Ísland er land þitt Hjörtur Hjartarson skrifar 19. október 2020 10:18 Landið er fagurt og frítt og fólkið líka. Um allt land er dugandi fólk að vinna allskyns þjóðþrifaverk auk þess að sjá sér og sínum farborða. Horfið bara á Landann í Sjónvarpinu. Í stjórnmálum landsins er hins vegar uppi ógnvænleg staða. Í fyrsta skipti í sögu landsins býst Alþingi til þess að hafa að engu úrslit lýðræðislegra kosninga og hefur í átta ár reynt fyrir sér. Til samanburðar getum við litið til vinaþjóðar okkar Breta, rótgróins lýðræðisríkis. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, fór fram 23. júní 2016. Niðurstaðan var að 52% greiddu atkvæði með útgöngu. Tæpum níu mánuðum síðar hafði breska þingið afgreitt málið og staðfest vilja kjósenda. Engu beytti þótt þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit væri ráðgefandi. Engu breytti þótt meiri hluti þingsins væri á móti útgöngunni. Aldrei kom til greina annað en að þingið virti úrslit atkvæðagreiðslunnar sem það boðaði til. Ekkert þjóðþing í lýðræðisríki kallar kjósendur til atkvæðagreiðslu um grundvallarmál og hunsar síðan niðurstöðuna. Þegar Alþingi býst til að hafa að engu úrslit lýðræðislegra kosninga þurfa almennir borgarar í landinu að bregðast við. Og það hafa þeir gert og það var þeim líkt. Á fimmta tug þúsunda hafa undirritað yfirlýsingu þar sem þess er krafist að Alþingi virði úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýja stjórnarskrá sem fram fór 20. október 2012. – ATH! Undirskriftasöfnuninni lýkur á miðnætti í kvöld. Nú, þegar þögnin er rofin um nýju stjórnarskrána, hefur fólk eðlilega skoðanir á einstökum greinum hennar. Staðreyndin er hins vegar sú að við erum ekki á byrjunarreit í stjórnarskrárferlinu heldur á lokasprettinum. Langt lýðræðislegt ferli er að baki og kjósendur hafa kveðið upp sinn dóm, samþykkt að ákveðnar tillögur skuli verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár fyrir Ísland. Aðeins ein grundvallarspurning stendur eftir í stjórnarskrármálinu og hún er þessi: Eru úrslit lýðræðislegra kosninga virt á Íslandi eða ekki? Við hljótum líka að spyrja: Er þjóðin fullvalda eða eru einhver önnur öfl í samfélaginu sem ráða för? Hverjir eiga Ísland? Eru stjórnarhættir í uppsiglingu sem við viljum ekki? Ísland er land þitt og mitt. Látum ekki kæfa draum landsmanna um betra og sanngjarnara samfélag á heilbrigðum grunni. Skrifum undir á www.nystjornarskra.is. Höfundur er stjórnarmaður í Stjórnarskrárfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Hjörtur Hjartarson Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Landið er fagurt og frítt og fólkið líka. Um allt land er dugandi fólk að vinna allskyns þjóðþrifaverk auk þess að sjá sér og sínum farborða. Horfið bara á Landann í Sjónvarpinu. Í stjórnmálum landsins er hins vegar uppi ógnvænleg staða. Í fyrsta skipti í sögu landsins býst Alþingi til þess að hafa að engu úrslit lýðræðislegra kosninga og hefur í átta ár reynt fyrir sér. Til samanburðar getum við litið til vinaþjóðar okkar Breta, rótgróins lýðræðisríkis. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, fór fram 23. júní 2016. Niðurstaðan var að 52% greiddu atkvæði með útgöngu. Tæpum níu mánuðum síðar hafði breska þingið afgreitt málið og staðfest vilja kjósenda. Engu beytti þótt þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit væri ráðgefandi. Engu breytti þótt meiri hluti þingsins væri á móti útgöngunni. Aldrei kom til greina annað en að þingið virti úrslit atkvæðagreiðslunnar sem það boðaði til. Ekkert þjóðþing í lýðræðisríki kallar kjósendur til atkvæðagreiðslu um grundvallarmál og hunsar síðan niðurstöðuna. Þegar Alþingi býst til að hafa að engu úrslit lýðræðislegra kosninga þurfa almennir borgarar í landinu að bregðast við. Og það hafa þeir gert og það var þeim líkt. Á fimmta tug þúsunda hafa undirritað yfirlýsingu þar sem þess er krafist að Alþingi virði úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýja stjórnarskrá sem fram fór 20. október 2012. – ATH! Undirskriftasöfnuninni lýkur á miðnætti í kvöld. Nú, þegar þögnin er rofin um nýju stjórnarskrána, hefur fólk eðlilega skoðanir á einstökum greinum hennar. Staðreyndin er hins vegar sú að við erum ekki á byrjunarreit í stjórnarskrárferlinu heldur á lokasprettinum. Langt lýðræðislegt ferli er að baki og kjósendur hafa kveðið upp sinn dóm, samþykkt að ákveðnar tillögur skuli verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár fyrir Ísland. Aðeins ein grundvallarspurning stendur eftir í stjórnarskrármálinu og hún er þessi: Eru úrslit lýðræðislegra kosninga virt á Íslandi eða ekki? Við hljótum líka að spyrja: Er þjóðin fullvalda eða eru einhver önnur öfl í samfélaginu sem ráða för? Hverjir eiga Ísland? Eru stjórnarhættir í uppsiglingu sem við viljum ekki? Ísland er land þitt og mitt. Látum ekki kæfa draum landsmanna um betra og sanngjarnara samfélag á heilbrigðum grunni. Skrifum undir á www.nystjornarskra.is. Höfundur er stjórnarmaður í Stjórnarskrárfélaginu.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar