Íslensk EGG – heilnæm og örugg Sigmar Vilhjálmsson skrifar 24. febrúar 2020 15:30 Í nýlegri samantekt frá Food and Safety news kemur fram að tæplega 250 nýjar sýkingar af völdum Salmónellu hafa verið skráðar í mörgum Evrópulöndum sem rekja má til eggjaframleiðslu í Póllandi. Sóttvarnarstofnun Evrópu (ECDC) og Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) greindu frá því að í janúar á þessu ári hafi 18 lönd greint frá 656 staðfestum og 202 líklegum tilvikum síðan í febrúar 2017. Það eru 385 staðfest sögulega og 413 sögulega líkleg tilfelli sem ganga allt aftur til ársins 2012 sem gerir þetta að stærsta evrópska Salmónellu Enteritidis faraldri sem mælst hefur. Embættismenn ECDC sögðu þó að raunverulegt umfang faraldursins væri líklega vanmetið. Frá því í nóvember 2018 hefur verið greint frá 248 nýjum tilvikum, þar af voru 124 staðfest, 36 líkleg, 42 sögulegar staðfestar og 46 sögulegar líkur á sýkingum. Meira en 1.600 einstaklingar hafa veikst síðan 2012 frá ólíkum löndum. Belgía, Króatía, Tékkland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Ungverjaland, Írland, Ítalía, Lúxemborg, Holland, Noregur, Pólland, Rúmenía, Slóvenía, Svíþjóð og Bretland hafa skráð 1.656 smit frá því 2012. Bretland er með mest með 688 staðfest og líkleg mál, Holland er með 280, Belgía er með 202 og Tékkland er með 111. Upplýsingar um sjúkrahúsvist eru tiltækar fyrir 427 sjúklinga í 12 löndum og 136 þurftu sjúkrahúsmeðferð meðal staðfestra og sögulegra staðfestra tilfella. Einnig var greint frá tveimur sögulegum dauðsföllum, barni og öldruðum sjúklingi. Stærstu hópsýkingarnar hérlendis á síðastliðnum árum voru árið 1996 af völdum S. Enteritidis í rjómabollum og árið 2000, þegar S. Typhimurium barst með jöklasalati. Í skýrslu MAST frá nóvember 2019 kemur fram að „Það hefur aldrei verið hægt að staðfesta matarborna hópsýkingar í fólki hérlendis vegna innlendra eggja“. Hvað segir það okkur um íslenska eggjaframleiðslu? Það skiptir máli að neytendur viti hvort þeir séu að borða íslensk egg eða innflutt egg. Það er á ábyrgð innflytjanda og söluaðila að upplýsa neytendur hvaða vöru verið er að selja og hvaðan hún kemur. Sérstaklega þegar kemur að fersku hráefni sem borið getur með sér bannvænar veirusýkingar eins og Salmónellu. Sem betur fer búum við svo vel að vera með eina bestu og heilnæmustu eggjaframleiðslu í heimi og getum vel annað allri eftirspurn. Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í nýlegri samantekt frá Food and Safety news kemur fram að tæplega 250 nýjar sýkingar af völdum Salmónellu hafa verið skráðar í mörgum Evrópulöndum sem rekja má til eggjaframleiðslu í Póllandi. Sóttvarnarstofnun Evrópu (ECDC) og Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) greindu frá því að í janúar á þessu ári hafi 18 lönd greint frá 656 staðfestum og 202 líklegum tilvikum síðan í febrúar 2017. Það eru 385 staðfest sögulega og 413 sögulega líkleg tilfelli sem ganga allt aftur til ársins 2012 sem gerir þetta að stærsta evrópska Salmónellu Enteritidis faraldri sem mælst hefur. Embættismenn ECDC sögðu þó að raunverulegt umfang faraldursins væri líklega vanmetið. Frá því í nóvember 2018 hefur verið greint frá 248 nýjum tilvikum, þar af voru 124 staðfest, 36 líkleg, 42 sögulegar staðfestar og 46 sögulegar líkur á sýkingum. Meira en 1.600 einstaklingar hafa veikst síðan 2012 frá ólíkum löndum. Belgía, Króatía, Tékkland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Ungverjaland, Írland, Ítalía, Lúxemborg, Holland, Noregur, Pólland, Rúmenía, Slóvenía, Svíþjóð og Bretland hafa skráð 1.656 smit frá því 2012. Bretland er með mest með 688 staðfest og líkleg mál, Holland er með 280, Belgía er með 202 og Tékkland er með 111. Upplýsingar um sjúkrahúsvist eru tiltækar fyrir 427 sjúklinga í 12 löndum og 136 þurftu sjúkrahúsmeðferð meðal staðfestra og sögulegra staðfestra tilfella. Einnig var greint frá tveimur sögulegum dauðsföllum, barni og öldruðum sjúklingi. Stærstu hópsýkingarnar hérlendis á síðastliðnum árum voru árið 1996 af völdum S. Enteritidis í rjómabollum og árið 2000, þegar S. Typhimurium barst með jöklasalati. Í skýrslu MAST frá nóvember 2019 kemur fram að „Það hefur aldrei verið hægt að staðfesta matarborna hópsýkingar í fólki hérlendis vegna innlendra eggja“. Hvað segir það okkur um íslenska eggjaframleiðslu? Það skiptir máli að neytendur viti hvort þeir séu að borða íslensk egg eða innflutt egg. Það er á ábyrgð innflytjanda og söluaðila að upplýsa neytendur hvaða vöru verið er að selja og hvaðan hún kemur. Sérstaklega þegar kemur að fersku hráefni sem borið getur með sér bannvænar veirusýkingar eins og Salmónellu. Sem betur fer búum við svo vel að vera með eina bestu og heilnæmustu eggjaframleiðslu í heimi og getum vel annað allri eftirspurn. Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar