Segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 5. janúar 2020 19:38 Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum börnum sínum, stafi engin hætta af því að búa með föður sínum. Lögfræðingur móður segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. Maðurinn var um miðjan október dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir endurtekin kynferðisbrot gegn barni sínu, sem nú er fullorðið, þegar það var á aldrinum 4 til 11 ára. Hann bíður nú afplánunar - sem gæti dregist í marga mánuði þar sem maðurinn hefur áfrýjað dómnum. Kona sem á þrjú önnur börn með manninum óttast nú mjög um þrettán ára barn sitt sem býr hjá manninum og hann fer með forsjá yfir. Hin tvö eru lögráða. „Fljótlega eftir að dómurinn var kveðinn upp fékk barnaverndarnefnd fjölmargar tilkynningar þar sem við vorum að vekja athygli nefndarinnar á svívirðilegu kynferðisbroti forsjáraðilar og við vorum að hafa uppi þá kröfu að nefndin myndi beita sínum heimildum til að taka drenginn af heimilinu,“ segir Kristinn Svansson, lögfræðingur móðurinnar. Það hafi gengið illa. Kristinn og móðirin áttu fund með barnaverndarnefnd Reykjavíkur í lok desember þar sem þeim var tjáð að til stæði að loka málinu. „Þar sem það var ekki leitt í ljós á þessu stigi að drengurinn væri í hættu á neinni misnotkun af hálfu forsjáraðilans,“ segir Kristinn. Það skjóti skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. „Ég hugsa að flestir myndu taka undir það að um leið og þú gerist sekur um jafn alvarlegt brot og þetta að þá er einfaldlega þín forsjárhæfni runnin út í sandinn og þetta er sú barátta sem við höfum verið í við nefndina sem telur sig ekki hafa lagaheimildir í málinu.“ Því sé hann ósammála en hann telur barnaverndarnefndir hafa heimild til að aðhafast í slíkum málum. Kristinn segir að móðirin, sem hefur sótt um forsjá en ekki fengið hana, sé mjög áhyggjufull. „Maður getur rétt ímyndað sér hvað hún er að ganga í gegn um vitandi af syni sínum í umsjá þessa manns og hún veit ekkert hvað fer fram þar. Það sem móðirin vill fyrst og fremst er að barninu verði komið í öruggt skjól,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt að hafi barnaverndarnefndir ekki lagaheimild til að bregðast við, sé nauðsynlegt að breyta lögunum. „Og það sem allra fyrst því það verða að vera fyrir hendi heimildir til að bregðast við málum af þessum toga.“ Barnavernd Dómsmál Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum börnum sínum, stafi engin hætta af því að búa með föður sínum. Lögfræðingur móður segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. Maðurinn var um miðjan október dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir endurtekin kynferðisbrot gegn barni sínu, sem nú er fullorðið, þegar það var á aldrinum 4 til 11 ára. Hann bíður nú afplánunar - sem gæti dregist í marga mánuði þar sem maðurinn hefur áfrýjað dómnum. Kona sem á þrjú önnur börn með manninum óttast nú mjög um þrettán ára barn sitt sem býr hjá manninum og hann fer með forsjá yfir. Hin tvö eru lögráða. „Fljótlega eftir að dómurinn var kveðinn upp fékk barnaverndarnefnd fjölmargar tilkynningar þar sem við vorum að vekja athygli nefndarinnar á svívirðilegu kynferðisbroti forsjáraðilar og við vorum að hafa uppi þá kröfu að nefndin myndi beita sínum heimildum til að taka drenginn af heimilinu,“ segir Kristinn Svansson, lögfræðingur móðurinnar. Það hafi gengið illa. Kristinn og móðirin áttu fund með barnaverndarnefnd Reykjavíkur í lok desember þar sem þeim var tjáð að til stæði að loka málinu. „Þar sem það var ekki leitt í ljós á þessu stigi að drengurinn væri í hættu á neinni misnotkun af hálfu forsjáraðilans,“ segir Kristinn. Það skjóti skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. „Ég hugsa að flestir myndu taka undir það að um leið og þú gerist sekur um jafn alvarlegt brot og þetta að þá er einfaldlega þín forsjárhæfni runnin út í sandinn og þetta er sú barátta sem við höfum verið í við nefndina sem telur sig ekki hafa lagaheimildir í málinu.“ Því sé hann ósammála en hann telur barnaverndarnefndir hafa heimild til að aðhafast í slíkum málum. Kristinn segir að móðirin, sem hefur sótt um forsjá en ekki fengið hana, sé mjög áhyggjufull. „Maður getur rétt ímyndað sér hvað hún er að ganga í gegn um vitandi af syni sínum í umsjá þessa manns og hún veit ekkert hvað fer fram þar. Það sem móðirin vill fyrst og fremst er að barninu verði komið í öruggt skjól,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt að hafi barnaverndarnefndir ekki lagaheimild til að bregðast við, sé nauðsynlegt að breyta lögunum. „Og það sem allra fyrst því það verða að vera fyrir hendi heimildir til að bregðast við málum af þessum toga.“
Barnavernd Dómsmál Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira