Vill skoða hvort stofna eigi hóp sem vaktar kosningar á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 10:57 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. vísir/epa Utanríkisráðherra telur ástæðu til að skoða hvort rétt sé að setja á laggirnar kosningavaktarvinnuhóp til að sporna gegn því að erlend ríki reyni að hafa áhrif á kosningar á Íslandi. Slíkur hópur væri að erlendri fyrirmynd og ynni þvert á ráðuneyti. Utanríkisráðherra segist þó ekki vera kunnugut um að erlend ríki hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosninga á Ísland með beinum hætti. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um áhrif erlendra ríkja á niðurstöður kosninga. Segja má að þessi mál hafi verið í deiglunni allt frá árinu 2016, þegar grunur kviknaði um að Rússar hefðu hlutast til um bandarísku forsetakosningarnar. Að endingu var sýnt fram á íhlutun Rússa en ekki að kosninganefnd Donalds Trump hafi haft beina aðkomu að íhlutuninni, eins og hún var sökuð um. Í svari Guðlaugs segir hann ráðuneytið eiga í margvíslegu alþjóðlegu samstarfi „um fjölþátta ógnir og upplýsingaóreiðu, sem eru metnar sem helstu leiðir sem erlend ríki kynnu að beita til að hafa áhrif á kosningar á Íslandi.“ Þar að auki hafi starfsmenn ráðuneytisins kynnt sér starfsemi stofnana erlendis, m.a. til að stuðla að því að efla reynslu og þekkingu á málaflokknum hérlendis. Þá vísar Guðlaugur til aðgerða nágrannaríkja Íslands í þessum efnum, Danir hafi t.d. sett á laggirnar vinnuhóp þriggja ráðuneyta sem „vakta kosningar“ þar í landi. „Utanríkisráðherra telur ástæðu til að skoðað verði hvort ekki sé rétt að komið verði á sambærilegum vettvangi innan íslenska stjórnkerfisins,“ segir í svari Guðlaugs. „Umfang og verkefni slíks vettvangs hér á landi yrðu hins vegar að líkindum frábrugðin sams konar fyrirbærum í nágrannalöndunum vegna stærðar og uppbyggingar stjórnsýslu ríkjanna sem um ræðir og þess hlutverks sem öryggisstofnanir þessara landa þjóna í þessu samhengi.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Utanríkismál Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Utanríkisráðherra telur ástæðu til að skoða hvort rétt sé að setja á laggirnar kosningavaktarvinnuhóp til að sporna gegn því að erlend ríki reyni að hafa áhrif á kosningar á Íslandi. Slíkur hópur væri að erlendri fyrirmynd og ynni þvert á ráðuneyti. Utanríkisráðherra segist þó ekki vera kunnugut um að erlend ríki hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosninga á Ísland með beinum hætti. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um áhrif erlendra ríkja á niðurstöður kosninga. Segja má að þessi mál hafi verið í deiglunni allt frá árinu 2016, þegar grunur kviknaði um að Rússar hefðu hlutast til um bandarísku forsetakosningarnar. Að endingu var sýnt fram á íhlutun Rússa en ekki að kosninganefnd Donalds Trump hafi haft beina aðkomu að íhlutuninni, eins og hún var sökuð um. Í svari Guðlaugs segir hann ráðuneytið eiga í margvíslegu alþjóðlegu samstarfi „um fjölþátta ógnir og upplýsingaóreiðu, sem eru metnar sem helstu leiðir sem erlend ríki kynnu að beita til að hafa áhrif á kosningar á Íslandi.“ Þar að auki hafi starfsmenn ráðuneytisins kynnt sér starfsemi stofnana erlendis, m.a. til að stuðla að því að efla reynslu og þekkingu á málaflokknum hérlendis. Þá vísar Guðlaugur til aðgerða nágrannaríkja Íslands í þessum efnum, Danir hafi t.d. sett á laggirnar vinnuhóp þriggja ráðuneyta sem „vakta kosningar“ þar í landi. „Utanríkisráðherra telur ástæðu til að skoðað verði hvort ekki sé rétt að komið verði á sambærilegum vettvangi innan íslenska stjórnkerfisins,“ segir í svari Guðlaugs. „Umfang og verkefni slíks vettvangs hér á landi yrðu hins vegar að líkindum frábrugðin sams konar fyrirbærum í nágrannalöndunum vegna stærðar og uppbyggingar stjórnsýslu ríkjanna sem um ræðir og þess hlutverks sem öryggisstofnanir þessara landa þjóna í þessu samhengi.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Utanríkismál Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira