Burt með fátæktina Sveinn Kristinsson skrifar 4. mars 2020 13:30 Á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi árið 2018 var samþykkt að stofna sjóð þar sem einstaklingar og fjölskyldur sem byggju við sárafátækt gætu sótt um styrki. Ákveðið var að verkefnið tæki til tveggja ára. Markmiðið sjóðsins var að létta tímabundið undir með þeim sem byggju við sárafáækt og afla upplýsinga um raunverulegt ástand þessa hóps. Nauðsynlegt var að fá betri innsýn í stöðu fátækra til geta orðið málsvari þeirra í samfélaginu. Eftir góðan undirbúning var fyrsta úthlutun í mars 2019, en síðan þá hafa rúmlega 700 umsóknir verið samþykktar. Aðstæður umsækjenda eru fjölbreytilegar. Um helmingur styrkja hafa verið veittir til einstaklinga og sambúðarfólks með börn. Tekjuviðmið sjóðsins eru 200.000 krónur fyrir skatt hjá einstaklingi og 300.000 krónur hjá hjónum eða sambúðarfólki. Þar er miðað við skattskyldar tekjur, en inni í þeirri tölu eru ekki bætur eða styrkir á borð við barna- og eða húsaleigubætur. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem fengið hafa úthlutað úr Sárafátæktarsjóði Rauða krossins er fólk sem fær fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum. Hluti hópsins eru einstaklingar sem af ýmsum ástæðum detta á milli kerfa og eru tímabundið alveg tekjulausir. Dæmi um slíkar aðstæður eru einstaklingar sem bíða eftir rétti til atvinnuleysisbóta og hafa fullnýtt rétt sinn til endurhæfingarlífeyris. Annað dæmi eru umsóknir frá einstaklingum sem komið hafa hingað til lands og unnið sem verktakar, slasast við störf sín og ekki átt nein réttindi hér á landi. Þá má líka nefna þá sem nýkomnir eru með stöðu flóttafólks hér og eru enn að fóta sig í nýju samfélagi. Fólk í slíkum aðstæðum stendur oft frammi fyrir miklum kostnaði og þarf eins og aðrir að útvega sér húsnæði og koma undir sig fótunum. Þessi hópur er oft mjög berskjaldaður og í viðkvæmari stöðu, enda með lítið tengslanet að baki. Endar ná ekki saman Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er mismunandi, en hæstu fjárhagsaðstoðina veitir Reykjavíkurborg. Fjárhagsaðstoð borgarinnar getur numið allt að 207.709 kr. á mánuði fyrir einstakling og allt að 332.333 krónum fyrir hjón eða sambúðarfólk. Þeir sem þiggja framfærslu frá sveitarfélögum eiga ekki allir rétt á fullri fjárhagsaðstoð. Það segir sig sjálft að þegar einstaklingur eða fjölskylda leigir húsnæði á almennum leigumarkaði og þarf að sjá sér farborða út mánuðinn þá ná endar ekki saman. Ofan á grunnþarfir bætist ýmis konar kostnaður við, s.s. leikskólagjöld, fatnaður o fl. Margt það sem flestir líta ekki á sem stóra og íþyngjandi kostnaðarliði getur sett strik í reikninginn hjá einstaklingum sem búa við sárafátækt. Umsækjendur sem hafa leitað til sjóðsins verða sumir að neita sér um það sem fæst okkar telja til munaðar, eins og dömubindi, læknisrannsóknir, lyf og strætóferðir. Á þeim tíma sem Rauði krossinn hefur starfrækt Sárafátæktarsjóð hefur komið i ljós að stór hópur fólks býr við afar bág kjör. Hvort sem um er að ræða tímabundna eða langvarandi fátækt er mikilvægt að úrræði séu til staðar til þess að koma í veg fyrir að fólk lendi í viðjum fátæktar. Neyðarstyrkur á borð við þann sem Rauði krossinn hefur veitt er ekki úrræði sem dugar til langframa, en með stofnun sjóðsins vildi Rauði krossinn leggja sitt af mörkum og vekja athygli á að í landinu er til fólk sem býr við sára fátækt. Til þess að raunverulega sé hægt að breyta stöðu fólks til hins betra þarf margt að koma til. Allt þjóðfélagið, ríki og sveitafélög þurfa að taka höndum saman svo enginn þurfi að búa við sárafátækt í okkar ríka landi. Þessi hópur er sannarlega til, aðgerða er þörf nú þegar. Höfundur er formaður Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Hjálparstarf Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi árið 2018 var samþykkt að stofna sjóð þar sem einstaklingar og fjölskyldur sem byggju við sárafátækt gætu sótt um styrki. Ákveðið var að verkefnið tæki til tveggja ára. Markmiðið sjóðsins var að létta tímabundið undir með þeim sem byggju við sárafáækt og afla upplýsinga um raunverulegt ástand þessa hóps. Nauðsynlegt var að fá betri innsýn í stöðu fátækra til geta orðið málsvari þeirra í samfélaginu. Eftir góðan undirbúning var fyrsta úthlutun í mars 2019, en síðan þá hafa rúmlega 700 umsóknir verið samþykktar. Aðstæður umsækjenda eru fjölbreytilegar. Um helmingur styrkja hafa verið veittir til einstaklinga og sambúðarfólks með börn. Tekjuviðmið sjóðsins eru 200.000 krónur fyrir skatt hjá einstaklingi og 300.000 krónur hjá hjónum eða sambúðarfólki. Þar er miðað við skattskyldar tekjur, en inni í þeirri tölu eru ekki bætur eða styrkir á borð við barna- og eða húsaleigubætur. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem fengið hafa úthlutað úr Sárafátæktarsjóði Rauða krossins er fólk sem fær fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum. Hluti hópsins eru einstaklingar sem af ýmsum ástæðum detta á milli kerfa og eru tímabundið alveg tekjulausir. Dæmi um slíkar aðstæður eru einstaklingar sem bíða eftir rétti til atvinnuleysisbóta og hafa fullnýtt rétt sinn til endurhæfingarlífeyris. Annað dæmi eru umsóknir frá einstaklingum sem komið hafa hingað til lands og unnið sem verktakar, slasast við störf sín og ekki átt nein réttindi hér á landi. Þá má líka nefna þá sem nýkomnir eru með stöðu flóttafólks hér og eru enn að fóta sig í nýju samfélagi. Fólk í slíkum aðstæðum stendur oft frammi fyrir miklum kostnaði og þarf eins og aðrir að útvega sér húsnæði og koma undir sig fótunum. Þessi hópur er oft mjög berskjaldaður og í viðkvæmari stöðu, enda með lítið tengslanet að baki. Endar ná ekki saman Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er mismunandi, en hæstu fjárhagsaðstoðina veitir Reykjavíkurborg. Fjárhagsaðstoð borgarinnar getur numið allt að 207.709 kr. á mánuði fyrir einstakling og allt að 332.333 krónum fyrir hjón eða sambúðarfólk. Þeir sem þiggja framfærslu frá sveitarfélögum eiga ekki allir rétt á fullri fjárhagsaðstoð. Það segir sig sjálft að þegar einstaklingur eða fjölskylda leigir húsnæði á almennum leigumarkaði og þarf að sjá sér farborða út mánuðinn þá ná endar ekki saman. Ofan á grunnþarfir bætist ýmis konar kostnaður við, s.s. leikskólagjöld, fatnaður o fl. Margt það sem flestir líta ekki á sem stóra og íþyngjandi kostnaðarliði getur sett strik í reikninginn hjá einstaklingum sem búa við sárafátækt. Umsækjendur sem hafa leitað til sjóðsins verða sumir að neita sér um það sem fæst okkar telja til munaðar, eins og dömubindi, læknisrannsóknir, lyf og strætóferðir. Á þeim tíma sem Rauði krossinn hefur starfrækt Sárafátæktarsjóð hefur komið i ljós að stór hópur fólks býr við afar bág kjör. Hvort sem um er að ræða tímabundna eða langvarandi fátækt er mikilvægt að úrræði séu til staðar til þess að koma í veg fyrir að fólk lendi í viðjum fátæktar. Neyðarstyrkur á borð við þann sem Rauði krossinn hefur veitt er ekki úrræði sem dugar til langframa, en með stofnun sjóðsins vildi Rauði krossinn leggja sitt af mörkum og vekja athygli á að í landinu er til fólk sem býr við sára fátækt. Til þess að raunverulega sé hægt að breyta stöðu fólks til hins betra þarf margt að koma til. Allt þjóðfélagið, ríki og sveitafélög þurfa að taka höndum saman svo enginn þurfi að búa við sárafátækt í okkar ríka landi. Þessi hópur er sannarlega til, aðgerða er þörf nú þegar. Höfundur er formaður Rauða krossins á Íslandi.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar