Búum til betri borg Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 15. desember 2020 16:34 Í dag er síðari umræða borgarstjórnar um fjárhagsáætlun 2021, ársins þar sem stjórnmálamenn þurfa að sýna dug og þor til að stíga stór skref upp úr kórónukreppunni. Við munum fá bóluefni til að lífið fari aftur af stað. Við þurfum líka lýsi fyrir atvinnulífið. Það þarf kraftmiklar fjárfestingaráætlanir sem stuðla að hærra atvinnustigi og bæta opinbera þjónustu. Meirihluti borgarstjórn hefur lagt fram áætlanir um að vinna sig út úr kórónukreppunni með kraftmiklum grænum vexti, í stað þess að mæta tekjufalli með stórfelldum niðurskurði eða hækkun skatta. Við ætlum líka að leggja okkar til, svo að fyrirtæki geti vaxið og ráðið til sín fleira fólk. Því munu fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði lækka nú um áramót. Skynsamleg forgansröðun fjárfestinga Við ætlum að forgangsraða verkefnum í þágu grænna og samfélagslegra innviða, með áherslu á verkefni sem flýta þróun borgarinnar í átt að kolefnishlutlausu samfélagi. Við ætlum að forgangsraða fjárfestingum í þágu verkefna sem munu auka tekjur borgarinnar eða stuðla að rekstrarhagræðingu til framtíðar. Þar á meðal er 10 milljarða fjárfesting á næstu þremur árum í stafrænni umbreytingu, sem á að skila sér í bættri og þægilegri þjónustu og rekstrarhagræðingu. Við munum taka stór skref tekin til nútímavæðingar umsókna skóla, leikskóla og frístunda og umsóknarferla bygginga- og skipulagsfulltrúa. Þróunin í stafrænni tækni er á miklum hraða og sveitarfélögin verða að fylgja þar með. Stöndum saman gegn atvinnuleysi Borgin og atvinnulífið þurfa að standa saman að því að fjölga atvinnutækifærum fyrir borgarbúa og berjast gegn auknu atvinnuleysi. Í þessu fer vöxtur atvinnulífsins, borgarbúa og borgarinnar saman. Við munum því á næsta ári hefja vinnu við gerð atvinnustefnu Reykjavíkurborgar sem hefur það að markmiði að efla fjölbreytileika, sjálfbærni og samkeppnishæfni borgarinnar. Þar munum við leita í smiðju fjölmargra til að tryggja 360 gráðu sýn á því hvernig við viljum styðja við atvinnutækifæri í borginni. Þeirri vinnu á að ljúka í lok næsta árs. Einnig er í undirbúningi að stofna formlegan samstarfsvettvang við atvinnulífið, með það að markmiði að skilja betur þarfir og væntingar, svo hægt sé að laða kraftmikil fyrirtæki að Reykjavík. Líkt og með þjónustu sem við veitum íbúum, viljum við veita fyrirtækjum skjóta, skilvirka og hnökralausa þjónustu. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að borgin og atvinnulífið vinni saman. Styðjum við upprisu ferðaþjónstu Við gerum ráð fyrir að erlendir gestir muni snúa til Reykjavíkur á næsta ári. Nýsamþykkt ferðamálastefna Reykjavíkur verður lykillinn að því að styðja við ferðaþjónustuna til að rísa upp aftur og styrkja endurreisn efnahagslífsins. Unnið hefur hefur verið ötullega að því borgin verði tilbúin þegar rútunum og bílaleigubílunum fjölgar og hótelherbergin fyllast aftur. Ferðamálastefnan leggur áherslu á að Reykjavík verði þekkt sem sjálfstæður áfangastaður í huga ferðalanga sem hingað koma. Hún mun draga fram sérstöðu borgarinnar sem: öruggrar, vinalegrar nútímaborgar sem iðar af menningarlífi og er í nálægð við náttúruperlur. Farið verður í stærstu markaðsherferð sem borgin hefur ráðist í gagnvart erlendum ferðamönnum um árabil til að hvetja ferðamenn til að sækja Reykjavík heim og haldið verður áfram að beina athygli innlendra ferðamanna á þá möguleika sem hér bjóðast. Lögð verður áhersla á samstarf við Íslandsstofu, Samtök ferðaþjónustunnar og aðra hagsmunaaðila til að upprisa ferðaþjónustunnar í Reykjavík geti orðið sem kröftugust. Eins og á öðrum sviðum borgarinnar verður ráðist í stafræna byltingu í ferðaþjónustunni, sem mun koma öllum íbúum Reykjavíkur og gestum til góða. Borgin verður betri staður til að búa, lifa, vinna og heimsækja Markmið þessa meirihluta er að þjónusta borgarinnar verði áfram góð og að Reykjavík verði áfram í forystu sveitarfélaga við að stuðla að nýjungum, þróa notendamiðaða þjónustu og að tryggja að við öll getum fundið okkar stað hér í tilverunni. Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika munum við halda áfram að gera góða borg betri. Við ætlum að stíga stór skref í því að gera borgina okkar að betri stað til að búa, lifa, vinna og heimsækja. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Í dag er síðari umræða borgarstjórnar um fjárhagsáætlun 2021, ársins þar sem stjórnmálamenn þurfa að sýna dug og þor til að stíga stór skref upp úr kórónukreppunni. Við munum fá bóluefni til að lífið fari aftur af stað. Við þurfum líka lýsi fyrir atvinnulífið. Það þarf kraftmiklar fjárfestingaráætlanir sem stuðla að hærra atvinnustigi og bæta opinbera þjónustu. Meirihluti borgarstjórn hefur lagt fram áætlanir um að vinna sig út úr kórónukreppunni með kraftmiklum grænum vexti, í stað þess að mæta tekjufalli með stórfelldum niðurskurði eða hækkun skatta. Við ætlum líka að leggja okkar til, svo að fyrirtæki geti vaxið og ráðið til sín fleira fólk. Því munu fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði lækka nú um áramót. Skynsamleg forgansröðun fjárfestinga Við ætlum að forgangsraða verkefnum í þágu grænna og samfélagslegra innviða, með áherslu á verkefni sem flýta þróun borgarinnar í átt að kolefnishlutlausu samfélagi. Við ætlum að forgangsraða fjárfestingum í þágu verkefna sem munu auka tekjur borgarinnar eða stuðla að rekstrarhagræðingu til framtíðar. Þar á meðal er 10 milljarða fjárfesting á næstu þremur árum í stafrænni umbreytingu, sem á að skila sér í bættri og þægilegri þjónustu og rekstrarhagræðingu. Við munum taka stór skref tekin til nútímavæðingar umsókna skóla, leikskóla og frístunda og umsóknarferla bygginga- og skipulagsfulltrúa. Þróunin í stafrænni tækni er á miklum hraða og sveitarfélögin verða að fylgja þar með. Stöndum saman gegn atvinnuleysi Borgin og atvinnulífið þurfa að standa saman að því að fjölga atvinnutækifærum fyrir borgarbúa og berjast gegn auknu atvinnuleysi. Í þessu fer vöxtur atvinnulífsins, borgarbúa og borgarinnar saman. Við munum því á næsta ári hefja vinnu við gerð atvinnustefnu Reykjavíkurborgar sem hefur það að markmiði að efla fjölbreytileika, sjálfbærni og samkeppnishæfni borgarinnar. Þar munum við leita í smiðju fjölmargra til að tryggja 360 gráðu sýn á því hvernig við viljum styðja við atvinnutækifæri í borginni. Þeirri vinnu á að ljúka í lok næsta árs. Einnig er í undirbúningi að stofna formlegan samstarfsvettvang við atvinnulífið, með það að markmiði að skilja betur þarfir og væntingar, svo hægt sé að laða kraftmikil fyrirtæki að Reykjavík. Líkt og með þjónustu sem við veitum íbúum, viljum við veita fyrirtækjum skjóta, skilvirka og hnökralausa þjónustu. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að borgin og atvinnulífið vinni saman. Styðjum við upprisu ferðaþjónstu Við gerum ráð fyrir að erlendir gestir muni snúa til Reykjavíkur á næsta ári. Nýsamþykkt ferðamálastefna Reykjavíkur verður lykillinn að því að styðja við ferðaþjónustuna til að rísa upp aftur og styrkja endurreisn efnahagslífsins. Unnið hefur hefur verið ötullega að því borgin verði tilbúin þegar rútunum og bílaleigubílunum fjölgar og hótelherbergin fyllast aftur. Ferðamálastefnan leggur áherslu á að Reykjavík verði þekkt sem sjálfstæður áfangastaður í huga ferðalanga sem hingað koma. Hún mun draga fram sérstöðu borgarinnar sem: öruggrar, vinalegrar nútímaborgar sem iðar af menningarlífi og er í nálægð við náttúruperlur. Farið verður í stærstu markaðsherferð sem borgin hefur ráðist í gagnvart erlendum ferðamönnum um árabil til að hvetja ferðamenn til að sækja Reykjavík heim og haldið verður áfram að beina athygli innlendra ferðamanna á þá möguleika sem hér bjóðast. Lögð verður áhersla á samstarf við Íslandsstofu, Samtök ferðaþjónustunnar og aðra hagsmunaaðila til að upprisa ferðaþjónustunnar í Reykjavík geti orðið sem kröftugust. Eins og á öðrum sviðum borgarinnar verður ráðist í stafræna byltingu í ferðaþjónustunni, sem mun koma öllum íbúum Reykjavíkur og gestum til góða. Borgin verður betri staður til að búa, lifa, vinna og heimsækja Markmið þessa meirihluta er að þjónusta borgarinnar verði áfram góð og að Reykjavík verði áfram í forystu sveitarfélaga við að stuðla að nýjungum, þróa notendamiðaða þjónustu og að tryggja að við öll getum fundið okkar stað hér í tilverunni. Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika munum við halda áfram að gera góða borg betri. Við ætlum að stíga stór skref í því að gera borgina okkar að betri stað til að búa, lifa, vinna og heimsækja. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun