Sá er sjálfstæður sem stendur undir sjálfum sér Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 11. desember 2020 13:01 Sameining sveitarfélaga hefur verið til umræðu svo langt sem ég man aftur. Minni sveitarfélög þurfa að sameinast ef við viljum efla sveitarstjórnarstigið, allt annað hamlar framþróun og sameiningarkrafti þess. Með óbreyttu ástandi erum við að fara illa með skattfé, yfirstjórnin er dýr og engin sanngirni er í því að íbúar annarra sveitarfélaga niðurgreiði rekstur sveitarfélags sem stendur ekki undir sinni eigin grunnþjónustu og rekstri. Einhverjir þingmenn hafa sett sig á móti þvinguðum sameiningum og tala um frelsið. Fínt. En á sama tíma og við höfum sveitarfélög sem standa ekki undir grunnrekstri sínum og hátt í helmingur tekna þeirra kemur úr Jöfnunarsjóði, verðum við að staldra við. Við þurfum að sama skapi svör við því hvers vegna ekki eru settir enn öflugri hvatar inn í kerfi Jöfnunarsjóðs þannig að það verði einfaldlega of hagkvæmt að sameinast til að gera það ekki, þá mun sameining sveitarfélaga ganga harðar. Höfum það líka alveg á hreinu að sameining sveitarfélaga snýst um hagræðingu með því að sameina stjórnsýslu. Hún snýst ekki um að sameina íþróttafélög eða þorrablót. Í Reykjanesbæ keppa Keflavík og Njarðvík áfram innbyrðis í körfunni og í Garðabæ, eftir sameiningu Garðabæjar og Álftaness, eru enn haldin tvö þorrablót. Það er lágmark að umræddir þingmenn standi við orð sín og leggi loksins til breytingar á Jöfnunarsjóði sem oft á ekkert skylt með jöfnuði þar stór hluti af útgjöldum ríkisins vegna byggðamála fer í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Að lokum örlítið meira um frelsið og Jöfnunarsjóð. Af hverju er sveitarfélagi eins og Garðabæ refsað fyrir ráðdeild í rekstri og lágar álögur? Það er nefnilega þannig að ef álögur eru ekki í botni og íbúar sveitarfélags borga ekki hæstu mögulegu skatta þá lækka greiðslur Jöfnunarsjóðs til viðkomandi sveitarfélags. Þetta skerðir sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Hvar er frelsið og er pólítík í regluverki Jöfnunarsjóðs? Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Garðabær Sveitarstjórnarmál Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Sameining sveitarfélaga hefur verið til umræðu svo langt sem ég man aftur. Minni sveitarfélög þurfa að sameinast ef við viljum efla sveitarstjórnarstigið, allt annað hamlar framþróun og sameiningarkrafti þess. Með óbreyttu ástandi erum við að fara illa með skattfé, yfirstjórnin er dýr og engin sanngirni er í því að íbúar annarra sveitarfélaga niðurgreiði rekstur sveitarfélags sem stendur ekki undir sinni eigin grunnþjónustu og rekstri. Einhverjir þingmenn hafa sett sig á móti þvinguðum sameiningum og tala um frelsið. Fínt. En á sama tíma og við höfum sveitarfélög sem standa ekki undir grunnrekstri sínum og hátt í helmingur tekna þeirra kemur úr Jöfnunarsjóði, verðum við að staldra við. Við þurfum að sama skapi svör við því hvers vegna ekki eru settir enn öflugri hvatar inn í kerfi Jöfnunarsjóðs þannig að það verði einfaldlega of hagkvæmt að sameinast til að gera það ekki, þá mun sameining sveitarfélaga ganga harðar. Höfum það líka alveg á hreinu að sameining sveitarfélaga snýst um hagræðingu með því að sameina stjórnsýslu. Hún snýst ekki um að sameina íþróttafélög eða þorrablót. Í Reykjanesbæ keppa Keflavík og Njarðvík áfram innbyrðis í körfunni og í Garðabæ, eftir sameiningu Garðabæjar og Álftaness, eru enn haldin tvö þorrablót. Það er lágmark að umræddir þingmenn standi við orð sín og leggi loksins til breytingar á Jöfnunarsjóði sem oft á ekkert skylt með jöfnuði þar stór hluti af útgjöldum ríkisins vegna byggðamála fer í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Að lokum örlítið meira um frelsið og Jöfnunarsjóð. Af hverju er sveitarfélagi eins og Garðabæ refsað fyrir ráðdeild í rekstri og lágar álögur? Það er nefnilega þannig að ef álögur eru ekki í botni og íbúar sveitarfélags borga ekki hæstu mögulegu skatta þá lækka greiðslur Jöfnunarsjóðs til viðkomandi sveitarfélags. Þetta skerðir sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Hvar er frelsið og er pólítík í regluverki Jöfnunarsjóðs? Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar