Aðgerðir stjórnvalda kostuðu ríkissjóð 60 milljarða á síðasta ári Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2021 09:48 Stórar fjárhæðir hafa farið til stuðnings fyrirtækjum og til greiðslu hluta launa um þrjátíu og sjö þúsund manns á síðasta ári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í Víglínunni á Stöð 2 á sunnudag að hún reiknaði með að aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins yrðu áfram aðalverkefni ríkisstjórnarinnar fram að kosningum í lok september. Vísir/Vilhelm Útgjöld ríkisins með ýmsum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldurins á síðasta ári námu sextíu milljörðum króna samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Stærsti hlutinn fór í hlutabótaleiðina eða rúmir tuttugu og fjórir milljaðar króna. Hagstofa Íslands hefur tekið saman upplýsingar um helstu efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins frá mars í fyrra og fram í desember. Heildarfjárhæð aðgerðanna var tæpir sextíu milljarðar króna og þar af nam beinn fjárhagsstuðningur 38,4 milljörðum, frestun skattgreiðslna 9,7 milljörðum og veittar lánaábyrgðir 11,8 milljörðum. Hér má sjá hvernig útgjöld ríkissjóðs vegna aðgerða stjórnvalda frá mars 2020 fram í desember skiptast eftir aðgerðum.Grafík/Hagstofa Íslands Hlutabótaleiðin, það er styrkur til greiðslu hluta launa starfsfólks sem fór í lægra starfshlutfall en hélt ráðningarsambandi við fyrirtæki sitt, er lang stærsta aðgerðin og námu útgjöld ríkisins vegna hennar 24,5 millörðum. Til greiðslu launa á uppsagnarfresti fóru 11,9 milljarðar og kostnaður ríkissjóðs vegna frestunar skattgreiðslna var 9,7 milljarðar. Þar á eftir koma stuðningslán upp á níu milljarða, viðbótarlán upp á 2,7 milljaðra, lokunarstyrkir upp á tæpa 1,9 milljarða og laun í sóttkví námu 357 milljónum. Þrjú þúsund og eitt hundrað rekstraraðilar nýttu sér stuðning stjórnvalda á þessu tímabili hvort sem er í formi frestunar skattgreiðslna, beinna styrkja eða veittra lánaábyrgða og nam heildarfjárhæðin tæplega 35,5 milljörðum króna. Þar af nýttu rúmlega sjö hundruð rekstraraðilar fleiri en eitt úrræði. Tuttugu og þrír rekstraraðilar hafa sótt um greiðsluskjól frá því það úrræði kom til framkvæmda og ellefu þeirra sem nýtt hafa einhver úrræðann hafa óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Viðtakendur hlutabóta voru langflestir á höfuðborgarsvæðinu.Grafík/Hagstofa Íslands Þrjátíu og sjö þúsund manns hafa fengið hluta launa sinna með atvinnuleysisbótum á móti lækkuðu starfshlutfalli. Rúmlega 65% þeirra sem hafa fengið hlutabætur eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu og um 10% á Suðurnesjum. Um 42% viðtakenda eru á aldrinum 25-39, og um 37% á aldrinum 40-59. Um 56% viðtakenda hlutabóta eru karlar og 44% konur. Af þeim sem hafa fengið greiddar hlutabætur störfuðu um 37% í einkennandi greinum ferðaþjónustu, samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Hagstofa Íslands hefur tekið saman upplýsingar um helstu efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins frá mars í fyrra og fram í desember. Heildarfjárhæð aðgerðanna var tæpir sextíu milljarðar króna og þar af nam beinn fjárhagsstuðningur 38,4 milljörðum, frestun skattgreiðslna 9,7 milljörðum og veittar lánaábyrgðir 11,8 milljörðum. Hér má sjá hvernig útgjöld ríkissjóðs vegna aðgerða stjórnvalda frá mars 2020 fram í desember skiptast eftir aðgerðum.Grafík/Hagstofa Íslands Hlutabótaleiðin, það er styrkur til greiðslu hluta launa starfsfólks sem fór í lægra starfshlutfall en hélt ráðningarsambandi við fyrirtæki sitt, er lang stærsta aðgerðin og námu útgjöld ríkisins vegna hennar 24,5 millörðum. Til greiðslu launa á uppsagnarfresti fóru 11,9 milljarðar og kostnaður ríkissjóðs vegna frestunar skattgreiðslna var 9,7 milljarðar. Þar á eftir koma stuðningslán upp á níu milljarða, viðbótarlán upp á 2,7 milljaðra, lokunarstyrkir upp á tæpa 1,9 milljarða og laun í sóttkví námu 357 milljónum. Þrjú þúsund og eitt hundrað rekstraraðilar nýttu sér stuðning stjórnvalda á þessu tímabili hvort sem er í formi frestunar skattgreiðslna, beinna styrkja eða veittra lánaábyrgða og nam heildarfjárhæðin tæplega 35,5 milljörðum króna. Þar af nýttu rúmlega sjö hundruð rekstraraðilar fleiri en eitt úrræði. Tuttugu og þrír rekstraraðilar hafa sótt um greiðsluskjól frá því það úrræði kom til framkvæmda og ellefu þeirra sem nýtt hafa einhver úrræðann hafa óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Viðtakendur hlutabóta voru langflestir á höfuðborgarsvæðinu.Grafík/Hagstofa Íslands Þrjátíu og sjö þúsund manns hafa fengið hluta launa sinna með atvinnuleysisbótum á móti lækkuðu starfshlutfalli. Rúmlega 65% þeirra sem hafa fengið hlutabætur eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu og um 10% á Suðurnesjum. Um 42% viðtakenda eru á aldrinum 25-39, og um 37% á aldrinum 40-59. Um 56% viðtakenda hlutabóta eru karlar og 44% konur. Af þeim sem hafa fengið greiddar hlutabætur störfuðu um 37% í einkennandi greinum ferðaþjónustu, samkvæmt samantekt Hagstofunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira