Stelpan sem lamdi hnéskelina sína aftur í lið segir sögu sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2020 14:00 Jane O'Toole sést hér lemja hnéskelina sína aftur í liðinn. Skjámynd/BBC Sport Scotland Skoska knattspyrnukonan Jane O'Toole er hörkutól sem kallar ekki allt ömmu sína. Hún hætti ekki að spila þótt að hnéskelin hennar færi úr lið heldur greip til sinna eigin ráða og kláraði leikinn. Fyrir það hefur hún fengið sinn skerf af heimsfrægð. Myndbandið með Jane O'Toole að lemja hnéskelina aftur í lið fór eins og eldur um sinu á netinu og næstum því ein og hálf milljón manns hafa horft á myndbandið á netinu. „Ég var eiginlega ekkert að hugsa um hvað ég væri að gera. Ég lamdi bara nokkrum sinn á hnéskelina og hún fór síðan á endanum aftur í liðin,“ sagði Jane O'Toole í viðtali við breska ríkisútvarpið sem leitaði hana uppi og fékk hennar sögu af atvikinu sem svo margir hafa séð.'I just knew that knee had to be put back in' Meet Jane O'Toole, the St Mirren captain behind THAT dislocated kneecap... pic.twitter.com/HfbCGZYb8q — BBC Sport Scotland (@BBCSportScot) March 11, 2020„Ég var eiginlega í hálfgerðu áfalli yfir því hversu margir hafa horft á þetta sem var örugglega mjög vitlaust hjá mér að gera. Það var frábært hvað allir tóku þessu vel,“ sagði Jane O'Toole. „Þetta var bara 50-50 tækling og ég ætlaði mér að vinna boltann. Um leið og ég lenti í grasinu þá sá ég að hnéskelin var farin úr lið. Ég brást bara við af eðlishvöt og vissi að ég yrði að að koma henni aftur í liðinn,“ sagði O'Toole. „Ég hafði lent í þessu áður fyrir nokkrum árum og þá kom sjúkraliði og setti hana aftur í lið. Þá þurfti ég að bíða lengi eftir honum en ég vissi að það yrði betra að koma henni sem fyrst í liðinn,“ sagði Jane O'Toole. Þrátt fyrir að vera sárþjáð kláraði O'Toole leikinn og lék í 40 mínútur eftir að hafa meiðst en hún er fyrirliði St Mirren liðsins. Þjálfarinn kom síðan til mín og spurði hvort ég væri að koma út af. Ég svaraði: Kemur ekki til greina. Þetta sýnir líka hugarfarið í kvennaboltanum og að þar er engin sérstök dramatík í gangi. Leikmenn verða fyrir meiðslum en ef þú getur staðið upp og haldið áfram þá gerum við það,“ sagði Jane O'Toole. en það má sjá viðtalið við hana hér fyrir ofan. Fótbolti Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Skoska knattspyrnukonan Jane O'Toole er hörkutól sem kallar ekki allt ömmu sína. Hún hætti ekki að spila þótt að hnéskelin hennar færi úr lið heldur greip til sinna eigin ráða og kláraði leikinn. Fyrir það hefur hún fengið sinn skerf af heimsfrægð. Myndbandið með Jane O'Toole að lemja hnéskelina aftur í lið fór eins og eldur um sinu á netinu og næstum því ein og hálf milljón manns hafa horft á myndbandið á netinu. „Ég var eiginlega ekkert að hugsa um hvað ég væri að gera. Ég lamdi bara nokkrum sinn á hnéskelina og hún fór síðan á endanum aftur í liðin,“ sagði Jane O'Toole í viðtali við breska ríkisútvarpið sem leitaði hana uppi og fékk hennar sögu af atvikinu sem svo margir hafa séð.'I just knew that knee had to be put back in' Meet Jane O'Toole, the St Mirren captain behind THAT dislocated kneecap... pic.twitter.com/HfbCGZYb8q — BBC Sport Scotland (@BBCSportScot) March 11, 2020„Ég var eiginlega í hálfgerðu áfalli yfir því hversu margir hafa horft á þetta sem var örugglega mjög vitlaust hjá mér að gera. Það var frábært hvað allir tóku þessu vel,“ sagði Jane O'Toole. „Þetta var bara 50-50 tækling og ég ætlaði mér að vinna boltann. Um leið og ég lenti í grasinu þá sá ég að hnéskelin var farin úr lið. Ég brást bara við af eðlishvöt og vissi að ég yrði að að koma henni aftur í liðinn,“ sagði O'Toole. „Ég hafði lent í þessu áður fyrir nokkrum árum og þá kom sjúkraliði og setti hana aftur í lið. Þá þurfti ég að bíða lengi eftir honum en ég vissi að það yrði betra að koma henni sem fyrst í liðinn,“ sagði Jane O'Toole. Þrátt fyrir að vera sárþjáð kláraði O'Toole leikinn og lék í 40 mínútur eftir að hafa meiðst en hún er fyrirliði St Mirren liðsins. Þjálfarinn kom síðan til mín og spurði hvort ég væri að koma út af. Ég svaraði: Kemur ekki til greina. Þetta sýnir líka hugarfarið í kvennaboltanum og að þar er engin sérstök dramatík í gangi. Leikmenn verða fyrir meiðslum en ef þú getur staðið upp og haldið áfram þá gerum við það,“ sagði Jane O'Toole. en það má sjá viðtalið við hana hér fyrir ofan.
Fótbolti Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira