Fyrirsögn aldarinnar: „Samtök atvinnulífsins telja gott svigrúm til launahækkana almenns starfsfólks“ Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 24. september 2020 15:32 Nei þetta hefur þú aldrei lesið í fréttum. Þetta munt þú líklega aldrei lesa í fréttum. Aldrei nokkurntímann hafa atvinnurekendur sagt að það sé gott svigrúm til þess að hækka laun. Á góðæristímum þá eru blikur á lofti. Á þenslutímum er ætíð óvissa framundan og líkur á að eitthvað slæmt gerist ef laun verða hækkuð. Á krepputímum þá er ekki svigrúm til launahækkana. Á „venjulegum“ tímum er ekki svigrúm til launahækkana að mati fyrirtækjanna því það sé ekki nægt súrefni í atvinnulífinu (vantar þensluna). Við þekkjum þessar fyrirsagnir fulltrúa atvinnurekenda. Nýjasti frasinn hjá Samtökum atvinnulífsins, jafnvel með góðum stuðningi fyrrverandi starfsfólks samtakanna, er að nú séu ekki forsendur fyrir launahækkunum, það sé forsendubrestur. Hvaða forsendubrestur er það sem verið er að vísa í? Kjarasamningar voru gerðir fyrrihluta árs 2019 sem gilda til loka árs 2022. Samningarnir innihalda forsenduákvæði sem snúa að því að tryggja að kaupmáttur launa aukist, stýrivextir lækki verulega og að efndum stjórnvalda í tengslum við kjarasamningana. Þar er ekkert talað um svigrúm til launahækkana. Því er ekki forsendubrestur á þeim forsendum sem atvinnurekendur eru að blása út í tómið þessa dagana. Aldrei nokkurn tímann hefur SA krafist þess að banna ætti verðtrygginguna. Eru samtök atvinnulífsins núna að komast á þann stað að þau telji ástæðu til að banna verðtrygginguna? Ætli Samtök atvinnulífsins séu að komast á þann stað í skoðunum að það þurfi að fara að tryggja að verðmætunum verði skipt með réttlátum hætti í samfélaginu? Ég hlakka til að sjá fyrirsögnina sem hlýtur að blasa við fljótlega og gæti hljómað svo „Gott svigrúm er til launahækkana almenns launafólks að mati Samtaka atvinnulífsins“. Nei ég mun ekki halda niðri í mér andanum og bíða eftir því. Við þurfum að standa vörð um hagsmuni launafólks. Hagur fyrirtækjanna veltur alfarið á því hver fjárhagsleg staða launafólks er á þessum samdráttartímum. Með innlendri verslun og innlendri neyslu höldum við hjólunum gangandi. Höfundur er formaður RSÍ og 1. varaforseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kristján Þórður Snæbjarnarson Mest lesið Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þjórsá - hvað er að gerast? Oddur Guðni Bjarnason Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Viljum við deyja út? Friðrik Snær Björnsson Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder Skoðun Á hvaða vegferð er Þjóðminjasafn Íslands? Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir Skoðun Áhrif breytinga á veiðigjaldi – staðreyndir og áhrif nýs frumvarps Viðar Elíasson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Skoðun Áhrif breytinga á veiðigjaldi – staðreyndir og áhrif nýs frumvarps Viðar Elíasson skrifar Skoðun Þjórsá - hvað er að gerast? Oddur Guðni Bjarnason skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er Þjóðminjasafn Íslands? Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Viljum við deyja út? Friðrik Snær Björnsson skrifar Skoðun Sterk stjórn – klofin andstaða Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn eitt dæmið um viðurstyggilega meðferð okkar Íslendinga á dýrum Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nei þetta hefur þú aldrei lesið í fréttum. Þetta munt þú líklega aldrei lesa í fréttum. Aldrei nokkurntímann hafa atvinnurekendur sagt að það sé gott svigrúm til þess að hækka laun. Á góðæristímum þá eru blikur á lofti. Á þenslutímum er ætíð óvissa framundan og líkur á að eitthvað slæmt gerist ef laun verða hækkuð. Á krepputímum þá er ekki svigrúm til launahækkana. Á „venjulegum“ tímum er ekki svigrúm til launahækkana að mati fyrirtækjanna því það sé ekki nægt súrefni í atvinnulífinu (vantar þensluna). Við þekkjum þessar fyrirsagnir fulltrúa atvinnurekenda. Nýjasti frasinn hjá Samtökum atvinnulífsins, jafnvel með góðum stuðningi fyrrverandi starfsfólks samtakanna, er að nú séu ekki forsendur fyrir launahækkunum, það sé forsendubrestur. Hvaða forsendubrestur er það sem verið er að vísa í? Kjarasamningar voru gerðir fyrrihluta árs 2019 sem gilda til loka árs 2022. Samningarnir innihalda forsenduákvæði sem snúa að því að tryggja að kaupmáttur launa aukist, stýrivextir lækki verulega og að efndum stjórnvalda í tengslum við kjarasamningana. Þar er ekkert talað um svigrúm til launahækkana. Því er ekki forsendubrestur á þeim forsendum sem atvinnurekendur eru að blása út í tómið þessa dagana. Aldrei nokkurn tímann hefur SA krafist þess að banna ætti verðtrygginguna. Eru samtök atvinnulífsins núna að komast á þann stað að þau telji ástæðu til að banna verðtrygginguna? Ætli Samtök atvinnulífsins séu að komast á þann stað í skoðunum að það þurfi að fara að tryggja að verðmætunum verði skipt með réttlátum hætti í samfélaginu? Ég hlakka til að sjá fyrirsögnina sem hlýtur að blasa við fljótlega og gæti hljómað svo „Gott svigrúm er til launahækkana almenns launafólks að mati Samtaka atvinnulífsins“. Nei ég mun ekki halda niðri í mér andanum og bíða eftir því. Við þurfum að standa vörð um hagsmuni launafólks. Hagur fyrirtækjanna veltur alfarið á því hver fjárhagsleg staða launafólks er á þessum samdráttartímum. Með innlendri verslun og innlendri neyslu höldum við hjólunum gangandi. Höfundur er formaður RSÍ og 1. varaforseti ASÍ.
Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun
Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder Skoðun
Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar
Skoðun Áhrif breytinga á veiðigjaldi – staðreyndir og áhrif nýs frumvarps Viðar Elíasson skrifar
Skoðun Enn eitt dæmið um viðurstyggilega meðferð okkar Íslendinga á dýrum Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun
Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder Skoðun
Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir Skoðun