Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2020 16:42 Orban forsætisráðherra mætir á þingfund þar sem samþykkt var að veita honum ótímabundin neyðarvöld í dag. AP/Zoltan Mathe/MTI Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. Neyðarástandi vegna faraldursins var lýst yfir í Ungverjalandi 11. mars. Samkvæmt opinberum tölum hafa 447 greinst smitaðir af veirunni þar og fimmtán hafa látið lífið. Ákvörðunin um að framlengja neyðarvöld ríkisstjórnarinnar ótímabundið er umdeild í Ungverjalandi og höfðu fleiri en 100.000 manns skrifað undir áksorun til mótmæla henni í dag. Peter Jakab, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Jobbik, segir að lögin sem þingið samþykkti í dag setji lýðræðið í Ungverjalandi í sóttkví. Fidesz-flokkur Orban er með meirihluta á þingi. Þingmenn hans og flokka sem styðja ríkisstjórnina greiddu frumvarpinu atkvæði sitt. Það var samþykkt með 137 atkvæðum gegn 53. Gagnrýnendur ríkisstjórnar Orban og mannréttindasamtök segja að í lögunum felist ákvæði um upplýsingafals sem gætu verið notuð til að fangelsa fréttamenn fyrir að sinna skyldum sínum. Lýðræðislegt eftirlit með aðgerðum stjórnvalda sé jafnframt afnumið. Herlögreglumenn ganga grímuklæddir um götur Búdapestar, höfuðborgar Ungverjalands. Þeir framfylgja ströngu útgöngubanni þar sem fólki er aðeins leyft að yfirgefa heimili sín til að vinna eða sækja nauðsynjar.AP/Zoltan Balogh/MTI Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) hefur einnig lýst áhyggjum af ungversku neyðarlögunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forstöðumaður lýðræðisstofnana- og mannréttindaskrifstofu ÖSE, segir skiljanlegt að ríki vilji geta gripið hratt til aðgerða til að verja borgara sína fyrir faraldrinum. „Hins vegar verður neyðarástand, hvar sem því er lýst yfir og af hvaða ástæðu sem er, að vera í samræmi við markmiðið og aðeins vera í gildi eins lengi og þess að algerlega þörf,“ segir hún. Ríkisstjórnin heldur því aftur á móti fram að hún vilji aðeins hafa frjálsar hendur til að bregðast við faraldrinum, hún ætli sér ekki að takmarka tjáningar- eða fjölmiðlafrelsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Csaba Domotor, aðstoðarráðherra í ríkisstjórn Orban, segir að ekki hafi verið hægt að setja tímamörk á neyðarvöld ríkisstjórnarinnar því að ekki sé hægt að segja til um hversu marga mánuði það taki að ráða við faraldurinn og efnahagslegar afleiðingar hans, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Orban hefur verið sakaður um einræðistilburði. Hann aðhyllist að eigin sögn svokallað „ófrjálslynt lýðræði“. Í stjórnartíð hans hafa nær allir einkareknir fjölmiðlar færst á hendur bandamanna hans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ungverjaland Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. Neyðarástandi vegna faraldursins var lýst yfir í Ungverjalandi 11. mars. Samkvæmt opinberum tölum hafa 447 greinst smitaðir af veirunni þar og fimmtán hafa látið lífið. Ákvörðunin um að framlengja neyðarvöld ríkisstjórnarinnar ótímabundið er umdeild í Ungverjalandi og höfðu fleiri en 100.000 manns skrifað undir áksorun til mótmæla henni í dag. Peter Jakab, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Jobbik, segir að lögin sem þingið samþykkti í dag setji lýðræðið í Ungverjalandi í sóttkví. Fidesz-flokkur Orban er með meirihluta á þingi. Þingmenn hans og flokka sem styðja ríkisstjórnina greiddu frumvarpinu atkvæði sitt. Það var samþykkt með 137 atkvæðum gegn 53. Gagnrýnendur ríkisstjórnar Orban og mannréttindasamtök segja að í lögunum felist ákvæði um upplýsingafals sem gætu verið notuð til að fangelsa fréttamenn fyrir að sinna skyldum sínum. Lýðræðislegt eftirlit með aðgerðum stjórnvalda sé jafnframt afnumið. Herlögreglumenn ganga grímuklæddir um götur Búdapestar, höfuðborgar Ungverjalands. Þeir framfylgja ströngu útgöngubanni þar sem fólki er aðeins leyft að yfirgefa heimili sín til að vinna eða sækja nauðsynjar.AP/Zoltan Balogh/MTI Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) hefur einnig lýst áhyggjum af ungversku neyðarlögunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forstöðumaður lýðræðisstofnana- og mannréttindaskrifstofu ÖSE, segir skiljanlegt að ríki vilji geta gripið hratt til aðgerða til að verja borgara sína fyrir faraldrinum. „Hins vegar verður neyðarástand, hvar sem því er lýst yfir og af hvaða ástæðu sem er, að vera í samræmi við markmiðið og aðeins vera í gildi eins lengi og þess að algerlega þörf,“ segir hún. Ríkisstjórnin heldur því aftur á móti fram að hún vilji aðeins hafa frjálsar hendur til að bregðast við faraldrinum, hún ætli sér ekki að takmarka tjáningar- eða fjölmiðlafrelsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Csaba Domotor, aðstoðarráðherra í ríkisstjórn Orban, segir að ekki hafi verið hægt að setja tímamörk á neyðarvöld ríkisstjórnarinnar því að ekki sé hægt að segja til um hversu marga mánuði það taki að ráða við faraldurinn og efnahagslegar afleiðingar hans, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Orban hefur verið sakaður um einræðistilburði. Hann aðhyllist að eigin sögn svokallað „ófrjálslynt lýðræði“. Í stjórnartíð hans hafa nær allir einkareknir fjölmiðlar færst á hendur bandamanna hans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ungverjaland Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira