Innlent

Maðurinn sem grófst í snjóflóðinu látinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Allt tiltækt lið slökkviliðs, lögreglu og björgunarsveita á suðvesturhorninu var kallað út
Allt tiltækt lið slökkviliðs, lögreglu og björgunarsveita á suðvesturhorninu var kallað út Vísir

Maðurinn sem grófst undir snjóflóði í Móskarðshnjúkum í gær er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Hann hét Sigurður Darri Björnsson, 23 ára, til heimilis í Hafnarfirði.

Þrír menn voru saman á svæðinu þegar snjóflóðið féll skömmu eftir hádegi í gær og grófst einn þeirra undir flóðinu. Maðurinn fannst á þriðja tímanum í gær eftir leitaraðgerðir og var fluttur á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Mennirnir tveir sem voru með manninum sem grófst undir voru fluttir með minniháttar áverka á sjúkrahús.

Allt tiltækt lið slökkviliðs, lögreglu og björgunarsveita á suðvesturhorninu var kallað út og voru fyrstu viðbragðsaðilar komnir á vettvang um og eftir klukkan eitt í gær.

Tæplega hundrað manns komu að björgunaraðgerðum og var sérsveit ríkislögreglustjóra einnig kölluð út.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×