Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Heimir Már Pétursson skrifar 30. mars 2020 12:07 Fimm frumvörp koma til annararr og þriðju umræðu á Alþingi í dag og þingsályktun til annarar umræðu og lokaafgreiðslu. Vísir/vilhelm Stefnt er að því að afgreiða sex stjórnarfrumvörp um auknar aðgerðir vegna áhrifa kórónuveirunnar á efnahagslífið frá Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan skorar á stjórnarmeirihlutann að styðja tillögur hennar um rúmlega tvöföldun á framlögum til fjárfestinga á þessu ári. Alþingi kom saman til fundar klukkan tíu í morgun til að ræða sex stjórnarfrumvörp að lokinni nefndarvinnu. Þar munar mest um bandorminn svo kallaða þar sem kveðið er á um breytingar á ýmsum lögum til stuðnings við fyrirtæki og heimili, sérstakt tímabundið fjárfestingarátak á þessu ári og frumvarp til fjáraukalaga þessa árs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir sameiginlegar tillögur stjórnarandstöðuflokkanna allar til úrbóta og skorar á stjórnarflokkana að styðja þær.vísir/vilhelm Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um fjárfestingarátak var gert ráð fyrir 15 milljörðum en meirihluti nefndarinnar hækkar framlögin í 20 milljarða. Stjórnarandstaðan stendur hins vegar saman að tillögum sem myndu auka framlögin um 30 milljarða að sögn forsætisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræddi tillögurnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Er hæstvirtur forsætisráðherra tilbúin til að leyfa sínu þingliði, þingliði meirihlutans, að styðja þessar breytingartillögur séu þær mönnum að skapi. Mun hæstvirtur forsætisráðherra að minnsta kosti gefa sínum þingflokki leyfi til að styðja við þessar breytingartillögur sem horfa mjög til úrbóta," sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra sagði þingmenn nú sem áður aðeins bundna af samvisku sinni í atkvæðagreiðslum um mál og þakkaði stjórnarandstöðunni þá samstöðu sem hún hefði sýnt í nefndum þingsins við afgreiðslu mála. Hlustað hafi verið eftir tillögum hennar þar engu síður en meirihlutans. „Og um það vil ég segj að við erum núna stödd í lok marsmánaðar 2020 og ég hef lagt á það áherslu að það sem við erum að leggja í fjárfestingar núna geti nýst á þessu ári," sagði Katrín. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata sögðu tillögur stjórnarandstöðunnar einnig miða við þetta. Halldóra sagði aðgerðir stjórnvalda flestar bundnar við steynsteypu og saknaði framlaga til græna hagkerfisins og atvinnusköpunar fyrir konur. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði að gera þyrfti meira heldur en minna núna strax. Forsætisráðherra þakkar stjórnarandstöðunni þá samstöðu sem hún hafi sýnt við afgreiðslu mála í nefndum. Hlustað sé eftir sjónarmiðum hennar eins og annarra og boðar fleiri aðgerðir.Vísir/Frikki „Þess vegna brýni ég hæstvirtan forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar til þess að taka í þá útréttu hönd sem er hér frá minnihlutanum. Það er ríkur vilji hér í þessum sal að gera það sem gera þar," sagði Þorsteinn. „Við erum mjög meðvituð um að það munað öllum líkindum þurfa að framlengja hlutabótaleiðina. Við þurfum að sjálfsögðu líka að meta hvernig hún hefur reynst. Við erum meðvituð umað þetta er einn áfangi í dag og það mun meira koma til og það skiptir máli hvað hver og einn hefur verið að segja í þessum sal," sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Stefnt er að því að afgreiða sex stjórnarfrumvörp um auknar aðgerðir vegna áhrifa kórónuveirunnar á efnahagslífið frá Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan skorar á stjórnarmeirihlutann að styðja tillögur hennar um rúmlega tvöföldun á framlögum til fjárfestinga á þessu ári. Alþingi kom saman til fundar klukkan tíu í morgun til að ræða sex stjórnarfrumvörp að lokinni nefndarvinnu. Þar munar mest um bandorminn svo kallaða þar sem kveðið er á um breytingar á ýmsum lögum til stuðnings við fyrirtæki og heimili, sérstakt tímabundið fjárfestingarátak á þessu ári og frumvarp til fjáraukalaga þessa árs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir sameiginlegar tillögur stjórnarandstöðuflokkanna allar til úrbóta og skorar á stjórnarflokkana að styðja þær.vísir/vilhelm Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um fjárfestingarátak var gert ráð fyrir 15 milljörðum en meirihluti nefndarinnar hækkar framlögin í 20 milljarða. Stjórnarandstaðan stendur hins vegar saman að tillögum sem myndu auka framlögin um 30 milljarða að sögn forsætisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræddi tillögurnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Er hæstvirtur forsætisráðherra tilbúin til að leyfa sínu þingliði, þingliði meirihlutans, að styðja þessar breytingartillögur séu þær mönnum að skapi. Mun hæstvirtur forsætisráðherra að minnsta kosti gefa sínum þingflokki leyfi til að styðja við þessar breytingartillögur sem horfa mjög til úrbóta," sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra sagði þingmenn nú sem áður aðeins bundna af samvisku sinni í atkvæðagreiðslum um mál og þakkaði stjórnarandstöðunni þá samstöðu sem hún hefði sýnt í nefndum þingsins við afgreiðslu mála. Hlustað hafi verið eftir tillögum hennar þar engu síður en meirihlutans. „Og um það vil ég segj að við erum núna stödd í lok marsmánaðar 2020 og ég hef lagt á það áherslu að það sem við erum að leggja í fjárfestingar núna geti nýst á þessu ári," sagði Katrín. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata sögðu tillögur stjórnarandstöðunnar einnig miða við þetta. Halldóra sagði aðgerðir stjórnvalda flestar bundnar við steynsteypu og saknaði framlaga til græna hagkerfisins og atvinnusköpunar fyrir konur. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði að gera þyrfti meira heldur en minna núna strax. Forsætisráðherra þakkar stjórnarandstöðunni þá samstöðu sem hún hafi sýnt við afgreiðslu mála í nefndum. Hlustað sé eftir sjónarmiðum hennar eins og annarra og boðar fleiri aðgerðir.Vísir/Frikki „Þess vegna brýni ég hæstvirtan forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar til þess að taka í þá útréttu hönd sem er hér frá minnihlutanum. Það er ríkur vilji hér í þessum sal að gera það sem gera þar," sagði Þorsteinn. „Við erum mjög meðvituð um að það munað öllum líkindum þurfa að framlengja hlutabótaleiðina. Við þurfum að sjálfsögðu líka að meta hvernig hún hefur reynst. Við erum meðvituð umað þetta er einn áfangi í dag og það mun meira koma til og það skiptir máli hvað hver og einn hefur verið að segja í þessum sal," sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira