Með ást og kærleik Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 15. október 2020 16:00 Í þessu því ólíkindina ástandi sem nú ríkir hefur Þríeykið okkar sinnt sínu starfi af kærleik og trausti og hefur gert í marga mánuði. Hálft ár í hringiðju heimsfaraldurs er farið að taka á. Því skiptir traustið miklu máli, hvernig skilaboðunum er komið á framfæri og hvernig við tölum hvert við annað. Traust er byggt upp meðal annars á kærleik og umhyggju. Ástarvika Nú stendur yfir ástarvika í Bolungarvík, ein vika á ári sem áhersla er lögð á kærleik og ást. Þessi vika hefur átt sér stað og stund í Bolungarvík síðan árið 2004. Hún byggir á hugmynd sem kemur frá Soffíu Vagnsdóttur. Í gegnum árin hefur þessari viku fylgt menningardagskrá með tónleikum, ljóðalestri og góðum mat því það er svo auðveld leið að flytja kærleik áfram með þeim hætti. Markmiðið með því að leggja áherslu á kærleikann í eina viku er einfalt og því auðvelt að tileinka sér það. Ástarvikan ætti að vera haldin á landsvísu á þessum skrýtnu tímum. Það er nefnilega hægt að sýna fólki kærleika þrátt fyrir að það standi að lágmarki í tveggja metra fjarlægð því hann á sér ekki landamæri. Hamingjunefnd Í Skútustaðahreppi við Mývatn starfar hamingjunefnd á vegum sveitarfélagsins, nefnd sem sveitastjórnin ákvað að setja á fót með það að markmiði að auka vellíðan og hamingju íbúa með stefnumiðuðum hætti. Það eitt að setja af stað nefnd gerir okkur ekki hamingjusöm en hún beinir athygli okkar að því að það er skylda samfélagsins að sinna lýðheilsu og geðheilbrigði íbúanna. Í Reykjavík var tendrað ljós á friðarsúlunni í sl. viku, ljós friðar og líka tákn vonar eins og borgarstjóri kom inn á þegar hann kveikti og því mjög viðeigandi á þessum tímum. Það eru því tákn um allt land sem minnir okkur á að sýna hvert öðru kærleika og friðarsúlan og ástarvikan er tákn sem telur. Kærleikurinn birtist með ýmsum hætti en talar alltaf sama tungumáli. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Skútustaðahreppur Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessu því ólíkindina ástandi sem nú ríkir hefur Þríeykið okkar sinnt sínu starfi af kærleik og trausti og hefur gert í marga mánuði. Hálft ár í hringiðju heimsfaraldurs er farið að taka á. Því skiptir traustið miklu máli, hvernig skilaboðunum er komið á framfæri og hvernig við tölum hvert við annað. Traust er byggt upp meðal annars á kærleik og umhyggju. Ástarvika Nú stendur yfir ástarvika í Bolungarvík, ein vika á ári sem áhersla er lögð á kærleik og ást. Þessi vika hefur átt sér stað og stund í Bolungarvík síðan árið 2004. Hún byggir á hugmynd sem kemur frá Soffíu Vagnsdóttur. Í gegnum árin hefur þessari viku fylgt menningardagskrá með tónleikum, ljóðalestri og góðum mat því það er svo auðveld leið að flytja kærleik áfram með þeim hætti. Markmiðið með því að leggja áherslu á kærleikann í eina viku er einfalt og því auðvelt að tileinka sér það. Ástarvikan ætti að vera haldin á landsvísu á þessum skrýtnu tímum. Það er nefnilega hægt að sýna fólki kærleika þrátt fyrir að það standi að lágmarki í tveggja metra fjarlægð því hann á sér ekki landamæri. Hamingjunefnd Í Skútustaðahreppi við Mývatn starfar hamingjunefnd á vegum sveitarfélagsins, nefnd sem sveitastjórnin ákvað að setja á fót með það að markmiði að auka vellíðan og hamingju íbúa með stefnumiðuðum hætti. Það eitt að setja af stað nefnd gerir okkur ekki hamingjusöm en hún beinir athygli okkar að því að það er skylda samfélagsins að sinna lýðheilsu og geðheilbrigði íbúanna. Í Reykjavík var tendrað ljós á friðarsúlunni í sl. viku, ljós friðar og líka tákn vonar eins og borgarstjóri kom inn á þegar hann kveikti og því mjög viðeigandi á þessum tímum. Það eru því tákn um allt land sem minnir okkur á að sýna hvert öðru kærleika og friðarsúlan og ástarvikan er tákn sem telur. Kærleikurinn birtist með ýmsum hætti en talar alltaf sama tungumáli. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar