Klofin þjóð í óvissu Þórir Guðmundsson skrifar 3. febrúar 2020 11:00 Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu skilur eftir sig klofna þjóð en ekki sameinaða, eins og Boris Johnson forsætisráðherra vonar að verði. Þjóðin er klofin vegna þess að óvenju veigamikil ákvörðun var tekin á grundvelli lítils meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við það bætist að í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar fyrir þremur og hálfu ári beittu útgöngusinnar blekkingum um afleiðingar þess að ganga úr ESB. Blekkingaráróðurinn bergmálar í gleðilátum útgöngusinna, sem virðast halda að nú verði loks hægt að ráðstafa fénu sem áður fór í stofnanir ESB. Rússar eru ásakaðir um að hafa beitt sér í þágu útgöngu í því skyni að tvístra vestrænum þjóðum, sem er stór hluti af rússneskri utanríkisstefnu. Enginn veit hvað sá áróður hafði mikil áhrif. Breskt viðskiptalíf andaði léttar þegar fyrir lá að útgangan yrði með samningi milli ráðamanna í Brussel og London, ekki af því að útgangan væri ákjósanleg heldur af því að óvissan var orðin óbærileg. Nú taka við samningaviðræður um framtíðarfyrirkomulag Bretlands og ESB. Óvissan er því langt frá því að vera yfirstaðin. Skotar eru óhamingjusamir í nýjum veruleika, hafandi verið dregnir gegn vilja sínum út úr Evrópusambandinu. Þeir felldu tillögu um sjálfstæði fyrir sex árum að miklu leyti á grundvelli hótana um að það væri ígildi úrsagnar úr Evrópusambandinu. Mörgum þeirra finnst mikilvægara að þróa samband við þjóðirnar í austri og norðri heldur en suðri. Lítill breskur fáni liggur í garðinum fyrir utan breska þingið í Lundúnum eftir fund Brexit-sinna aðfararnótt 1. febrúar, þegar Bretar gengu loks formlega úr Evrópusambandinu.AP/Alberto Pezzali Í Edinborg renna menn hýru auga til Norðurlandasamstarfs. Skotar eru hrifnir af hinu norræna velferðarmódeli og fyrirmyndir þeirra í þróun skosks samfélags eru þar fremur en sunnan Hadrian múrsins í Englandi. Ef Skotar eru ekki komnir í Norðurlandaráð innan 15 ára, þá hefur eitthvað óvænt gerst. Á Norður-Írlandi þurfa sambandssinnar og hinir, sem vilja sameinast Írlandi, að vinna úr niðurstöðunni þannig að ófriður blossi ekki upp á ný. Friðarsamkomulag föstudagsins langa, frá 1998, byggir meðal annars á landamæralausu Írlandi. Tækifæri eru fyrir Breta utan ESB að gera viðskiptasamninga við önnur ríki á eigin spýtur. Vafasamt er að þau tækifæri vegi upp skaðann af útgöngunni, en það fer bæði eftir því samkomulagi sem nú liggur fyrir að gera um framtíðarsamskipti Breta við Evrópusambandið og því hversu mikinn áhuga önnur ríki hafa á sérsamningum við Breta, nú þegar þeir sitja ekki lengur við stóra borðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Brexit England Norður-Írland Skotland Þórir Guðmundsson Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu skilur eftir sig klofna þjóð en ekki sameinaða, eins og Boris Johnson forsætisráðherra vonar að verði. Þjóðin er klofin vegna þess að óvenju veigamikil ákvörðun var tekin á grundvelli lítils meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við það bætist að í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar fyrir þremur og hálfu ári beittu útgöngusinnar blekkingum um afleiðingar þess að ganga úr ESB. Blekkingaráróðurinn bergmálar í gleðilátum útgöngusinna, sem virðast halda að nú verði loks hægt að ráðstafa fénu sem áður fór í stofnanir ESB. Rússar eru ásakaðir um að hafa beitt sér í þágu útgöngu í því skyni að tvístra vestrænum þjóðum, sem er stór hluti af rússneskri utanríkisstefnu. Enginn veit hvað sá áróður hafði mikil áhrif. Breskt viðskiptalíf andaði léttar þegar fyrir lá að útgangan yrði með samningi milli ráðamanna í Brussel og London, ekki af því að útgangan væri ákjósanleg heldur af því að óvissan var orðin óbærileg. Nú taka við samningaviðræður um framtíðarfyrirkomulag Bretlands og ESB. Óvissan er því langt frá því að vera yfirstaðin. Skotar eru óhamingjusamir í nýjum veruleika, hafandi verið dregnir gegn vilja sínum út úr Evrópusambandinu. Þeir felldu tillögu um sjálfstæði fyrir sex árum að miklu leyti á grundvelli hótana um að það væri ígildi úrsagnar úr Evrópusambandinu. Mörgum þeirra finnst mikilvægara að þróa samband við þjóðirnar í austri og norðri heldur en suðri. Lítill breskur fáni liggur í garðinum fyrir utan breska þingið í Lundúnum eftir fund Brexit-sinna aðfararnótt 1. febrúar, þegar Bretar gengu loks formlega úr Evrópusambandinu.AP/Alberto Pezzali Í Edinborg renna menn hýru auga til Norðurlandasamstarfs. Skotar eru hrifnir af hinu norræna velferðarmódeli og fyrirmyndir þeirra í þróun skosks samfélags eru þar fremur en sunnan Hadrian múrsins í Englandi. Ef Skotar eru ekki komnir í Norðurlandaráð innan 15 ára, þá hefur eitthvað óvænt gerst. Á Norður-Írlandi þurfa sambandssinnar og hinir, sem vilja sameinast Írlandi, að vinna úr niðurstöðunni þannig að ófriður blossi ekki upp á ný. Friðarsamkomulag föstudagsins langa, frá 1998, byggir meðal annars á landamæralausu Írlandi. Tækifæri eru fyrir Breta utan ESB að gera viðskiptasamninga við önnur ríki á eigin spýtur. Vafasamt er að þau tækifæri vegi upp skaðann af útgöngunni, en það fer bæði eftir því samkomulagi sem nú liggur fyrir að gera um framtíðarsamskipti Breta við Evrópusambandið og því hversu mikinn áhuga önnur ríki hafa á sérsamningum við Breta, nú þegar þeir sitja ekki lengur við stóra borðið.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun