Sá er sjálfstæður sem stendur undir sjálfum sér Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 11. desember 2020 13:01 Sameining sveitarfélaga hefur verið til umræðu svo langt sem ég man aftur. Minni sveitarfélög þurfa að sameinast ef við viljum efla sveitarstjórnarstigið, allt annað hamlar framþróun og sameiningarkrafti þess. Með óbreyttu ástandi erum við að fara illa með skattfé, yfirstjórnin er dýr og engin sanngirni er í því að íbúar annarra sveitarfélaga niðurgreiði rekstur sveitarfélags sem stendur ekki undir sinni eigin grunnþjónustu og rekstri. Einhverjir þingmenn hafa sett sig á móti þvinguðum sameiningum og tala um frelsið. Fínt. En á sama tíma og við höfum sveitarfélög sem standa ekki undir grunnrekstri sínum og hátt í helmingur tekna þeirra kemur úr Jöfnunarsjóði, verðum við að staldra við. Við þurfum að sama skapi svör við því hvers vegna ekki eru settir enn öflugri hvatar inn í kerfi Jöfnunarsjóðs þannig að það verði einfaldlega of hagkvæmt að sameinast til að gera það ekki, þá mun sameining sveitarfélaga ganga harðar. Höfum það líka alveg á hreinu að sameining sveitarfélaga snýst um hagræðingu með því að sameina stjórnsýslu. Hún snýst ekki um að sameina íþróttafélög eða þorrablót. Í Reykjanesbæ keppa Keflavík og Njarðvík áfram innbyrðis í körfunni og í Garðabæ, eftir sameiningu Garðabæjar og Álftaness, eru enn haldin tvö þorrablót. Það er lágmark að umræddir þingmenn standi við orð sín og leggi loksins til breytingar á Jöfnunarsjóði sem oft á ekkert skylt með jöfnuði þar stór hluti af útgjöldum ríkisins vegna byggðamála fer í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Að lokum örlítið meira um frelsið og Jöfnunarsjóð. Af hverju er sveitarfélagi eins og Garðabæ refsað fyrir ráðdeild í rekstri og lágar álögur? Það er nefnilega þannig að ef álögur eru ekki í botni og íbúar sveitarfélags borga ekki hæstu mögulegu skatta þá lækka greiðslur Jöfnunarsjóðs til viðkomandi sveitarfélags. Þetta skerðir sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Hvar er frelsið og er pólítík í regluverki Jöfnunarsjóðs? Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Garðabær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Sjá meira
Sameining sveitarfélaga hefur verið til umræðu svo langt sem ég man aftur. Minni sveitarfélög þurfa að sameinast ef við viljum efla sveitarstjórnarstigið, allt annað hamlar framþróun og sameiningarkrafti þess. Með óbreyttu ástandi erum við að fara illa með skattfé, yfirstjórnin er dýr og engin sanngirni er í því að íbúar annarra sveitarfélaga niðurgreiði rekstur sveitarfélags sem stendur ekki undir sinni eigin grunnþjónustu og rekstri. Einhverjir þingmenn hafa sett sig á móti þvinguðum sameiningum og tala um frelsið. Fínt. En á sama tíma og við höfum sveitarfélög sem standa ekki undir grunnrekstri sínum og hátt í helmingur tekna þeirra kemur úr Jöfnunarsjóði, verðum við að staldra við. Við þurfum að sama skapi svör við því hvers vegna ekki eru settir enn öflugri hvatar inn í kerfi Jöfnunarsjóðs þannig að það verði einfaldlega of hagkvæmt að sameinast til að gera það ekki, þá mun sameining sveitarfélaga ganga harðar. Höfum það líka alveg á hreinu að sameining sveitarfélaga snýst um hagræðingu með því að sameina stjórnsýslu. Hún snýst ekki um að sameina íþróttafélög eða þorrablót. Í Reykjanesbæ keppa Keflavík og Njarðvík áfram innbyrðis í körfunni og í Garðabæ, eftir sameiningu Garðabæjar og Álftaness, eru enn haldin tvö þorrablót. Það er lágmark að umræddir þingmenn standi við orð sín og leggi loksins til breytingar á Jöfnunarsjóði sem oft á ekkert skylt með jöfnuði þar stór hluti af útgjöldum ríkisins vegna byggðamála fer í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Að lokum örlítið meira um frelsið og Jöfnunarsjóð. Af hverju er sveitarfélagi eins og Garðabæ refsað fyrir ráðdeild í rekstri og lágar álögur? Það er nefnilega þannig að ef álögur eru ekki í botni og íbúar sveitarfélags borga ekki hæstu mögulegu skatta þá lækka greiðslur Jöfnunarsjóðs til viðkomandi sveitarfélags. Þetta skerðir sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Hvar er frelsið og er pólítík í regluverki Jöfnunarsjóðs? Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun