Aðgerðir stjórnvalda kostuðu ríkissjóð 60 milljarða á síðasta ári Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2021 09:48 Stórar fjárhæðir hafa farið til stuðnings fyrirtækjum og til greiðslu hluta launa um þrjátíu og sjö þúsund manns á síðasta ári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í Víglínunni á Stöð 2 á sunnudag að hún reiknaði með að aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins yrðu áfram aðalverkefni ríkisstjórnarinnar fram að kosningum í lok september. Vísir/Vilhelm Útgjöld ríkisins með ýmsum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldurins á síðasta ári námu sextíu milljörðum króna samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Stærsti hlutinn fór í hlutabótaleiðina eða rúmir tuttugu og fjórir milljaðar króna. Hagstofa Íslands hefur tekið saman upplýsingar um helstu efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins frá mars í fyrra og fram í desember. Heildarfjárhæð aðgerðanna var tæpir sextíu milljarðar króna og þar af nam beinn fjárhagsstuðningur 38,4 milljörðum, frestun skattgreiðslna 9,7 milljörðum og veittar lánaábyrgðir 11,8 milljörðum. Hér má sjá hvernig útgjöld ríkissjóðs vegna aðgerða stjórnvalda frá mars 2020 fram í desember skiptast eftir aðgerðum.Grafík/Hagstofa Íslands Hlutabótaleiðin, það er styrkur til greiðslu hluta launa starfsfólks sem fór í lægra starfshlutfall en hélt ráðningarsambandi við fyrirtæki sitt, er lang stærsta aðgerðin og námu útgjöld ríkisins vegna hennar 24,5 millörðum. Til greiðslu launa á uppsagnarfresti fóru 11,9 milljarðar og kostnaður ríkissjóðs vegna frestunar skattgreiðslna var 9,7 milljarðar. Þar á eftir koma stuðningslán upp á níu milljarða, viðbótarlán upp á 2,7 milljaðra, lokunarstyrkir upp á tæpa 1,9 milljarða og laun í sóttkví námu 357 milljónum. Þrjú þúsund og eitt hundrað rekstraraðilar nýttu sér stuðning stjórnvalda á þessu tímabili hvort sem er í formi frestunar skattgreiðslna, beinna styrkja eða veittra lánaábyrgða og nam heildarfjárhæðin tæplega 35,5 milljörðum króna. Þar af nýttu rúmlega sjö hundruð rekstraraðilar fleiri en eitt úrræði. Tuttugu og þrír rekstraraðilar hafa sótt um greiðsluskjól frá því það úrræði kom til framkvæmda og ellefu þeirra sem nýtt hafa einhver úrræðann hafa óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Viðtakendur hlutabóta voru langflestir á höfuðborgarsvæðinu.Grafík/Hagstofa Íslands Þrjátíu og sjö þúsund manns hafa fengið hluta launa sinna með atvinnuleysisbótum á móti lækkuðu starfshlutfalli. Rúmlega 65% þeirra sem hafa fengið hlutabætur eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu og um 10% á Suðurnesjum. Um 42% viðtakenda eru á aldrinum 25-39, og um 37% á aldrinum 40-59. Um 56% viðtakenda hlutabóta eru karlar og 44% konur. Af þeim sem hafa fengið greiddar hlutabætur störfuðu um 37% í einkennandi greinum ferðaþjónustu, samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira
Hagstofa Íslands hefur tekið saman upplýsingar um helstu efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins frá mars í fyrra og fram í desember. Heildarfjárhæð aðgerðanna var tæpir sextíu milljarðar króna og þar af nam beinn fjárhagsstuðningur 38,4 milljörðum, frestun skattgreiðslna 9,7 milljörðum og veittar lánaábyrgðir 11,8 milljörðum. Hér má sjá hvernig útgjöld ríkissjóðs vegna aðgerða stjórnvalda frá mars 2020 fram í desember skiptast eftir aðgerðum.Grafík/Hagstofa Íslands Hlutabótaleiðin, það er styrkur til greiðslu hluta launa starfsfólks sem fór í lægra starfshlutfall en hélt ráðningarsambandi við fyrirtæki sitt, er lang stærsta aðgerðin og námu útgjöld ríkisins vegna hennar 24,5 millörðum. Til greiðslu launa á uppsagnarfresti fóru 11,9 milljarðar og kostnaður ríkissjóðs vegna frestunar skattgreiðslna var 9,7 milljarðar. Þar á eftir koma stuðningslán upp á níu milljarða, viðbótarlán upp á 2,7 milljaðra, lokunarstyrkir upp á tæpa 1,9 milljarða og laun í sóttkví námu 357 milljónum. Þrjú þúsund og eitt hundrað rekstraraðilar nýttu sér stuðning stjórnvalda á þessu tímabili hvort sem er í formi frestunar skattgreiðslna, beinna styrkja eða veittra lánaábyrgða og nam heildarfjárhæðin tæplega 35,5 milljörðum króna. Þar af nýttu rúmlega sjö hundruð rekstraraðilar fleiri en eitt úrræði. Tuttugu og þrír rekstraraðilar hafa sótt um greiðsluskjól frá því það úrræði kom til framkvæmda og ellefu þeirra sem nýtt hafa einhver úrræðann hafa óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Viðtakendur hlutabóta voru langflestir á höfuðborgarsvæðinu.Grafík/Hagstofa Íslands Þrjátíu og sjö þúsund manns hafa fengið hluta launa sinna með atvinnuleysisbótum á móti lækkuðu starfshlutfalli. Rúmlega 65% þeirra sem hafa fengið hlutabætur eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu og um 10% á Suðurnesjum. Um 42% viðtakenda eru á aldrinum 25-39, og um 37% á aldrinum 40-59. Um 56% viðtakenda hlutabóta eru karlar og 44% konur. Af þeim sem hafa fengið greiddar hlutabætur störfuðu um 37% í einkennandi greinum ferðaþjónustu, samkvæmt samantekt Hagstofunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira