Krefjast viðræðna við forsætisráðherra um spilakassa Alma Hafsteinsdóttir skrifar 27. apríl 2020 16:00 Til ríkisstjórnar Íslands, b/t Katrín Jakobsdóttir Bréf þetta sendum við forsætisráðherra vegna þess að efni bréfsins heyrir undir fleiri en eitt ráðuneyti en það snýr að rekstri spilakassa og spilasala ásamt málefnum spilafíkla. Hinn 16. mars 2020 var tekin ákvörðun um að loka spilasölum og spilakössum vegna smithættu af völdum Covid-19 faraldursins. Nú er komin nokkur reynsla af þessari lokun þó að ekki sé ýkja langt um liðið. Það er sóttvarnaryfirvalda að meta þessa lokun út frá smithættu en ástæða er til að benda jafnframt á aðra þætti sem snerta lýðheilsu, efnahagsleg áhrif og samfélagslega ábyrgð og tengjast þessum mjög svo vafasama rekstri á spilakössum. Samtökin hafa fengið ábendingar frá spilafíklum svo og atvinnurekendum sem staðhæfa að lokun spilakassanna hafi þegar haft merkjanleg mjög jákvæð áhrif. Spilafíklar hafa sagt að lokunin sé þeim sem frelsun og atvinnurekendur, sem hafa í sinni vinnu einstaklinga sem eiga við spilafíkn að stríða, segja að lokunin hafi í för með sér bætta líðan, minni fjarveru og fyrir vikið bættan vinnuanda. Þá hafa aðstandendur spilafíkla sagt að innan veggja heimilis hafi lokunin haft mjög jákvæð áhrif og hafa fjármunir verið að skila sér í heimilisrekstur og í grunnþarfir svo sem greiðslur á húsnæði og matarinnkaup. Á tímum þrenginga og angistar margra þarf að mati samtakanna að hyggja sérstaklega að þessum þætti lýðheilsunnar, andlegri líðan fólks og fjárhagslegum afleiðingum. Hvernig styrkja megi einstaklinga og fjölskyldur og stuðla að velferð í samfélagi okkar almennt. Að sjálfsögðu væri farsælast að opna hvorki fyrir spilun í einstökum spilakössum eða í spilasölum fyrr en búið er að gera viðeigandi breytingar á aðgengi og takmörkunum hvað varðar upphæðir og tíma sem hægt er að eyða í þessa spilakassa. Mikilvægt er að hafa þann hátt á að spilafíklar verði ekki skildir eftir berskjaldaðir að glíma við fíkn sína, eins og því miður hefur verið síðan árið 1993. Samtökin óska því strax eftir viðræðum við stjórnvöld um hvaða fyrirkomulag megi hafa og hvaða reglum beri að hlíta fari svo að banni á spilakassa verði aflétt. Því fyrr sem þessar viðræður gætu hafist þeim mun betra, en það liggur í augum uppi að þær þurfa að eiga sér stað áður en til umræðu kemur hvort og þá hvenær aflétta eigi banninu. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn og skrifar fyrir hönd stjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alma Hafsteinsdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Til ríkisstjórnar Íslands, b/t Katrín Jakobsdóttir Bréf þetta sendum við forsætisráðherra vegna þess að efni bréfsins heyrir undir fleiri en eitt ráðuneyti en það snýr að rekstri spilakassa og spilasala ásamt málefnum spilafíkla. Hinn 16. mars 2020 var tekin ákvörðun um að loka spilasölum og spilakössum vegna smithættu af völdum Covid-19 faraldursins. Nú er komin nokkur reynsla af þessari lokun þó að ekki sé ýkja langt um liðið. Það er sóttvarnaryfirvalda að meta þessa lokun út frá smithættu en ástæða er til að benda jafnframt á aðra þætti sem snerta lýðheilsu, efnahagsleg áhrif og samfélagslega ábyrgð og tengjast þessum mjög svo vafasama rekstri á spilakössum. Samtökin hafa fengið ábendingar frá spilafíklum svo og atvinnurekendum sem staðhæfa að lokun spilakassanna hafi þegar haft merkjanleg mjög jákvæð áhrif. Spilafíklar hafa sagt að lokunin sé þeim sem frelsun og atvinnurekendur, sem hafa í sinni vinnu einstaklinga sem eiga við spilafíkn að stríða, segja að lokunin hafi í för með sér bætta líðan, minni fjarveru og fyrir vikið bættan vinnuanda. Þá hafa aðstandendur spilafíkla sagt að innan veggja heimilis hafi lokunin haft mjög jákvæð áhrif og hafa fjármunir verið að skila sér í heimilisrekstur og í grunnþarfir svo sem greiðslur á húsnæði og matarinnkaup. Á tímum þrenginga og angistar margra þarf að mati samtakanna að hyggja sérstaklega að þessum þætti lýðheilsunnar, andlegri líðan fólks og fjárhagslegum afleiðingum. Hvernig styrkja megi einstaklinga og fjölskyldur og stuðla að velferð í samfélagi okkar almennt. Að sjálfsögðu væri farsælast að opna hvorki fyrir spilun í einstökum spilakössum eða í spilasölum fyrr en búið er að gera viðeigandi breytingar á aðgengi og takmörkunum hvað varðar upphæðir og tíma sem hægt er að eyða í þessa spilakassa. Mikilvægt er að hafa þann hátt á að spilafíklar verði ekki skildir eftir berskjaldaðir að glíma við fíkn sína, eins og því miður hefur verið síðan árið 1993. Samtökin óska því strax eftir viðræðum við stjórnvöld um hvaða fyrirkomulag megi hafa og hvaða reglum beri að hlíta fari svo að banni á spilakassa verði aflétt. Því fyrr sem þessar viðræður gætu hafist þeim mun betra, en það liggur í augum uppi að þær þurfa að eiga sér stað áður en til umræðu kemur hvort og þá hvenær aflétta eigi banninu. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn og skrifar fyrir hönd stjórnar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun