Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í morgun sem hafði verið með öxi á almannafæri. Maðurinn var vistaður í fangageymslu á lögreglustöð við Hverfisgötu. Þess er ekki getið í tilkynningu lögreglu hvar í borginni maðurinn var nákvæmlega á ferli.
Þá var lögreglu tilkynnt um innbrot í nýbyggingu á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Frekari upplýsingar voru ekki skráðar um málið í tilkynningu lögreglu.