera gegn óútreiknanlegu HK-liði sem tapaði síðasta leik 0-4 á heimavelli gegn Val eftir að hafa unnið Íslandsmeistara KR 3-0 í Vesturbæ þar áður. Bein útsending frá Nesinu hefst kl. 13:50. Kl. 13:55 hefst síðan bein útsending á Stöð 2 Sport 3 frá leik Kristianstad og Rosengard í sænsku úrvalsdeildinni, en Glódís Perla Viggósdóttir leikur með liði Rosengard. Þrír leikir eru á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni. Kl. 15:05 hefst nágrannaslagur Juventus og Tórínó, Tórínóslagurinn, en margir af bestu leikmönnum heims leika með liði Juventus, þar á meðal Cristiano Ronaldo. Juventus er með fjögurra stiga forskot á Lazio á toppi deildarinnar en Lazio mætir einmitt Milan í kvöld kl. 19:35. Þá verður einnig sýnt frá leik Sassuolo og Lecce kl. 17:20 en allir leikirnir verða í beinni á Stöð 2 Sport 2. Íslandsmeistarar KR fá Víking Reykjavík í heimsókn í Vesturbæinn kl. 16:40. KR-ingar unnu Skagamenn í síðustu umferð eftir 0-3 tapið gegn HK þar áður. Víkingar svöruðu gagnrýnisröddum á vellinum með því að gjörsigra FH 4-1 í síðustu umferð. Þetta verður áhugaverður leikur tveggja liða sem ætla að vera í toppbaráttu í sumar. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. Strax eftir leik KR og Víkinga hefjast Pepsi Max tilþrifin í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar á Stöð 2 Sport kl. 19. Þar fer hann yfir leiki dagsins í Pepsi Max deild karla ásamt sérfræðingi. Öll mörkin og atvikin úr leikjunum skoðuð auk þess sem rætt er við þjálfara og leikmenn. Fyrir golfáhugamenn er PGA mótaröðin á sínum stað, en sýnt verður frá þriðja deginum á Rocket Mortgage Classic mótinu á Stöð 2 Golf á slaginu 17:00. Alla dagskránna í heild sinni má nálgast með því að smella hér. Fótbolti Golf Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Enski boltinn Ítalski boltinn Grótta HK Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira
Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Tveir leikir úr Pepsi Max deild karla verða í beinni, Tórínóslagurinn á Ítalíu, PGA mótaröðin í golfi og enska 1. deildin ásamt fleira góðgæti. Þetta byrjar allt saman í hádeginu á leik Derby og Nottingham Forest í ensku 1. deildinni. Bæði lið eru í baráttu um að komast í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni en Wayne Rooney og félagar í Derby hafa verið sjóðheitir undanfarið og unnið fimm leiki í röð. Bein útsending hefst kl. 11:25 á Stöð 2 Sport 2. Næst er haldið út á Seltjarnarnes þar sem Grótta fær HK í heimsókn í Pepsi Max deild karla. Grótta er enn án stiga í deildinni og hafa ekki náð að skora mark, það er spurning hvað þeir gera gegn óútreiknanlegu HK-liði sem tapaði síðasta leik 0-4 á heimavelli gegn Val eftir að hafa unnið Íslandsmeistara KR 3-0 í Vesturbæ þar áður. Bein útsending frá Nesinu hefst kl. 13:50. Kl. 13:55 hefst síðan bein útsending á Stöð 2 Sport 3 frá leik Kristianstad og Rosengard í sænsku úrvalsdeildinni, en Glódís Perla Viggósdóttir leikur með liði Rosengard. Þrír leikir eru á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni. Kl. 15:05 hefst nágrannaslagur Juventus og Tórínó, Tórínóslagurinn, en margir af bestu leikmönnum heims leika með liði Juventus, þar á meðal Cristiano Ronaldo. Juventus er með fjögurra stiga forskot á Lazio á toppi deildarinnar en Lazio mætir einmitt Milan í kvöld kl. 19:35. Þá verður einnig sýnt frá leik Sassuolo og Lecce kl. 17:20 en allir leikirnir verða í beinni á Stöð 2 Sport 2. Íslandsmeistarar KR fá Víking Reykjavík í heimsókn í Vesturbæinn kl. 16:40. KR-ingar unnu Skagamenn í síðustu umferð eftir 0-3 tapið gegn HK þar áður. Víkingar svöruðu gagnrýnisröddum á vellinum með því að gjörsigra FH 4-1 í síðustu umferð. Þetta verður áhugaverður leikur tveggja liða sem ætla að vera í toppbaráttu í sumar. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. Strax eftir leik KR og Víkinga hefjast Pepsi Max tilþrifin í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar á Stöð 2 Sport kl. 19. Þar fer hann yfir leiki dagsins í Pepsi Max deild karla ásamt sérfræðingi. Öll mörkin og atvikin úr leikjunum skoðuð auk þess sem rætt er við þjálfara og leikmenn. Fyrir golfáhugamenn er PGA mótaröðin á sínum stað, en sýnt verður frá þriðja deginum á Rocket Mortgage Classic mótinu á Stöð 2 Golf á slaginu 17:00. Alla dagskránna í heild sinni má nálgast með því að smella hér.
Fótbolti Golf Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Enski boltinn Ítalski boltinn Grótta HK Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira