Steypa um stjórnarskrá Einar Steingrímsson skrifar 17. október 2020 18:00 Vilji kjósenda hefur verið skýr í 10-15 ár: Yfirgnæfandi meirihluti er sammála helstu breytingum sem frumvarp Stjórnlagaráðs felur í sér. Og yfirgnæfandi meirihluti telur mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá. Gegn þessu er teflt furðurökum: „Það er hættulegt að gera hraðar breytingar.“ En umræðan hefur staðið í tíu ár, með aðkomu gríðarlegs fjölda lærðra og leikra, og kröfurnar um helstu breytingar eru áratugagamlar. „Það eru stórir gallar á frumvarpinu, t.d. X, Y og Z.“ En þau sem þetta segja búa ekki yfir stórasannleik, bara eigin skoðunum. Það verður aldrei alger sátt um stjórnarskrá, en það er stórkostlegur meirihluti fyrir helstu breytingunum. „Þetta er ekki lengur gamla stjórnarskráin frá Danakóngi; það hafa verið gerðar miklar breytingar.“ Það eru reyndar ýkjur, en málið er þær breytingar sem ekki hafa verið gerðar, þrátt fyrir vilja stöðugs yfirgnæfandi meirihluta kjósenda. „Það er ólöglegt að breyta stjórnarskránni nema með samþykki tveggja þinga.“ Já, en af því þjóðin á að vera stjórnarskrárgjafinn, hvorki kóngur né þing, hvað þá eigendur stjórnarflokkanna, þá ætti þingið að sjá sóma sinn í að láta vilja kjósenda ráða. „Frumvarpið veitir forsætisráðherra alræðisvald yfir öðrum ráðherrum.“ En þingið getur sett ráðherra af á einum degi. Hins vegar tekur það marga mánuði að losna við forseta sem samkvæmt núgildandi stjórnarskrá getur skipað og rekið forsætisráðherra eftir geðþótta. Stjórnarskrá verður aldrei fullkomin í augum einstakra borgara. En vilji meirihlutans hlýtur að ráða; þjóðin á að setja stjórnarskrá, ekki þingið eða lítil klíka valdafólks. Þess vegna á þingið að samþykkja það sem meirihluti kjósenda vill, og hætta að hunsa það sem kom fram með skýrum hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir átta árum. Á mánudag er síðasti séns að skrifa undir kröfuna um nýja stjórnarskrá: listar.island.is/Stydjum/74 Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Vilji kjósenda hefur verið skýr í 10-15 ár: Yfirgnæfandi meirihluti er sammála helstu breytingum sem frumvarp Stjórnlagaráðs felur í sér. Og yfirgnæfandi meirihluti telur mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá. Gegn þessu er teflt furðurökum: „Það er hættulegt að gera hraðar breytingar.“ En umræðan hefur staðið í tíu ár, með aðkomu gríðarlegs fjölda lærðra og leikra, og kröfurnar um helstu breytingar eru áratugagamlar. „Það eru stórir gallar á frumvarpinu, t.d. X, Y og Z.“ En þau sem þetta segja búa ekki yfir stórasannleik, bara eigin skoðunum. Það verður aldrei alger sátt um stjórnarskrá, en það er stórkostlegur meirihluti fyrir helstu breytingunum. „Þetta er ekki lengur gamla stjórnarskráin frá Danakóngi; það hafa verið gerðar miklar breytingar.“ Það eru reyndar ýkjur, en málið er þær breytingar sem ekki hafa verið gerðar, þrátt fyrir vilja stöðugs yfirgnæfandi meirihluta kjósenda. „Það er ólöglegt að breyta stjórnarskránni nema með samþykki tveggja þinga.“ Já, en af því þjóðin á að vera stjórnarskrárgjafinn, hvorki kóngur né þing, hvað þá eigendur stjórnarflokkanna, þá ætti þingið að sjá sóma sinn í að láta vilja kjósenda ráða. „Frumvarpið veitir forsætisráðherra alræðisvald yfir öðrum ráðherrum.“ En þingið getur sett ráðherra af á einum degi. Hins vegar tekur það marga mánuði að losna við forseta sem samkvæmt núgildandi stjórnarskrá getur skipað og rekið forsætisráðherra eftir geðþótta. Stjórnarskrá verður aldrei fullkomin í augum einstakra borgara. En vilji meirihlutans hlýtur að ráða; þjóðin á að setja stjórnarskrá, ekki þingið eða lítil klíka valdafólks. Þess vegna á þingið að samþykkja það sem meirihluti kjósenda vill, og hætta að hunsa það sem kom fram með skýrum hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir átta árum. Á mánudag er síðasti séns að skrifa undir kröfuna um nýja stjórnarskrá: listar.island.is/Stydjum/74 Höfundur er stærðfræðingur.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun