Umfjöllun: FH - Valur 15-37 | Valskonur niðurlægðu nýliðana í Krikanum Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 19. janúar 2021 21:00 Emma Lovísa Thompson í leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm Valur niðurlægði nýliðana á heimavelli í Kaplakrika í kvöld, 15-37 lokatölur, FH átti aldrei séns í þessum leik. Leikurinn byrjaði rólega, FH skoraði sitt fyrsta mark á 7. Mínútu leiksins, Emilía Ósk Steinarsdóttir með markið og skoraði hún fyrstu þrjú mörk sinna kvenna en staðan var 9-3 fyrir Val eftir rúman stundarfjórðung, en munurinn 8 mörk í hálfleik, 15-7, gestunum í vil. Það vantaði lítið uppá sóknarleik Valskvenna en það var helst markvörður FH, Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir sem var aðeins að stríða þeim, en hún var með rétt um 40% markvörslu í hálfleik, 9 skot varin, en það dró af henni í síðari hálfleik. Varnarlega voru Valskonur frábærar og refsuðu þær ítrekað með mörkum úr hraðaupphlaupum. FH-ingar hins vegar ströggluðu bæði varnar- og sóknarlega gegn einu besta liði landsins, og skal engan undra, það lenda allir einhvern tímann í vandræðum gegn þessu sterka liði Ágústar Jóhannssonar. Síðari hálfleikurinn var frekar tíðindalítill, Valur skilaði 10-3 kafla og staðan því 10-25 þegar stundarfjórðungar var eftir. Gestirnir af Hlíðarenda héldu bara áfram að bæta í forystuna og lauk leiknum með 22 marka sigri Vals, 15-37. Af hverju vann Valur? Gæðamunurinn á þessum tveimur liðum er bara þetta mikill, Valskonur eru með tvo leikmenn í hverri stöðu sem spiluðu betur en leikmenn FH. Það skoruðu allir leikmenn Vals í dag að markmönnunum undanskildum Hverjar stóðu upp úr? Heilt yfir áttu allir leikmenn Vals góðan leik enn það var virkilega gaman að sjá ungu leikmennina koma inn á og klára þennan leik í dag. Elín Rósa Magnúsdóttir bar þar af, var stórkostleg sóknarlega og endaði markahæst með 7 mörk úr 8 skotum ásamt því að leggja upp fyrir liðsfélaga sína og þá sótti hún einnig þrjú vítaköst. Ásdís Þóra Ágústsdóttir var einnig mjög sterk og stýrði sóknarleiknum lengst af. Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir markvörður FH var þeirra besti leikmaður í dag. Hvað gekk illa? Það ætlaðist enginn til þess að FH færi að leggja Val að velli en þær töpuðu leiknum alveg hrikalega illa í dag. Varnarlega voru þær á hælunum og sóknarlega voru þær hreinlega hræddar. Það kom ekki framlag frá neinum nema Emilíu Ósk og Fanneyju Þóru sem reyndu eitthvað, en illa gekk þó. Slakur leikur FH, frá A-Ö Hvað er framundan? Ekki skánar verkefni FHinga í næstu leikjum, í næstu umferð mæta þær Fram í Safamýrinni og því næst taka þær á móti ÍBV í Kaplakrika, öll eftir þrjú liðin í röð. Þá taka Valskonur á móti KA/Þór, á laugardaginn, hörkuleikur framundan á Hlíðarenda. Olís-deild kvenna FH Valur Handbolti Íslenski handboltinn
Valur niðurlægði nýliðana á heimavelli í Kaplakrika í kvöld, 15-37 lokatölur, FH átti aldrei séns í þessum leik. Leikurinn byrjaði rólega, FH skoraði sitt fyrsta mark á 7. Mínútu leiksins, Emilía Ósk Steinarsdóttir með markið og skoraði hún fyrstu þrjú mörk sinna kvenna en staðan var 9-3 fyrir Val eftir rúman stundarfjórðung, en munurinn 8 mörk í hálfleik, 15-7, gestunum í vil. Það vantaði lítið uppá sóknarleik Valskvenna en það var helst markvörður FH, Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir sem var aðeins að stríða þeim, en hún var með rétt um 40% markvörslu í hálfleik, 9 skot varin, en það dró af henni í síðari hálfleik. Varnarlega voru Valskonur frábærar og refsuðu þær ítrekað með mörkum úr hraðaupphlaupum. FH-ingar hins vegar ströggluðu bæði varnar- og sóknarlega gegn einu besta liði landsins, og skal engan undra, það lenda allir einhvern tímann í vandræðum gegn þessu sterka liði Ágústar Jóhannssonar. Síðari hálfleikurinn var frekar tíðindalítill, Valur skilaði 10-3 kafla og staðan því 10-25 þegar stundarfjórðungar var eftir. Gestirnir af Hlíðarenda héldu bara áfram að bæta í forystuna og lauk leiknum með 22 marka sigri Vals, 15-37. Af hverju vann Valur? Gæðamunurinn á þessum tveimur liðum er bara þetta mikill, Valskonur eru með tvo leikmenn í hverri stöðu sem spiluðu betur en leikmenn FH. Það skoruðu allir leikmenn Vals í dag að markmönnunum undanskildum Hverjar stóðu upp úr? Heilt yfir áttu allir leikmenn Vals góðan leik enn það var virkilega gaman að sjá ungu leikmennina koma inn á og klára þennan leik í dag. Elín Rósa Magnúsdóttir bar þar af, var stórkostleg sóknarlega og endaði markahæst með 7 mörk úr 8 skotum ásamt því að leggja upp fyrir liðsfélaga sína og þá sótti hún einnig þrjú vítaköst. Ásdís Þóra Ágústsdóttir var einnig mjög sterk og stýrði sóknarleiknum lengst af. Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir markvörður FH var þeirra besti leikmaður í dag. Hvað gekk illa? Það ætlaðist enginn til þess að FH færi að leggja Val að velli en þær töpuðu leiknum alveg hrikalega illa í dag. Varnarlega voru þær á hælunum og sóknarlega voru þær hreinlega hræddar. Það kom ekki framlag frá neinum nema Emilíu Ósk og Fanneyju Þóru sem reyndu eitthvað, en illa gekk þó. Slakur leikur FH, frá A-Ö Hvað er framundan? Ekki skánar verkefni FHinga í næstu leikjum, í næstu umferð mæta þær Fram í Safamýrinni og því næst taka þær á móti ÍBV í Kaplakrika, öll eftir þrjú liðin í röð. Þá taka Valskonur á móti KA/Þór, á laugardaginn, hörkuleikur framundan á Hlíðarenda.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti