Alþingi og utanríkismálin Kristján Guy Burgess skrifar 8. desember 2020 10:31 Í framhaldi af greinum Vilborgar Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðings langaði mig að bæta við umræðuna um hlutverk Alþingis í utanríkismálum þjóðarinnar. Vilborg Ása, sem hefur mikla reynslu af störfum fyrir alþjóðanefndir Alþingis, hefur bent á það, m.a. í greinum hér á Vísi, hversu lítil umræða fer fram á Alþingi um utanríkismál og nauðsyn þess að bæta þar úr. Ég er henni hjartanlega sammála. Að mínu mati er nauðsynlegt að taka til gagngerrar skoðunar fimm þætti við aukna umræðu um utanríkismál innan Alþingis. Pólitískar umræður um utanríkismál þurfa að verða fleiri og dýpri. Síðustu ár hafa umræðurnar að mestu einskoroðast við eina umræðu á ári um skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis um utanríkismál og störf utanríkisþjónustunnar. Það er gott mál og mættu fleiri ráðherrar gefa þinginu árlega skýrslu um sín mál. Hins vegar verður umræðan ekki efnislega djúp þegar svo margt er undir. Ég má þó til með að hrósa núverandi utanríkisráðherra fyrir að hafa gert efni skýrslunnar aðgengilegra, búið til myndskreytta útdrætti á íslensku og ensku og kynnt á síðum ráðuneytisins. Þá hefur verið boðuð frekari umræða um Evrópumál, sem er algjör nauðsyn. En eins og bent hefur verið á, geta umræðurnar verið fleiri og meiri. Þar má nefna um loftslagsmál og utanríkisstefnu, um áskoranir í utanríkismálum vegna Covid-19, afleiðingar af Brexit, og svo framvegis. Samtal við og aðhald með framkvæmdavaldinu í utanríkismálum. Þetta er til viðbótar við einstaka umræður um utanríkismál sem Alþingi hefði frumkvæði að. Það er öllum ráðherrum hollt að eiga í miklu samráði við þingið um sinn málaflokk og það er hlutverk þingsins að hafa eftirlit með og aðhald með framkvæmdavaldinu. Eins og þingsköp kveða á um er lögbundið samráð framkvæmdavaldsins við utanríkismálanefnd um meiriháttar utanríkismál. Ræða má hvort að útvíkka megi betur samráð við þingið allt, t.d með skipulagðri, reglubundinni umræðu í þinginu um stór utanríkismál eins og EES-samninginn og öryggis – og varnarmál Íslands. Þátttaka og aðkoma Alþingis að stefnumótun í utanríkismálum. Sögulega hefur stefnumótun í stórum málum einkum verið unnin af framkvæmdavaldinu en hér þarf mun dýnamískara samband milli þingsins og ríkisstjórnar. Ég vil vísa til tveggja dæma sem ég þekki vel til um stefnumótun í utanríkismálum sem var afar vel heppnuð. Í fyrsta lagi Norðurslóðastefna Íslands sem var lögð fram af þáverandi utanríkisráðherra Össuri Skarphéðinssyni, þróuð í meðförum þingsins og samþykkt einróma árið 2011. Í öðru lagi Þjóðaröryggisstefna Íslands sem Össur lagði fram tillögu um í sinni ráðherratíð að yrði unnin af þverpólitískri þingmannanefnd með faglegum stuðningi úr utanríkisráðuneytinu. Sú nefnd skilaði merku verki og aðrir ráðherrar sáu um að sigla málinu í höfn með stefnu sem var samþykkt af öllum flokkum nema einum, sem þó hefur talið sig bundinn af stefnunni. Þetta eru einungis tvö dæmi til að sýna fram á tækifæri til aukinnar þverpólitískrar stefnumótunar í utanríkismálum, sem unnin er í samvinnu þings og ráðuneytis. Hlutverk og verkefni utanríkismálanefndar Alþingis þarf að taka til gagngerrar skoðunar. Við breytingar á þingsköpum fyrir tæpum áratug urðu breytingar á hlutverki og starfi nefndarinnar sem áður hafði notið meiri sérstöðu í störfum þingsins, t.d. um að einungis þeir sem kosnir væru til setu í nefndinni gætu setið fundi hennar og ríkari trúnaður lagður á þá. Sérstaða utanríkismálanefndar Alþingis er þó enn töluverð, því samkvæmt 24. gr. þingskapa skal utanríkismálanefnd vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál, jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Á þessu kjörtímabili hefur óskrifuð regla um valdajafnvægi; að ekki fari sami flokkur með utanríkisráðuneytið og formennsku í utanríkismálanefnd, verið brotin. Það gerðist síðast fyrir 15 árum og þá átti sami flokkur í hlut og nú. En nú er meira að segja einnig fyrsti varaformaður nefndarinnar einnig úr Sjálfstæðisflokknum. Spyrja má hvort það fyrirkomulag sé eðlilegt út frá hlutverki nefndarinnar. Hvernig nefndin sinnir hlutverki sínu um eftirlit með framkvæmdavaldinu þegar sami flokkur fer með ráðuneytið og allt dagskrárvald nefndarinnar þarfnast umræðu á vettvangi þingsins. Að lokum er nú að störfum nefnd þingmanna, skipuð af forsætisnefnd til að fara yfir störf alþjóðanefnda þingsins. Hvert tilefnið er, er mér ekki að öllu leyti ljóst, en vonandi finnur þessi nefnd leiðina að því að styðja við metnaðarfullt alþjóðastarf Alþingismanna, gera það markvissara og hnýta það starf betur við annað starf í þinginu og eftir atvikum við utanríkisstefnu Íslands. Það væri verra ef verkefni nefndarinnar snerust um að takmarka alþjóðastarfið eða þrengja það. Utanríkismál eru alltaf lykilmál hverrar þjóðar og íslenskri þjóð sérlega mikilvæg, kannski einkum nú þegar hnattræn viðfangsefni marka allt starf stjórnmálanna. Staða okkar í Evrópu, málflutningur okkar á alþjóðavettvangi, áhersla á gildi sem okkur eru mikilvæg í samstarfi við aðrar þjóðir, framlög okkar til þróunarsamvinnu og aðgerðir á alþjóðavísu og í alþjóðasamvinnu gegn loftslagsvá, eru nauðsynleg verkefni stjórnmálanna. Þess vegna þarf meiri lýðræðislega umræðu og marghljóma rödd í þeim málum. Höfundur kennir alþjóðastjórnmál í Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Utanríkismál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Í framhaldi af greinum Vilborgar Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðings langaði mig að bæta við umræðuna um hlutverk Alþingis í utanríkismálum þjóðarinnar. Vilborg Ása, sem hefur mikla reynslu af störfum fyrir alþjóðanefndir Alþingis, hefur bent á það, m.a. í greinum hér á Vísi, hversu lítil umræða fer fram á Alþingi um utanríkismál og nauðsyn þess að bæta þar úr. Ég er henni hjartanlega sammála. Að mínu mati er nauðsynlegt að taka til gagngerrar skoðunar fimm þætti við aukna umræðu um utanríkismál innan Alþingis. Pólitískar umræður um utanríkismál þurfa að verða fleiri og dýpri. Síðustu ár hafa umræðurnar að mestu einskoroðast við eina umræðu á ári um skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis um utanríkismál og störf utanríkisþjónustunnar. Það er gott mál og mættu fleiri ráðherrar gefa þinginu árlega skýrslu um sín mál. Hins vegar verður umræðan ekki efnislega djúp þegar svo margt er undir. Ég má þó til með að hrósa núverandi utanríkisráðherra fyrir að hafa gert efni skýrslunnar aðgengilegra, búið til myndskreytta útdrætti á íslensku og ensku og kynnt á síðum ráðuneytisins. Þá hefur verið boðuð frekari umræða um Evrópumál, sem er algjör nauðsyn. En eins og bent hefur verið á, geta umræðurnar verið fleiri og meiri. Þar má nefna um loftslagsmál og utanríkisstefnu, um áskoranir í utanríkismálum vegna Covid-19, afleiðingar af Brexit, og svo framvegis. Samtal við og aðhald með framkvæmdavaldinu í utanríkismálum. Þetta er til viðbótar við einstaka umræður um utanríkismál sem Alþingi hefði frumkvæði að. Það er öllum ráðherrum hollt að eiga í miklu samráði við þingið um sinn málaflokk og það er hlutverk þingsins að hafa eftirlit með og aðhald með framkvæmdavaldinu. Eins og þingsköp kveða á um er lögbundið samráð framkvæmdavaldsins við utanríkismálanefnd um meiriháttar utanríkismál. Ræða má hvort að útvíkka megi betur samráð við þingið allt, t.d með skipulagðri, reglubundinni umræðu í þinginu um stór utanríkismál eins og EES-samninginn og öryggis – og varnarmál Íslands. Þátttaka og aðkoma Alþingis að stefnumótun í utanríkismálum. Sögulega hefur stefnumótun í stórum málum einkum verið unnin af framkvæmdavaldinu en hér þarf mun dýnamískara samband milli þingsins og ríkisstjórnar. Ég vil vísa til tveggja dæma sem ég þekki vel til um stefnumótun í utanríkismálum sem var afar vel heppnuð. Í fyrsta lagi Norðurslóðastefna Íslands sem var lögð fram af þáverandi utanríkisráðherra Össuri Skarphéðinssyni, þróuð í meðförum þingsins og samþykkt einróma árið 2011. Í öðru lagi Þjóðaröryggisstefna Íslands sem Össur lagði fram tillögu um í sinni ráðherratíð að yrði unnin af þverpólitískri þingmannanefnd með faglegum stuðningi úr utanríkisráðuneytinu. Sú nefnd skilaði merku verki og aðrir ráðherrar sáu um að sigla málinu í höfn með stefnu sem var samþykkt af öllum flokkum nema einum, sem þó hefur talið sig bundinn af stefnunni. Þetta eru einungis tvö dæmi til að sýna fram á tækifæri til aukinnar þverpólitískrar stefnumótunar í utanríkismálum, sem unnin er í samvinnu þings og ráðuneytis. Hlutverk og verkefni utanríkismálanefndar Alþingis þarf að taka til gagngerrar skoðunar. Við breytingar á þingsköpum fyrir tæpum áratug urðu breytingar á hlutverki og starfi nefndarinnar sem áður hafði notið meiri sérstöðu í störfum þingsins, t.d. um að einungis þeir sem kosnir væru til setu í nefndinni gætu setið fundi hennar og ríkari trúnaður lagður á þá. Sérstaða utanríkismálanefndar Alþingis er þó enn töluverð, því samkvæmt 24. gr. þingskapa skal utanríkismálanefnd vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál, jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Á þessu kjörtímabili hefur óskrifuð regla um valdajafnvægi; að ekki fari sami flokkur með utanríkisráðuneytið og formennsku í utanríkismálanefnd, verið brotin. Það gerðist síðast fyrir 15 árum og þá átti sami flokkur í hlut og nú. En nú er meira að segja einnig fyrsti varaformaður nefndarinnar einnig úr Sjálfstæðisflokknum. Spyrja má hvort það fyrirkomulag sé eðlilegt út frá hlutverki nefndarinnar. Hvernig nefndin sinnir hlutverki sínu um eftirlit með framkvæmdavaldinu þegar sami flokkur fer með ráðuneytið og allt dagskrárvald nefndarinnar þarfnast umræðu á vettvangi þingsins. Að lokum er nú að störfum nefnd þingmanna, skipuð af forsætisnefnd til að fara yfir störf alþjóðanefnda þingsins. Hvert tilefnið er, er mér ekki að öllu leyti ljóst, en vonandi finnur þessi nefnd leiðina að því að styðja við metnaðarfullt alþjóðastarf Alþingismanna, gera það markvissara og hnýta það starf betur við annað starf í þinginu og eftir atvikum við utanríkisstefnu Íslands. Það væri verra ef verkefni nefndarinnar snerust um að takmarka alþjóðastarfið eða þrengja það. Utanríkismál eru alltaf lykilmál hverrar þjóðar og íslenskri þjóð sérlega mikilvæg, kannski einkum nú þegar hnattræn viðfangsefni marka allt starf stjórnmálanna. Staða okkar í Evrópu, málflutningur okkar á alþjóðavettvangi, áhersla á gildi sem okkur eru mikilvæg í samstarfi við aðrar þjóðir, framlög okkar til þróunarsamvinnu og aðgerðir á alþjóðavísu og í alþjóðasamvinnu gegn loftslagsvá, eru nauðsynleg verkefni stjórnmálanna. Þess vegna þarf meiri lýðræðislega umræðu og marghljóma rödd í þeim málum. Höfundur kennir alþjóðastjórnmál í Háskóla Íslands.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun