Telur njósnamálið í Danmörku snerta Íslendinga beint Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. september 2020 12:38 Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Vísir/vilhelm Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir að njósnamál sem kom upp nýverið í Danmörku tengist Íslendingum beint. Utanríkisráðherra telur að stjórnvöld hér á landi hafi ekki verið nógu vakandi í netöryggismálum. Smári hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd þingsins taki njósnamálið danska fyrir og að nefndin krefjist skýringa frá dönskum yfirvöldum. Á þingi í dag vakti Smári athygli á njósnahneyksli sem skekið hefur danska stjórnkerfið að undanförnu eftir að upp komst að leyniþjónusta danska hersins veitti Þjóðaröryggistofnun Bandaríkjanna (NSA) aðgang að ljósleiðurum, sem gerði NSA meðal annars kleift að fylgjast með símtölum, sms skilaboðum og tölvupósti sem fóru um ljósleiðarann, nær öllum rafrænum sendingum dönsku þjóðarinnar. „Þetta eru óþægilegar fréttir fyrir margra hluta sakir, ekki síst vegna þess að þetta snertir Íslendinga með beinum hætti. Öll fjarskipti Íslendinga fara í gegnum þrjá sæstrengi sem allir liggja í gegnum danskt yfirráðasvæði. Allir tölvupóstarnir, öll skjölin, allir fjarfundirnir, öll okkar fjarskipti fara í gegnum þessa sæstrengi,“ sagði Smári McCarthy í óundirburnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.vísir/vilhelm Þar beindi hann þeirri spurningu að Guðlaugi Þór Þórðarssyni, hvort að hann hefði rætt málið við norræna kollega sína, hvort að bandarísk yfirvöld hafi farið fram á það með beinum hætti að njósna hér á landi og hvort ráðherra hafi leitast eftir upplýsingum um málið. Vill að utanríkismálanefnd taki málið fyrir Í svari ráðherra kom fram að hann teldi málið alvarlegt og til stæði að ræða það sérstaklega á fundi norrænna ráðherra sem fram færi á næstunni. Telur hann yfirvöld hér á landi þurfi að beina sjónum sínum að netöryggismálum. „Ég ligg ekkert á þeirri skoðun minni að mér finnst við ekki vera nógu vakandi þegar kemur að þeim málaflokki,“ sagði Guðlaugur Þór sem var sammála Smára að um þjóðaröryggismál væri að ræða. Enginn hafi hins vegar komið til hans frá Bandaríkjunum eða öðrum ríkjum til að fá leyfi ráðherra til að njósna um Íslendinga. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Smári óskað eftir því að málið verði tekið fyrir á vettvangi utanríkismálanefndar þingsins, óskað verði eftir upplýsingum um málið frá utanríkisráðuneytinu, auk þess að krafist verði skýringa frá dönskum stjórnvöldum, mögulega bandarískum. Alþingi Bandaríkin Danmörk Tölvuárásir Utanríkismál Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir að njósnamál sem kom upp nýverið í Danmörku tengist Íslendingum beint. Utanríkisráðherra telur að stjórnvöld hér á landi hafi ekki verið nógu vakandi í netöryggismálum. Smári hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd þingsins taki njósnamálið danska fyrir og að nefndin krefjist skýringa frá dönskum yfirvöldum. Á þingi í dag vakti Smári athygli á njósnahneyksli sem skekið hefur danska stjórnkerfið að undanförnu eftir að upp komst að leyniþjónusta danska hersins veitti Þjóðaröryggistofnun Bandaríkjanna (NSA) aðgang að ljósleiðurum, sem gerði NSA meðal annars kleift að fylgjast með símtölum, sms skilaboðum og tölvupósti sem fóru um ljósleiðarann, nær öllum rafrænum sendingum dönsku þjóðarinnar. „Þetta eru óþægilegar fréttir fyrir margra hluta sakir, ekki síst vegna þess að þetta snertir Íslendinga með beinum hætti. Öll fjarskipti Íslendinga fara í gegnum þrjá sæstrengi sem allir liggja í gegnum danskt yfirráðasvæði. Allir tölvupóstarnir, öll skjölin, allir fjarfundirnir, öll okkar fjarskipti fara í gegnum þessa sæstrengi,“ sagði Smári McCarthy í óundirburnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.vísir/vilhelm Þar beindi hann þeirri spurningu að Guðlaugi Þór Þórðarssyni, hvort að hann hefði rætt málið við norræna kollega sína, hvort að bandarísk yfirvöld hafi farið fram á það með beinum hætti að njósna hér á landi og hvort ráðherra hafi leitast eftir upplýsingum um málið. Vill að utanríkismálanefnd taki málið fyrir Í svari ráðherra kom fram að hann teldi málið alvarlegt og til stæði að ræða það sérstaklega á fundi norrænna ráðherra sem fram færi á næstunni. Telur hann yfirvöld hér á landi þurfi að beina sjónum sínum að netöryggismálum. „Ég ligg ekkert á þeirri skoðun minni að mér finnst við ekki vera nógu vakandi þegar kemur að þeim málaflokki,“ sagði Guðlaugur Þór sem var sammála Smára að um þjóðaröryggismál væri að ræða. Enginn hafi hins vegar komið til hans frá Bandaríkjunum eða öðrum ríkjum til að fá leyfi ráðherra til að njósna um Íslendinga. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Smári óskað eftir því að málið verði tekið fyrir á vettvangi utanríkismálanefndar þingsins, óskað verði eftir upplýsingum um málið frá utanríkisráðuneytinu, auk þess að krafist verði skýringa frá dönskum stjórnvöldum, mögulega bandarískum.
Alþingi Bandaríkin Danmörk Tölvuárásir Utanríkismál Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira