Lögmaðurinn Arnar Þór fékk rúmar tíu milljónir vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Jakob Bjarnar skrifar 4. febrúar 2020 11:30 Þessir lögmenn skiptu með sér 41 milljón sem féll til aukreitis í bótagreiðslu ríksins til málsaðila og afkomenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ríkið hefur greitt út 774 milljónir króna í miskabætur til málsaðila og afkomenda í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmála. Er það gert á grundvelli laga samþykkt voru á Alþingi í byrjun desember. Auk bótanna var 41 milljón greidd sérstaklega í lögmannakostnað. Samanlagt námu greiðslur úr ríkissjóði því 815 milljónum.Kostnaðarþóknanir til lögmanna skiptust svo: Arnar Þór Stefánsson lögmaður: 10.200.000 kr. með vsk. Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður: 8.550.000 kr. með vsk. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður: 7.250.000 kr. með vsk. Oddgeir Einarsson lögmaður: 4.013.880 kr. með vsk. Guðjón Ólafur Jónsson lögmaður: 1.642.039 kr. með vsk. Í greinargerð með frumvarpinu kom fram að bæturnar sjálfar ættu að skiptast jafnt á milli þessara aðstandenda. Í samræmi við þetta skiptust bætur vegna Tryggva Rúnars Leifssonar jafnt á milli eftirlifandi eiginkonu hans og dóttur. Bætur vegna Sævars Marinó Ciesielski skiptust jafnt á milli fimm barna hans. Ragnar Aðalsteinsson ræðir við aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum þegar málið var tekið fyrir í Hæstarétti.visir/Daníel Þór Þetta kemur meðal annars fram í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Ýmsum þykir vel í lagt varðandi lögmannskostnað í þessum tiltekna anga hins umfangsmikla máls en ein af þeim sem hefur velt þessu atriði fyrir sér er Eva Hauksdóttir lögfræðingur. Hún segir ekki hafa komið skýrt fram hvort um er að ræða lögmannskostnað ríkisins vegna samningaumleitana eða hvort ríkið ákvað að greiða lögmönnum bótakrefjenda þóknun? Véfengjanleg heimild til greiðslu lögmannskostnaðar „Þótt ríkið hafi vitanlega þurft á lögmannsþjónustu að halda vegna sáttatilrauna verður að teljast ólíklegt að sá kostnaður nái 41 milljón. En ef rétt er að ríkið hafi greitt lögmannskostnað bótakrefjenda, hvernig og hvenær var sú ákvörðun tekin og á grundvelli hvaða heimildar? Ekkert er minnst á lögmannskostnað í lögunum eða greinargerð með frumvarpinu,“ segir Eva í grein sem hún ritar um málið. Eva Hauksdóttir segir hvergi minnst á lögmannskostnað í lögunum eða greinargerð með frumvarpinu. Vísir beindi fyrirspurn til forsætisráðuneytisins, en í lögum um heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í málinu er ekki að finna neina heimild sérstaklega til greiðslu lögmanna. Reyndar er þar ekki minnst einu orði á kostnað vegna lögmanna eða aukakostnað á fjárlögum. Ákvörðun um bótagreiðslur útiloka ekki frekari málaferli málsaðila og afkomenda þeirra á hendur ríkinu. Barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar segir til að mynda ríkisstjórnina enn eiga eftir að axla ábyrgð, greiðsla bóta sé ekki endapunktur og lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar hefur látið hafa eftir sér að málaferlum hans á hendur ríkinu verði fram haldið af fullum þunga. Ragnar Aðalsteinsson hefur fyrir hönd Guðjóns krafist milljarðs króna í skaðabætur. Kostnaður vegna hagsmunagæslu greiddur af ríkinu Bótagreiðslan er þannig ákveðin af hálfu framkvæmdavaldsins einhliða. Þarna er því engri formlegri kröfu fyrir að fara, ekki í sjálfu sér. Því beindi Vísir fyrirspurn til forsætisráðuneytis þar sem spurt var hvernig það sé útskýrt að ákveðið hafi verið að greiða lögmönnum sérstaklega og í hverju vinna lögmanna í því sem snýr að ríkinu hafi falist? Eru þeir ekki fyrst og síðast á vegum skjólstæðinga sinna? Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra batt vonir við að frumvarp hennar til laga um bótagreiðslur í málinu myndu leiða til sátta en aðstandendur telja svo ekki vera.visir/vilhelm Í svari sem Rósa Guðrún Erlingsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins sendi Vísi kemur fram að þegar lög nr. 128/2019 höfðu verið samþykkt ræddu starfsmenn forsætisráðuneytisins við alla aðila málsins. „Fram komu væntingar um að kostnaður vegna hagsmunagæslu yrði greiddur af ríkinu sem hluti af uppgjöri á grundvelli laganna. Var meðal annars vísað til fyrri samskipta hins opinbera við aðila máls. Þá lá fyrir að lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar gerði kröfu um greiðslu málskostnaðar í máli því sem höfðað hefur verið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur ríkinu. Jafnframt lágu fyrir sundurliðaðir reikningar frá lögmönnunum Arnari Þór Stefánssyni og Páli Rúnari M. Kristjánssyni.“ Fari málið til dóms greiða aðilar lögmönnum Í svari kemur jafnframt fram að forsætisráðuneytið hafi ritað aðilum bréf síðla í desember og lýsti sinni nálgun á framkvæmd laganna og gaf þá kost á andmælum. „Í því fólst meðal annars að ríkið greiddi kostnaðarþóknun sem næmi að jafnaði 5% af bótafjárhæð í hverju tilviki. Var sú hlutfallstala miðuð við að hægt yrði að ná yfir kostnaðinn þar sem fyrir lágu sundurliðaðir reikningar. Lögmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum þegar sakborningar voru sýknaðir í málinu fyrir Hæstarétti.visir/Daníel Þór Aðilar myndu þá njóta bótanna sem fram væru boðnar óskertra og þyrftu ekki sjálfir að bera kostnað af hagsmunagæslu. Talið var rétt út frá jafnræðissjónarmiðum að hafa eina línu í því efni. Í kjölfarið komu fram ábendingar um að í þeim tilvikum þar sem bótafjárhæðir væru tiltölulega lágar hefði kostnaður verið meiri en sem næmi 5% af bótafjárhæð. Tók ráðuneytið tillit til þess við lokafrágang málsins.“ Sambærilegar greiðslur til barna Sævars Í svari ráðuneytisins kemur fram að ekki sé þörf á sérstakri lagaheimild vegna þessa. Þegar ríkið semur um bótakröfur utan réttar tíðkast að greiða þann lögmannskostnað sem aðilar hafa orðið fyrir við innheimtu bótanna. „Eins mætti líta á kostnaðarþóknun sem sérstakt álag á bótagreiðslur en ráðherra var við framkvæmd laganna veitt nokkurt svigrúm til að semja um eða ákveða fjárhæðir greiðslna á grundvelli laganna. Ráðuneytið tók sérstaklega fram í bréfaskriftum við aðila að komi mál síðar til dóms beri að draga kostnaðargreiðslur samkvæmt þessu frá málskostnaði aðila.“ Að auki voru greiddar sambærilegar kostnaðarþóknanir beint til fjögurra barna Sævars M. Ciesielski sem ekki voru með lögmann á síðustu stigum málsins, segir í svari ráðuneytis við fyrirspurn Vísis. Alþingi Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Brynjar telur bætur í Guðmundar og Geirfinnsmálum út úr öllu korti Brynjar Níelsson telur báknið blása út af fullkomnu fyrirhyggju- og ábyrgðarleysi. 4. febrúar 2020 10:20 Ríkið greiddi út bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Alls voru 774 milljónir greiddar úr ríkissjóði í gær til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. 30. janúar 2020 06:37 Undarleg lög um bótagreiðslur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Eva Hauksdóttir telur lögin sem sett voru til að hægt væri að greiða bætur til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum lögfræðilegt fúsk, illa rökstudd og vandræðaleg. 31. janúar 2020 17:00 Aðstandandi segir greiðslu bóta í Guðmundar- og Geirfinnsmálum ekki endapunkt Barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar segir ríkisstjórnina enn eiga eftir að axla ábyrgð. 30. janúar 2020 19:05 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Fleiri fréttir Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sjá meira
Ríkið hefur greitt út 774 milljónir króna í miskabætur til málsaðila og afkomenda í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmála. Er það gert á grundvelli laga samþykkt voru á Alþingi í byrjun desember. Auk bótanna var 41 milljón greidd sérstaklega í lögmannakostnað. Samanlagt námu greiðslur úr ríkissjóði því 815 milljónum.Kostnaðarþóknanir til lögmanna skiptust svo: Arnar Þór Stefánsson lögmaður: 10.200.000 kr. með vsk. Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður: 8.550.000 kr. með vsk. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður: 7.250.000 kr. með vsk. Oddgeir Einarsson lögmaður: 4.013.880 kr. með vsk. Guðjón Ólafur Jónsson lögmaður: 1.642.039 kr. með vsk. Í greinargerð með frumvarpinu kom fram að bæturnar sjálfar ættu að skiptast jafnt á milli þessara aðstandenda. Í samræmi við þetta skiptust bætur vegna Tryggva Rúnars Leifssonar jafnt á milli eftirlifandi eiginkonu hans og dóttur. Bætur vegna Sævars Marinó Ciesielski skiptust jafnt á milli fimm barna hans. Ragnar Aðalsteinsson ræðir við aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum þegar málið var tekið fyrir í Hæstarétti.visir/Daníel Þór Þetta kemur meðal annars fram í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Ýmsum þykir vel í lagt varðandi lögmannskostnað í þessum tiltekna anga hins umfangsmikla máls en ein af þeim sem hefur velt þessu atriði fyrir sér er Eva Hauksdóttir lögfræðingur. Hún segir ekki hafa komið skýrt fram hvort um er að ræða lögmannskostnað ríkisins vegna samningaumleitana eða hvort ríkið ákvað að greiða lögmönnum bótakrefjenda þóknun? Véfengjanleg heimild til greiðslu lögmannskostnaðar „Þótt ríkið hafi vitanlega þurft á lögmannsþjónustu að halda vegna sáttatilrauna verður að teljast ólíklegt að sá kostnaður nái 41 milljón. En ef rétt er að ríkið hafi greitt lögmannskostnað bótakrefjenda, hvernig og hvenær var sú ákvörðun tekin og á grundvelli hvaða heimildar? Ekkert er minnst á lögmannskostnað í lögunum eða greinargerð með frumvarpinu,“ segir Eva í grein sem hún ritar um málið. Eva Hauksdóttir segir hvergi minnst á lögmannskostnað í lögunum eða greinargerð með frumvarpinu. Vísir beindi fyrirspurn til forsætisráðuneytisins, en í lögum um heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í málinu er ekki að finna neina heimild sérstaklega til greiðslu lögmanna. Reyndar er þar ekki minnst einu orði á kostnað vegna lögmanna eða aukakostnað á fjárlögum. Ákvörðun um bótagreiðslur útiloka ekki frekari málaferli málsaðila og afkomenda þeirra á hendur ríkinu. Barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar segir til að mynda ríkisstjórnina enn eiga eftir að axla ábyrgð, greiðsla bóta sé ekki endapunktur og lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar hefur látið hafa eftir sér að málaferlum hans á hendur ríkinu verði fram haldið af fullum þunga. Ragnar Aðalsteinsson hefur fyrir hönd Guðjóns krafist milljarðs króna í skaðabætur. Kostnaður vegna hagsmunagæslu greiddur af ríkinu Bótagreiðslan er þannig ákveðin af hálfu framkvæmdavaldsins einhliða. Þarna er því engri formlegri kröfu fyrir að fara, ekki í sjálfu sér. Því beindi Vísir fyrirspurn til forsætisráðuneytis þar sem spurt var hvernig það sé útskýrt að ákveðið hafi verið að greiða lögmönnum sérstaklega og í hverju vinna lögmanna í því sem snýr að ríkinu hafi falist? Eru þeir ekki fyrst og síðast á vegum skjólstæðinga sinna? Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra batt vonir við að frumvarp hennar til laga um bótagreiðslur í málinu myndu leiða til sátta en aðstandendur telja svo ekki vera.visir/vilhelm Í svari sem Rósa Guðrún Erlingsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins sendi Vísi kemur fram að þegar lög nr. 128/2019 höfðu verið samþykkt ræddu starfsmenn forsætisráðuneytisins við alla aðila málsins. „Fram komu væntingar um að kostnaður vegna hagsmunagæslu yrði greiddur af ríkinu sem hluti af uppgjöri á grundvelli laganna. Var meðal annars vísað til fyrri samskipta hins opinbera við aðila máls. Þá lá fyrir að lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar gerði kröfu um greiðslu málskostnaðar í máli því sem höfðað hefur verið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur ríkinu. Jafnframt lágu fyrir sundurliðaðir reikningar frá lögmönnunum Arnari Þór Stefánssyni og Páli Rúnari M. Kristjánssyni.“ Fari málið til dóms greiða aðilar lögmönnum Í svari kemur jafnframt fram að forsætisráðuneytið hafi ritað aðilum bréf síðla í desember og lýsti sinni nálgun á framkvæmd laganna og gaf þá kost á andmælum. „Í því fólst meðal annars að ríkið greiddi kostnaðarþóknun sem næmi að jafnaði 5% af bótafjárhæð í hverju tilviki. Var sú hlutfallstala miðuð við að hægt yrði að ná yfir kostnaðinn þar sem fyrir lágu sundurliðaðir reikningar. Lögmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum þegar sakborningar voru sýknaðir í málinu fyrir Hæstarétti.visir/Daníel Þór Aðilar myndu þá njóta bótanna sem fram væru boðnar óskertra og þyrftu ekki sjálfir að bera kostnað af hagsmunagæslu. Talið var rétt út frá jafnræðissjónarmiðum að hafa eina línu í því efni. Í kjölfarið komu fram ábendingar um að í þeim tilvikum þar sem bótafjárhæðir væru tiltölulega lágar hefði kostnaður verið meiri en sem næmi 5% af bótafjárhæð. Tók ráðuneytið tillit til þess við lokafrágang málsins.“ Sambærilegar greiðslur til barna Sævars Í svari ráðuneytisins kemur fram að ekki sé þörf á sérstakri lagaheimild vegna þessa. Þegar ríkið semur um bótakröfur utan réttar tíðkast að greiða þann lögmannskostnað sem aðilar hafa orðið fyrir við innheimtu bótanna. „Eins mætti líta á kostnaðarþóknun sem sérstakt álag á bótagreiðslur en ráðherra var við framkvæmd laganna veitt nokkurt svigrúm til að semja um eða ákveða fjárhæðir greiðslna á grundvelli laganna. Ráðuneytið tók sérstaklega fram í bréfaskriftum við aðila að komi mál síðar til dóms beri að draga kostnaðargreiðslur samkvæmt þessu frá málskostnaði aðila.“ Að auki voru greiddar sambærilegar kostnaðarþóknanir beint til fjögurra barna Sævars M. Ciesielski sem ekki voru með lögmann á síðustu stigum málsins, segir í svari ráðuneytis við fyrirspurn Vísis.
Alþingi Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Brynjar telur bætur í Guðmundar og Geirfinnsmálum út úr öllu korti Brynjar Níelsson telur báknið blása út af fullkomnu fyrirhyggju- og ábyrgðarleysi. 4. febrúar 2020 10:20 Ríkið greiddi út bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Alls voru 774 milljónir greiddar úr ríkissjóði í gær til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. 30. janúar 2020 06:37 Undarleg lög um bótagreiðslur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Eva Hauksdóttir telur lögin sem sett voru til að hægt væri að greiða bætur til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum lögfræðilegt fúsk, illa rökstudd og vandræðaleg. 31. janúar 2020 17:00 Aðstandandi segir greiðslu bóta í Guðmundar- og Geirfinnsmálum ekki endapunkt Barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar segir ríkisstjórnina enn eiga eftir að axla ábyrgð. 30. janúar 2020 19:05 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Fleiri fréttir Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sjá meira
Brynjar telur bætur í Guðmundar og Geirfinnsmálum út úr öllu korti Brynjar Níelsson telur báknið blása út af fullkomnu fyrirhyggju- og ábyrgðarleysi. 4. febrúar 2020 10:20
Ríkið greiddi út bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Alls voru 774 milljónir greiddar úr ríkissjóði í gær til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. 30. janúar 2020 06:37
Undarleg lög um bótagreiðslur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Eva Hauksdóttir telur lögin sem sett voru til að hægt væri að greiða bætur til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum lögfræðilegt fúsk, illa rökstudd og vandræðaleg. 31. janúar 2020 17:00
Aðstandandi segir greiðslu bóta í Guðmundar- og Geirfinnsmálum ekki endapunkt Barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar segir ríkisstjórnina enn eiga eftir að axla ábyrgð. 30. janúar 2020 19:05