Framhaldsskólinn á tímum Kórónuveirunnar Kristinn Þorsteinsson skrifar 12. nóvember 2020 13:02 Það eru margir sem hafa áhyggjur af ungu fólki í framhaldsskólum og stöðu þeirra á tímum kórónuveirunnar. Það er af hinu góða og vonandi ber okkur gæfa til að fara í gegnum þessa tíma án þess að unga fólkið beri af því varanlegan skaða. Mörg orð hafa fallið og sum þyngri en ástæða er til og sumar ályktanir sem hafa verið dregnar eru ekki í samræmi við sem er að gerast í framhaldsskólunum. Brottfall hefur ekki aukist, hvorki á vorönn 2020 né það sem af er liðið haustannar 2020. Samkvæmt tölum frá framhaldsskólunum hefur brottfall minnkað á báðum önnum. Þar er auðvitað ekki öll sagan sögð. Oft áður hafa nemendur hætt námi og farið í vinnu. Það er erfiðara fyrir nemendur að fá vinnu á Covid tímum en áður og sú staðreynd vinnur á móti brottfalli. Kannanir í skólum eins og MH, BHS og FG hafa ekki bent til þess að miklar breytingar hafi orðið á líðan nemenda. Auðvitað er þetta erfið staða og nemendur sem eiga undir högg að sækja eru í enn erfiðari stöðu en áður. Stóra myndin er samt sú að meginþorri nemenda er við nám, líður þokkalega og þeir standa sig í flestum tilfellum mjög vel og eiga hrós skilið. Hvað er framundan? Það standa öll spjót nú á sóttvarnaryfirvöldum, menntamálayfirvöldum og stjórnendum framhaldsskólanna að hleypa nemendum í meira mæli inn í skólana. Núverandi reglur segja að það skuli vera tveir metrar á milli allra innan skólans, hópar mega ekki vera stærri en tíu og að auki er bannað að fara á milli hópa. Meðan þessar reglur eru í gildi verður bóklegt nám að miklu leyti í fjarnámi og verklegt nám í listgreinum og iðnnámi skerðist að einhverju leyti. Á þessari stundu gilda ekki sömu reglur í framhaldsskólum og efri bekkjum grunnskólanna. Nú er það undir sóttvarnaryfirvöldum komið hversu mikið verður opnað fyrir staðnám á næstu vikum. Öll opnun er til bóta en vissulega er erfiðra að aðlaga áfangaskóla að sóttvarnarhólfum en bekkjarskóla. Það er rétt að hafa í huga hvað skiptir nemendur mestu máli. Það er ekki hvort þeir eru 20, 40, 60 eða 100% í staðnámi. Fjarnám er líka nám og kennurum og nemendum fer stöðugt fram í því. Mikilvægast er fyrir nemendur að geta lifað sem eðlilegustu lífi. Hitt vini sína, skemmt sér og notið þess að stunda félagslíf og æfa íþróttir. Það skiptir nemendur mestu máli að brjóta þessa veiru á bak aftur. Að ná smitum í samfélaginu þannig niður að hægt sé að njóta meira félagslífs. Það eru ekki öll ungmenni í skóla Einnig er gott að átta sig á því að ekki eru öll ungmenni í skóla. Staða þeirra er oft verri en þeirra sem eru í skóla. Hagsmunir þeirra ungmenna er umfram allt að ná tökum á ástandinu þannig að hægt verði að opna fyrir sem eðlilegast líf. Það væri óskandi að kröftum þeirra sem hafa áhyggjur af ungu fólki beindust einnig að því að ná niður smitfjölda á Íslandi og vinna á móti tillögum sem vinna gegn þeim árangri sem við erum vonandi að ná í þeim efnum. Við höfum öll fært fórnir og unga fólkið ekki síst. Ef svo fer að við náum smitum niður á nýjan leik þá skiptir öllu að varðveita þann árangur þar til bóluefni kemur til sögunnar. Sem betur fer virðist vera sem sú bið sé að styttast. Það hefur verið kallað eftir þeim sem bera hagsmuni unga fólksins fyrir brjósti. Ég fullyrði að skólameistarar, skólastjórar og starfsfólk skólanna sem og menntamálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins hafa unnið þrekvirki í málefnum ungs fólks og alltaf haft hagsmuni barna og unglinga í hávegum. Ég er alls ekki á móti umræðu um málefni ungs fólks og gagnrýni er mjög mikilvæg. Það má alltaf gera betur og við erum opin fyrir frekari umræðu og tillögum um hvernig við getum mætt þörfum unga fólksins betur. Höfundur er skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ og formaður Skólameistarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Það eru margir sem hafa áhyggjur af ungu fólki í framhaldsskólum og stöðu þeirra á tímum kórónuveirunnar. Það er af hinu góða og vonandi ber okkur gæfa til að fara í gegnum þessa tíma án þess að unga fólkið beri af því varanlegan skaða. Mörg orð hafa fallið og sum þyngri en ástæða er til og sumar ályktanir sem hafa verið dregnar eru ekki í samræmi við sem er að gerast í framhaldsskólunum. Brottfall hefur ekki aukist, hvorki á vorönn 2020 né það sem af er liðið haustannar 2020. Samkvæmt tölum frá framhaldsskólunum hefur brottfall minnkað á báðum önnum. Þar er auðvitað ekki öll sagan sögð. Oft áður hafa nemendur hætt námi og farið í vinnu. Það er erfiðara fyrir nemendur að fá vinnu á Covid tímum en áður og sú staðreynd vinnur á móti brottfalli. Kannanir í skólum eins og MH, BHS og FG hafa ekki bent til þess að miklar breytingar hafi orðið á líðan nemenda. Auðvitað er þetta erfið staða og nemendur sem eiga undir högg að sækja eru í enn erfiðari stöðu en áður. Stóra myndin er samt sú að meginþorri nemenda er við nám, líður þokkalega og þeir standa sig í flestum tilfellum mjög vel og eiga hrós skilið. Hvað er framundan? Það standa öll spjót nú á sóttvarnaryfirvöldum, menntamálayfirvöldum og stjórnendum framhaldsskólanna að hleypa nemendum í meira mæli inn í skólana. Núverandi reglur segja að það skuli vera tveir metrar á milli allra innan skólans, hópar mega ekki vera stærri en tíu og að auki er bannað að fara á milli hópa. Meðan þessar reglur eru í gildi verður bóklegt nám að miklu leyti í fjarnámi og verklegt nám í listgreinum og iðnnámi skerðist að einhverju leyti. Á þessari stundu gilda ekki sömu reglur í framhaldsskólum og efri bekkjum grunnskólanna. Nú er það undir sóttvarnaryfirvöldum komið hversu mikið verður opnað fyrir staðnám á næstu vikum. Öll opnun er til bóta en vissulega er erfiðra að aðlaga áfangaskóla að sóttvarnarhólfum en bekkjarskóla. Það er rétt að hafa í huga hvað skiptir nemendur mestu máli. Það er ekki hvort þeir eru 20, 40, 60 eða 100% í staðnámi. Fjarnám er líka nám og kennurum og nemendum fer stöðugt fram í því. Mikilvægast er fyrir nemendur að geta lifað sem eðlilegustu lífi. Hitt vini sína, skemmt sér og notið þess að stunda félagslíf og æfa íþróttir. Það skiptir nemendur mestu máli að brjóta þessa veiru á bak aftur. Að ná smitum í samfélaginu þannig niður að hægt sé að njóta meira félagslífs. Það eru ekki öll ungmenni í skóla Einnig er gott að átta sig á því að ekki eru öll ungmenni í skóla. Staða þeirra er oft verri en þeirra sem eru í skóla. Hagsmunir þeirra ungmenna er umfram allt að ná tökum á ástandinu þannig að hægt verði að opna fyrir sem eðlilegast líf. Það væri óskandi að kröftum þeirra sem hafa áhyggjur af ungu fólki beindust einnig að því að ná niður smitfjölda á Íslandi og vinna á móti tillögum sem vinna gegn þeim árangri sem við erum vonandi að ná í þeim efnum. Við höfum öll fært fórnir og unga fólkið ekki síst. Ef svo fer að við náum smitum niður á nýjan leik þá skiptir öllu að varðveita þann árangur þar til bóluefni kemur til sögunnar. Sem betur fer virðist vera sem sú bið sé að styttast. Það hefur verið kallað eftir þeim sem bera hagsmuni unga fólksins fyrir brjósti. Ég fullyrði að skólameistarar, skólastjórar og starfsfólk skólanna sem og menntamálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins hafa unnið þrekvirki í málefnum ungs fólks og alltaf haft hagsmuni barna og unglinga í hávegum. Ég er alls ekki á móti umræðu um málefni ungs fólks og gagnrýni er mjög mikilvæg. Það má alltaf gera betur og við erum opin fyrir frekari umræðu og tillögum um hvernig við getum mætt þörfum unga fólksins betur. Höfundur er skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ og formaður Skólameistarafélags Íslands.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun