Falin fórnarlömb Covid Heiða Björg Pálmadóttir skrifar 20. apríl 2020 09:30 Daglega horfum við, hlustum á og lesum fréttir af fórnarlömbum Covid-10 veirunnar, bæði hér á landi og víða um heim. Daglega eru birtar tölulegar upplýsingar um fórnarlömbin; fjölda smitaðra, inniliggjandi, á gjörgæslu, látinna og fjölda í sóttkví. Daglega eru fréttir af bágri stöðu fyrirtækja og fjölda sem þiggur bætur frá atvinnuleysistryggingum. Fleiri fórnarlömb en fregnir berast af Það heyrist hins vegar minna af öðrum fórnarlömbum Covid-19. Í marsmánuði bárust barnaverndarnefndum 1.009 tilkynningar vegna 795 barna, ríflega helmingi fleiri einstaklinga en voru í einangrun vegna Covid í lok síðustu viku. Greining Barnaverndarstofu á tilkynningum í mars samanborið við síðustu 14 mánuði á undan sýnir að vísbendingar eru um að Covid-19 hafi margþætt áhrif á stöðu og líðan barna. Var heildarfjöldi tilkynninga í marsmánuði þannig meira en 5% fleiri en barst að meðaltali síðustu 14 mánuði á undan. Þótt ástæður tilkynninga til barnaverndarnefnda séu margs konar er hægt að fullyrða að hluti tilkynninga í mars sé tilkominn vegna beinna eða óbeinna afleiðinga veirunnar. Börn hafa verið einangruð á heimilum sínum vikum saman; rétt fyrir páska birtust fréttir um að meira en fjórðungur leikskólabarna í Reykjavík mætti ekki í skólann, þrátt fyrir að vera hvorki í sóttkví né einangrun. Tilkynnendur hafa í ríkara mæli áhyggjur af því að börn séu í bráðri hættu og var fjöldi tilkynninga, þar sem tilkynnandi taldi að barn væri í bráðri hættu, töluvert yfir meðallagi. Börn leita til barnaverndar sem aldrei fyrr Í mars bárust líka ríflega þrefalt fleiri tilkynningar frá börnum en að meðaltali á samanburðartímabili. Fjölgun tilkynninga frá börnum er bæði jákvæð og neikvæð. Það er sárt að hugsa til þess að börn eigi um svo sárt að binda að þau leiti á náðir barnaverndarnefnda til að fá aðstoð en gleðiefni að börnin bæði viti hvert þau geta leitað og treysti nefndunum til að bæta aðstæður sínar. Einnig virðast bæði foreldrar sjálfir, nágrannar, ættingjar og aðrir utan nánustu fjölskyldu í auknum mæli leita til barnaverndarnefnda með upplýsingar um börn sem áhyggjur eru af. Það er þakkarvert, ekki síst í ljósi þess að tilkynningar frá skólum, leikskólum, dagforeldrum og lögreglu voru færri en ætla mætti í hefðbundnum mánuði yfir vetrartímann. Vísbendingar um aukna vanrækslu og ofbeldi Allt bendir til þess að bæði sé meira um vanrækslu á heimilum og að ofbeldi gegn börnum sé að aukast. Fleiri tilkynningar bárust um ofbeldi gegn börnum í mars en bárust aðra mánuði á samanburðartímabili. Tilkynningar um líkamlegt ofbeldi eru fleiri, hvort sem skoðaðar eru tölur frá Reykjavík, höfuðborgarsvæði eða landsbyggð og einnig eru tölur varðandi tilfinningalegt og sálrænt ofbeldi og heimilisofbeldi nokkru hærri, sérstaklega á landsbyggðinni. Sama gildir um tilkynningar er varða kynferðislegt ofbeldi. Að sama skapi voru tilkynningar um vanrækslu í marsmánuði nokkuð yfir meðaltali síðustu 14 mánaða á undan, sérstaklega um að umsjón og eftirliti með börnum sé ábótavant, um að líkamlegum þörfum barna sé ekki sinnt og að foreldrar barna séu í neyslu. Einnig eru vísbendingar um að tilfinningaleg vanræksla sé að aukast. Sofnum ekki á verðinum Fjöldi og efni tilkynninga til barnaverndarnefnda sveiflast eðlilega nokkuð milli mánaða og erfitt er að fullyrða hvort ofangreinda fjölgun megi rekja til ástandsins í samfélaginu eða hvort hún skýrist að einhverju leyti af venjulegum sveiflum milli mánaða. Það eru þó óveðursský á lofti. Við megum ekki sofna á verðinum, gleyma hinum þöglu og týndu fórnarlömbum Covid. Börnin eiga ekki val um hvar þau búa, hvert þau fara eða hverjir sinna þeim. Þau sem yngri eru hafa engin ráð til þess að láta vita – þau fara ekki í leikskóla, hitta ekki ættingja, kunna ekki á síma og eru ekki í rafrænum samskiptum við umheiminn. Barnavernd er dauðans alvara Barnavernd bjargar mannslífum, bókstaflega. Börn látast vegna slæmra aðstæðna á heimili – líka á Íslandi. Árlega þurfa 5.000 börn á aðstoð barnaverndar að halda. Oft berast tilkynningar um aðstæður barna ekki fyrr en löngu eftir að aðstæður hafa breyst til hins verra. Stundum ekki fyrr en varanlegur skaði hefur orðið. Má því búast við að á næstu vikum og mánuðum muni fjölga tilkynningum um slæman aðbúnað barna. Börnin verða að treysta á vökul augu samfélagsins. Við megum ekki bregðast þeim. Tilkynnum áður en það verður um seinan. Tryggjum að fórnarlömb Covid-19 verði eins fá og unnt er. Við erum öll barnavernd. Höfundur er forstjóri Barnarverndarstofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Daglega horfum við, hlustum á og lesum fréttir af fórnarlömbum Covid-10 veirunnar, bæði hér á landi og víða um heim. Daglega eru birtar tölulegar upplýsingar um fórnarlömbin; fjölda smitaðra, inniliggjandi, á gjörgæslu, látinna og fjölda í sóttkví. Daglega eru fréttir af bágri stöðu fyrirtækja og fjölda sem þiggur bætur frá atvinnuleysistryggingum. Fleiri fórnarlömb en fregnir berast af Það heyrist hins vegar minna af öðrum fórnarlömbum Covid-19. Í marsmánuði bárust barnaverndarnefndum 1.009 tilkynningar vegna 795 barna, ríflega helmingi fleiri einstaklinga en voru í einangrun vegna Covid í lok síðustu viku. Greining Barnaverndarstofu á tilkynningum í mars samanborið við síðustu 14 mánuði á undan sýnir að vísbendingar eru um að Covid-19 hafi margþætt áhrif á stöðu og líðan barna. Var heildarfjöldi tilkynninga í marsmánuði þannig meira en 5% fleiri en barst að meðaltali síðustu 14 mánuði á undan. Þótt ástæður tilkynninga til barnaverndarnefnda séu margs konar er hægt að fullyrða að hluti tilkynninga í mars sé tilkominn vegna beinna eða óbeinna afleiðinga veirunnar. Börn hafa verið einangruð á heimilum sínum vikum saman; rétt fyrir páska birtust fréttir um að meira en fjórðungur leikskólabarna í Reykjavík mætti ekki í skólann, þrátt fyrir að vera hvorki í sóttkví né einangrun. Tilkynnendur hafa í ríkara mæli áhyggjur af því að börn séu í bráðri hættu og var fjöldi tilkynninga, þar sem tilkynnandi taldi að barn væri í bráðri hættu, töluvert yfir meðallagi. Börn leita til barnaverndar sem aldrei fyrr Í mars bárust líka ríflega þrefalt fleiri tilkynningar frá börnum en að meðaltali á samanburðartímabili. Fjölgun tilkynninga frá börnum er bæði jákvæð og neikvæð. Það er sárt að hugsa til þess að börn eigi um svo sárt að binda að þau leiti á náðir barnaverndarnefnda til að fá aðstoð en gleðiefni að börnin bæði viti hvert þau geta leitað og treysti nefndunum til að bæta aðstæður sínar. Einnig virðast bæði foreldrar sjálfir, nágrannar, ættingjar og aðrir utan nánustu fjölskyldu í auknum mæli leita til barnaverndarnefnda með upplýsingar um börn sem áhyggjur eru af. Það er þakkarvert, ekki síst í ljósi þess að tilkynningar frá skólum, leikskólum, dagforeldrum og lögreglu voru færri en ætla mætti í hefðbundnum mánuði yfir vetrartímann. Vísbendingar um aukna vanrækslu og ofbeldi Allt bendir til þess að bæði sé meira um vanrækslu á heimilum og að ofbeldi gegn börnum sé að aukast. Fleiri tilkynningar bárust um ofbeldi gegn börnum í mars en bárust aðra mánuði á samanburðartímabili. Tilkynningar um líkamlegt ofbeldi eru fleiri, hvort sem skoðaðar eru tölur frá Reykjavík, höfuðborgarsvæði eða landsbyggð og einnig eru tölur varðandi tilfinningalegt og sálrænt ofbeldi og heimilisofbeldi nokkru hærri, sérstaklega á landsbyggðinni. Sama gildir um tilkynningar er varða kynferðislegt ofbeldi. Að sama skapi voru tilkynningar um vanrækslu í marsmánuði nokkuð yfir meðaltali síðustu 14 mánaða á undan, sérstaklega um að umsjón og eftirliti með börnum sé ábótavant, um að líkamlegum þörfum barna sé ekki sinnt og að foreldrar barna séu í neyslu. Einnig eru vísbendingar um að tilfinningaleg vanræksla sé að aukast. Sofnum ekki á verðinum Fjöldi og efni tilkynninga til barnaverndarnefnda sveiflast eðlilega nokkuð milli mánaða og erfitt er að fullyrða hvort ofangreinda fjölgun megi rekja til ástandsins í samfélaginu eða hvort hún skýrist að einhverju leyti af venjulegum sveiflum milli mánaða. Það eru þó óveðursský á lofti. Við megum ekki sofna á verðinum, gleyma hinum þöglu og týndu fórnarlömbum Covid. Börnin eiga ekki val um hvar þau búa, hvert þau fara eða hverjir sinna þeim. Þau sem yngri eru hafa engin ráð til þess að láta vita – þau fara ekki í leikskóla, hitta ekki ættingja, kunna ekki á síma og eru ekki í rafrænum samskiptum við umheiminn. Barnavernd er dauðans alvara Barnavernd bjargar mannslífum, bókstaflega. Börn látast vegna slæmra aðstæðna á heimili – líka á Íslandi. Árlega þurfa 5.000 börn á aðstoð barnaverndar að halda. Oft berast tilkynningar um aðstæður barna ekki fyrr en löngu eftir að aðstæður hafa breyst til hins verra. Stundum ekki fyrr en varanlegur skaði hefur orðið. Má því búast við að á næstu vikum og mánuðum muni fjölga tilkynningum um slæman aðbúnað barna. Börnin verða að treysta á vökul augu samfélagsins. Við megum ekki bregðast þeim. Tilkynnum áður en það verður um seinan. Tryggjum að fórnarlömb Covid-19 verði eins fá og unnt er. Við erum öll barnavernd. Höfundur er forstjóri Barnarverndarstofu
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar