Einn var fluttur á slysadeild til skoðunar eftir árekstur á Arnarneshæð í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er viðkomandi með minniháttar áverka.
Sjúkrabíll og dælubíll var sendur á vettvang. Myndir frá vettvangi sýna að töluverðar skemmdir urðu á öðrum bílnum við áreksturinn.
