Vill að lögregla viðurkenni mistök í Euromarket-málinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2020 21:24 Þórður Magnússon telur að á sér hafi verið brotið. „Þarna var fólk rifið upp um miðja nótt og handjárnað á gólfinu fyrir framan börnin sín“ segir Þórður Magnússon sem dreginn var inn í Euromarket málið svokallaða sem lögregla hefur haft til rannsóknar og er sagt snúa að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi. Þórður segir málið allt með miklum ólíkindum og lykta af klaufalegum vinnubrögðum lögreglu. Þórður fór yfir sína hlið á málinu í viðtali við Frosta Logason í Íslandi í dag í kvöld og vill hann að lögregla viðurkenni að hún hafi gert mistök við rannsókn málsins, helst með því að halda blaðamannafund. Þórður hefur haft réttarstöðu sakbornings í málinu en hann hefur um árabil verið í margskonar fyrirtækjarekstri og rekur meðal annars fyrirtækið Djúpaklett sem sérhæfir sig í löndun og fiskumsýslu á Grundarfirði. Þórður hefur lýst yfir fullkomnu sakleysi í málinu og fullyrðir að komið hafi á daginn að yfirlýsingar lögreglu hafi í megin atriðum verið rangar og málið í raun hvorki verið fugl né fiskur miðað við það sem yfirvöld hafi greint frá á blaðamannafundi lögreglu sem haldinn var þann 18. desember 2017. Fréttatilkynning Europol um málið frá sama degi og blaðamannafundurinn var haldinn. Þar var greint frá rannsókn lögreglu og tollayfirvalda á því sem átti að vera umfangsmikil alþjóðleg glæpastarfsemi sem teygði anga sína hingað til lands, Póllands og Hollands. Á fundinum sem haldin var í samvinnu við Europol og Eurojust var greint frá því að yfirvöld hér á landi hefðu meðal annars lagt hald á MDMA duft og amfetamínbasa sem hægt væri að framleiða úr allt að 80 kíló af amfetamíni. Þá hafði verið farið í húsleitir á 30 stöðum, og lagt hald á fasteignir, bíla, fjármuni í bönkum og hluti í fyrirtækjum, talið að virði allt að 200 milljónum íslenskra króna. Málið fékk snemma heitið Euromarket málið en verslunarfyrirtækið Market ehf sem rekur pólskar smávöruverslanir hér á landi lá þá undir grun um að vera hluti af alþjóðlegum glæpahring sem lögreglan taldi sig vera að rannsaka. Viðtalið við Þórð þar sem hann fer yfir sína hlið málsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Peningaþvætti í Euro Market Lögreglumál Lögreglan Ísland í dag Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
„Þarna var fólk rifið upp um miðja nótt og handjárnað á gólfinu fyrir framan börnin sín“ segir Þórður Magnússon sem dreginn var inn í Euromarket málið svokallaða sem lögregla hefur haft til rannsóknar og er sagt snúa að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi. Þórður segir málið allt með miklum ólíkindum og lykta af klaufalegum vinnubrögðum lögreglu. Þórður fór yfir sína hlið á málinu í viðtali við Frosta Logason í Íslandi í dag í kvöld og vill hann að lögregla viðurkenni að hún hafi gert mistök við rannsókn málsins, helst með því að halda blaðamannafund. Þórður hefur haft réttarstöðu sakbornings í málinu en hann hefur um árabil verið í margskonar fyrirtækjarekstri og rekur meðal annars fyrirtækið Djúpaklett sem sérhæfir sig í löndun og fiskumsýslu á Grundarfirði. Þórður hefur lýst yfir fullkomnu sakleysi í málinu og fullyrðir að komið hafi á daginn að yfirlýsingar lögreglu hafi í megin atriðum verið rangar og málið í raun hvorki verið fugl né fiskur miðað við það sem yfirvöld hafi greint frá á blaðamannafundi lögreglu sem haldinn var þann 18. desember 2017. Fréttatilkynning Europol um málið frá sama degi og blaðamannafundurinn var haldinn. Þar var greint frá rannsókn lögreglu og tollayfirvalda á því sem átti að vera umfangsmikil alþjóðleg glæpastarfsemi sem teygði anga sína hingað til lands, Póllands og Hollands. Á fundinum sem haldin var í samvinnu við Europol og Eurojust var greint frá því að yfirvöld hér á landi hefðu meðal annars lagt hald á MDMA duft og amfetamínbasa sem hægt væri að framleiða úr allt að 80 kíló af amfetamíni. Þá hafði verið farið í húsleitir á 30 stöðum, og lagt hald á fasteignir, bíla, fjármuni í bönkum og hluti í fyrirtækjum, talið að virði allt að 200 milljónum íslenskra króna. Málið fékk snemma heitið Euromarket málið en verslunarfyrirtækið Market ehf sem rekur pólskar smávöruverslanir hér á landi lá þá undir grun um að vera hluti af alþjóðlegum glæpahring sem lögreglan taldi sig vera að rannsaka. Viðtalið við Þórð þar sem hann fer yfir sína hlið málsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Peningaþvætti í Euro Market Lögreglumál Lögreglan Ísland í dag Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira