Vistunartími barna á leikskólum Reykjavíkur skerðist ekki þótt vinnuvikan styttist Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2021 08:41 Vinnuvikan styttist á leikskólum borgarinnar nú um áramótin í samræmi við kjarasamninga. Vísir/Vilhelm Vistunartími barna í leikskólum Reykjavíkurborgar mun ekki skerðast og ekki eru gerðar breytingar á þjónustu við börnin og fjölskyldur þeirra þótt vinnuvikan hafi verið stytt í skólunum nú um áramótin. Þetta kemur í svari skóla- og frístundasviðs borgarinnar við skriflegri fyrirspurn Vísis um áhrif styttingu vinnuvikunnar á starfsemi leikskólanna. Í svarinu segir að flestir leikskólar borgarinnar hafi farið í 36 stunda vinnuviku þann 1. janúar. Í nokkrum leikskólum hafi niðurstaða starfsmannahópsins í viðkomandi skóla að fara í 37 eða 38 stunda vinnuviku. Útfærslan tekur mið af starfsemi vinnustaðar og er því með ólíkum hætti milli leikskóla. Sem dæmi má nefna að í mörgum leikskólum munu starfsmenn stytta vinnuvikuna með því að hætta á hádegi einu sinni í viku. Í öðrum er vinnuvikan stytt hálfsmánaðarlega og í einhverjum leikskólum stytta starfsmenn vinnuvikuna um þrjá tíma en safna einum tíma styttingarinnar í heila daga sem dreifast yfir árið. Eins og áður segir á vistunartími barna ekki að skerðast vegna vinnutímastyttingarinnar og þá eru ekki gerðar breytingar á þjónustu. „En vistunartími barna mun eflaust styttast eins og vinnutími fullorðna nú þegar verið er að taka þau skref í íslensku samfélagi að stytta vinnuvikuna,“ segir í svari skóla- og frístundasviðs. Þá sé ekki gert ráð fyrir því að styttingin feli í sér viðbótarkostnað eða þjónustuskerðingu. Varðandi það hvort það hafi þurft að ráða inn starfsfólk á leikskólana til að mæta styttingunni segir í svarinu að í einhverjum tilfellum hafi leikskólar ekki verið fullmannaðir áður. Þeir hafi því verið að klára ráðningar. „Mikil vinna hefur því farið fram í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar þar sem umbótasamtöl hafa verið tekin í starfsmannahópunum og leitað leiða til þess að stytta vinnuvikuna án þess að skerða þjónustu eða auka launakostnað,“ segir í svari skóla- og frístundasviðs. Skóla - og menntamál Reykjavík Kjaramál Vinnumarkaður Börn og uppeldi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Ríkið greiðir húsaleigu fyrir ónothæft meðferðaheimili Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Sjá meira
Þetta kemur í svari skóla- og frístundasviðs borgarinnar við skriflegri fyrirspurn Vísis um áhrif styttingu vinnuvikunnar á starfsemi leikskólanna. Í svarinu segir að flestir leikskólar borgarinnar hafi farið í 36 stunda vinnuviku þann 1. janúar. Í nokkrum leikskólum hafi niðurstaða starfsmannahópsins í viðkomandi skóla að fara í 37 eða 38 stunda vinnuviku. Útfærslan tekur mið af starfsemi vinnustaðar og er því með ólíkum hætti milli leikskóla. Sem dæmi má nefna að í mörgum leikskólum munu starfsmenn stytta vinnuvikuna með því að hætta á hádegi einu sinni í viku. Í öðrum er vinnuvikan stytt hálfsmánaðarlega og í einhverjum leikskólum stytta starfsmenn vinnuvikuna um þrjá tíma en safna einum tíma styttingarinnar í heila daga sem dreifast yfir árið. Eins og áður segir á vistunartími barna ekki að skerðast vegna vinnutímastyttingarinnar og þá eru ekki gerðar breytingar á þjónustu. „En vistunartími barna mun eflaust styttast eins og vinnutími fullorðna nú þegar verið er að taka þau skref í íslensku samfélagi að stytta vinnuvikuna,“ segir í svari skóla- og frístundasviðs. Þá sé ekki gert ráð fyrir því að styttingin feli í sér viðbótarkostnað eða þjónustuskerðingu. Varðandi það hvort það hafi þurft að ráða inn starfsfólk á leikskólana til að mæta styttingunni segir í svarinu að í einhverjum tilfellum hafi leikskólar ekki verið fullmannaðir áður. Þeir hafi því verið að klára ráðningar. „Mikil vinna hefur því farið fram í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar þar sem umbótasamtöl hafa verið tekin í starfsmannahópunum og leitað leiða til þess að stytta vinnuvikuna án þess að skerða þjónustu eða auka launakostnað,“ segir í svari skóla- og frístundasviðs.
Skóla - og menntamál Reykjavík Kjaramál Vinnumarkaður Börn og uppeldi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Ríkið greiðir húsaleigu fyrir ónothæft meðferðaheimili Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Sjá meira