Sjálfstæður réttur til fæðingarorlofs tryggir börnum best umönnun beggja foreldra Ásdís A. Arnalds og Guðný Björk Eydal skrifa 30. september 2020 07:00 Rannsóknir sýna að sem jöfnust skipting fæðingarorlofs á milli feðra og mæðra er besta leiðin til að tryggja börnum umönnun beggja foreldra. Rannsóknir okkar meðal íslenskra foreldra sýna að ef foreldrar deila fæðingarorlofi eru þeir líklegri en aðrir foreldrar til að deila umönnun barna jafnt eftir að orlofi lýkur. Þegar ný lög um fæðingarorlof voru samþykkt árið 2000 var sjálfstæður réttur feðra innleiddur í áföngum (einn mánuður á ári). Íslenskir feður sýndu strax að þeim hafði verið alvara þegar þeir kölluðu eftir auknum sjálfstæðum rétti til orlofs. Þeir tóku að meðaltali 39 daga árið 2001 þegar orlofið var einn mánuður, 68 daga árið 2002 þegar það var tveir mánuðir og svo 97 daga um leið og þeir höfðu fengið rétt til þriggja mánaða orlofs árið 2003. Tæplega 90% feðra tók þá eitthvað fæðingarorlof. Þetta er í takt við það sem hefur gerst í öðrum löndum. Þegar feður hafa öðlast sjálfstæðan fæðingarorlofsrétt þá nýta þeir hann, en rannsóknir sýna líka að mæður nýta alltaf orlof sem foreldrar geta skipt að vild. Sameiginlegur „frjáls“ réttur er því nær eingöngu nýttur af mæðrum. Þetta sést á meðfylgjandi mynd sem sýnir fjölda daga sem foreldrar taka í fæðingarorlof. Tölurnar eru frá Fæðingarorlofssjóði. Meðalfjöldi daga í fæðingarorlofi: Mæður og feður. Skýringa á þessu misræmi á milli töku mæðra og feðra má finna í kynbundnum hindrunum. Feður virðast eiga erfitt með að taka lengra orlof en sem nemur sjálfstæðum rétti þeirra og hann virðist verða að einhvers konar viðmiði um hvað sé hæfilegt. Á sama tíma sýna rannsóknir að mæður sem taka styttra orlof fá skilaboð frá umhverfinu um að það sé ekki við hæfi. Þó margt hafi breyst varðandi viðhorf til foreldrahlutverksins þá er enn grunnt á eldri hugmyndum um að feður eigi að vera útvinnandi og mæður eigi að vera heimavinnandi og sinna umönnun. Þessar tölur sýna glögglega að til þess að tryggja börnum betur umönnun beggja foreldra þarf að auka sjálfstæðan rétt foreldra til fæðingarorlofs eins og lagt er til í nýju frumvarpi þar sem hvert foreldri fær sjálfstæðan rétt til 5 mánaða, í stað 4 mánaða eins og nú er, og geta svo ráðstafað 2 mánuðum að vild. Miðað við fyrri reynslu mun það því þýða að mæður munu taka 7 mánuði en feður 5 mánuði. Guðný Björk Eydal, prófessor við Félagsráðgjafardeild HÍ Ásdís A. Arnalds, doktorsnemi við Félagsráðgjafardeild HÍ og verkefnisstjóri á Félagsvísindastofnun HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Jafnréttismál Félagsmál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Rannsóknir sýna að sem jöfnust skipting fæðingarorlofs á milli feðra og mæðra er besta leiðin til að tryggja börnum umönnun beggja foreldra. Rannsóknir okkar meðal íslenskra foreldra sýna að ef foreldrar deila fæðingarorlofi eru þeir líklegri en aðrir foreldrar til að deila umönnun barna jafnt eftir að orlofi lýkur. Þegar ný lög um fæðingarorlof voru samþykkt árið 2000 var sjálfstæður réttur feðra innleiddur í áföngum (einn mánuður á ári). Íslenskir feður sýndu strax að þeim hafði verið alvara þegar þeir kölluðu eftir auknum sjálfstæðum rétti til orlofs. Þeir tóku að meðaltali 39 daga árið 2001 þegar orlofið var einn mánuður, 68 daga árið 2002 þegar það var tveir mánuðir og svo 97 daga um leið og þeir höfðu fengið rétt til þriggja mánaða orlofs árið 2003. Tæplega 90% feðra tók þá eitthvað fæðingarorlof. Þetta er í takt við það sem hefur gerst í öðrum löndum. Þegar feður hafa öðlast sjálfstæðan fæðingarorlofsrétt þá nýta þeir hann, en rannsóknir sýna líka að mæður nýta alltaf orlof sem foreldrar geta skipt að vild. Sameiginlegur „frjáls“ réttur er því nær eingöngu nýttur af mæðrum. Þetta sést á meðfylgjandi mynd sem sýnir fjölda daga sem foreldrar taka í fæðingarorlof. Tölurnar eru frá Fæðingarorlofssjóði. Meðalfjöldi daga í fæðingarorlofi: Mæður og feður. Skýringa á þessu misræmi á milli töku mæðra og feðra má finna í kynbundnum hindrunum. Feður virðast eiga erfitt með að taka lengra orlof en sem nemur sjálfstæðum rétti þeirra og hann virðist verða að einhvers konar viðmiði um hvað sé hæfilegt. Á sama tíma sýna rannsóknir að mæður sem taka styttra orlof fá skilaboð frá umhverfinu um að það sé ekki við hæfi. Þó margt hafi breyst varðandi viðhorf til foreldrahlutverksins þá er enn grunnt á eldri hugmyndum um að feður eigi að vera útvinnandi og mæður eigi að vera heimavinnandi og sinna umönnun. Þessar tölur sýna glögglega að til þess að tryggja börnum betur umönnun beggja foreldra þarf að auka sjálfstæðan rétt foreldra til fæðingarorlofs eins og lagt er til í nýju frumvarpi þar sem hvert foreldri fær sjálfstæðan rétt til 5 mánaða, í stað 4 mánaða eins og nú er, og geta svo ráðstafað 2 mánuðum að vild. Miðað við fyrri reynslu mun það því þýða að mæður munu taka 7 mánuði en feður 5 mánuði. Guðný Björk Eydal, prófessor við Félagsráðgjafardeild HÍ Ásdís A. Arnalds, doktorsnemi við Félagsráðgjafardeild HÍ og verkefnisstjóri á Félagsvísindastofnun HÍ
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar