Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2020 16:42 Orban forsætisráðherra mætir á þingfund þar sem samþykkt var að veita honum ótímabundin neyðarvöld í dag. AP/Zoltan Mathe/MTI Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. Neyðarástandi vegna faraldursins var lýst yfir í Ungverjalandi 11. mars. Samkvæmt opinberum tölum hafa 447 greinst smitaðir af veirunni þar og fimmtán hafa látið lífið. Ákvörðunin um að framlengja neyðarvöld ríkisstjórnarinnar ótímabundið er umdeild í Ungverjalandi og höfðu fleiri en 100.000 manns skrifað undir áksorun til mótmæla henni í dag. Peter Jakab, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Jobbik, segir að lögin sem þingið samþykkti í dag setji lýðræðið í Ungverjalandi í sóttkví. Fidesz-flokkur Orban er með meirihluta á þingi. Þingmenn hans og flokka sem styðja ríkisstjórnina greiddu frumvarpinu atkvæði sitt. Það var samþykkt með 137 atkvæðum gegn 53. Gagnrýnendur ríkisstjórnar Orban og mannréttindasamtök segja að í lögunum felist ákvæði um upplýsingafals sem gætu verið notuð til að fangelsa fréttamenn fyrir að sinna skyldum sínum. Lýðræðislegt eftirlit með aðgerðum stjórnvalda sé jafnframt afnumið. Herlögreglumenn ganga grímuklæddir um götur Búdapestar, höfuðborgar Ungverjalands. Þeir framfylgja ströngu útgöngubanni þar sem fólki er aðeins leyft að yfirgefa heimili sín til að vinna eða sækja nauðsynjar.AP/Zoltan Balogh/MTI Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) hefur einnig lýst áhyggjum af ungversku neyðarlögunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forstöðumaður lýðræðisstofnana- og mannréttindaskrifstofu ÖSE, segir skiljanlegt að ríki vilji geta gripið hratt til aðgerða til að verja borgara sína fyrir faraldrinum. „Hins vegar verður neyðarástand, hvar sem því er lýst yfir og af hvaða ástæðu sem er, að vera í samræmi við markmiðið og aðeins vera í gildi eins lengi og þess að algerlega þörf,“ segir hún. Ríkisstjórnin heldur því aftur á móti fram að hún vilji aðeins hafa frjálsar hendur til að bregðast við faraldrinum, hún ætli sér ekki að takmarka tjáningar- eða fjölmiðlafrelsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Csaba Domotor, aðstoðarráðherra í ríkisstjórn Orban, segir að ekki hafi verið hægt að setja tímamörk á neyðarvöld ríkisstjórnarinnar því að ekki sé hægt að segja til um hversu marga mánuði það taki að ráða við faraldurinn og efnahagslegar afleiðingar hans, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Orban hefur verið sakaður um einræðistilburði. Hann aðhyllist að eigin sögn svokallað „ófrjálslynt lýðræði“. Í stjórnartíð hans hafa nær allir einkareknir fjölmiðlar færst á hendur bandamanna hans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ungverjaland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. Neyðarástandi vegna faraldursins var lýst yfir í Ungverjalandi 11. mars. Samkvæmt opinberum tölum hafa 447 greinst smitaðir af veirunni þar og fimmtán hafa látið lífið. Ákvörðunin um að framlengja neyðarvöld ríkisstjórnarinnar ótímabundið er umdeild í Ungverjalandi og höfðu fleiri en 100.000 manns skrifað undir áksorun til mótmæla henni í dag. Peter Jakab, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Jobbik, segir að lögin sem þingið samþykkti í dag setji lýðræðið í Ungverjalandi í sóttkví. Fidesz-flokkur Orban er með meirihluta á þingi. Þingmenn hans og flokka sem styðja ríkisstjórnina greiddu frumvarpinu atkvæði sitt. Það var samþykkt með 137 atkvæðum gegn 53. Gagnrýnendur ríkisstjórnar Orban og mannréttindasamtök segja að í lögunum felist ákvæði um upplýsingafals sem gætu verið notuð til að fangelsa fréttamenn fyrir að sinna skyldum sínum. Lýðræðislegt eftirlit með aðgerðum stjórnvalda sé jafnframt afnumið. Herlögreglumenn ganga grímuklæddir um götur Búdapestar, höfuðborgar Ungverjalands. Þeir framfylgja ströngu útgöngubanni þar sem fólki er aðeins leyft að yfirgefa heimili sín til að vinna eða sækja nauðsynjar.AP/Zoltan Balogh/MTI Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) hefur einnig lýst áhyggjum af ungversku neyðarlögunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forstöðumaður lýðræðisstofnana- og mannréttindaskrifstofu ÖSE, segir skiljanlegt að ríki vilji geta gripið hratt til aðgerða til að verja borgara sína fyrir faraldrinum. „Hins vegar verður neyðarástand, hvar sem því er lýst yfir og af hvaða ástæðu sem er, að vera í samræmi við markmiðið og aðeins vera í gildi eins lengi og þess að algerlega þörf,“ segir hún. Ríkisstjórnin heldur því aftur á móti fram að hún vilji aðeins hafa frjálsar hendur til að bregðast við faraldrinum, hún ætli sér ekki að takmarka tjáningar- eða fjölmiðlafrelsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Csaba Domotor, aðstoðarráðherra í ríkisstjórn Orban, segir að ekki hafi verið hægt að setja tímamörk á neyðarvöld ríkisstjórnarinnar því að ekki sé hægt að segja til um hversu marga mánuði það taki að ráða við faraldurinn og efnahagslegar afleiðingar hans, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Orban hefur verið sakaður um einræðistilburði. Hann aðhyllist að eigin sögn svokallað „ófrjálslynt lýðræði“. Í stjórnartíð hans hafa nær allir einkareknir fjölmiðlar færst á hendur bandamanna hans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ungverjaland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira