Hvers vegna að styðja við ferðaþjónustu? Jóhannes Þór Skúlason skrifar 2. febrúar 2021 12:30 Það er eðlilegt að fólk spyrji hvert sé virði þess að styðja við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki í þeirri heimskreppu sem nú gengur yfir, enda krefst það mikilla fjárútláta af hálfu ríkisins. Hvað fær almenningur á Íslandi fyrir þá peninga sem lagðir eru í aðgerðir stjórnvalda? Til að svara spurningunni er nauðsynlegt að þysja út, horfa á vandann í stærra samhengi en íslensku. Öll Evrópuríki, og í raun flest ríki í heiminum sem við berum okkur saman við, hafa kosið að fara þá leið að dæla peningum úr ríkissjóðum sínum til að styðja við atvinnulíf – og þá sérstaklega við ferðaþjónustu. Vandinn er heimssögulegur og aðferðir ríkja til að takast á við hann áþekkar. Fjármunir sem þannig er dælt út í samfélagið – t.d. í styrki og lán til fyrirtækja og atvinnuleysisúrræði og styrki til almennings – er ætlað að takmarka áfallið. Þær eiga það sameiginlegt að vera skaðaminnkunaraðgerðir. Með því að veita gríðarlegu fjármagni úr opinberum sjóðum til fyrirtækja eru ríkin að gera það líklegra að fyrirtækin lifi kreppuna af. Fyrirtæki sem lifa gera fyrr ráðið fólk í vinnu að nýju, geta fyrr byrjað að skapa verðmæti aftur, geta fyrr byrjað aftur að skila sköttum í ríkiskassann. Það er viðspyrnan sem er sífellt verið að tala um. Styrkir til fyrirtækja tryggja hagsmuni almennings Með því að beita fjármunum ríkisins til að halda einkageiranum í öndunarvél kemur ríkið í veg fyrir að gríðarleg verðmæti glatist. Ekki bara verðmæti eigenda fyrirtækjanna, heldur verðmæti starfsfólks þeirra og fyrst og fremst verðmæti almennings. Ef við horfum nú sérstaklega til Íslands í þessu samhengi þá verða verðmætin sem halda uppi lífskjörum í landinu til í atvinnulífinu, t.d. með nýtingu auðlinda, með útflutningi, með framleiðslu, með þjónustu o.s.frv. Þeim mun stærri hluti af virðiskeðju atvinnulífsins sem hverfur í svona kreppuástandi, þeim mun lengur tekur að byrja upp á nýtt. Þeim mun fleiri munu þá þurfa að vera atvinnulausir þeim mun lengur. Þeim mun stærri verða neikvæð samfélagsleg áhrif þess og eim mun hærri verður kostnaður samfélagsins í auknum vanda t.d. sem birtist í auknum útgjöldum til heilbrigðiskerfisins o.s.frv. Með því að nota fjármuni ríkisins til að aðstoða atvinnufyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu, stærstu útflutningsgrein landsins, er ríkið að tryggja hagsmuni sína til framtíðar. Tryggja hagsmuni almennings. Minnka eins og hægt er langtímaskaðann af kreppuástandinu og beita kröftum sínum til að viðhalda lífskjörum þjóðarinnar eins og kostur er. Fjárfesting í verðmætasköpun sem skilar samfélaginu arði til framtíðar Á síðustu þremur árum fyrir Covid faraldurinn (2017-2019) skilaði ferðaþjónustan gríðarlegum fjárhæðum til samfélagsins. Hreinar tekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðaþjónustu voru 192 milljarðar króna á tímabilinu – rúmir 60 milljarðar á ári. Og þá eru óbeinu tekjurnar ekki taldar með. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar og mati fjármálaráðuneytisins má gera ráð fyrir að um 45-55 milljarðar króna renni til ferðaþjónustufyrirtækja úr samþykktum aðgerðum stjórnvalda hingað til. Sett í samhengi hefur ríkið því í raun ákveðið að skila tæplega einum árstekjum af ferðaþjónustunni til baka inn í greinina til að tryggja að hún nái sér hraðar á strik á ný. Án þeirrar fjárfestingar myndi taka mun lengri tíma að endurreisa ferðaþjónustuna og alla virðiskeðju hennar sem teygir sig afar víða um samfélagið um allt land. Vegna þessarar skynsamlegu fjárfestingar mun ferðaþjónustan geta tekið hraðar við sér á ný, átt kröftugri og hraðari viðspyrnu en annars væri. Það mun skila sér í hraðari aukningu tekna sem atvinnugreinin skilar í ríkiskassann á næstu árum. Þannig skilar fjárfestingin arði aftur til samfélagsins mun hraðar en annars væri, bæði með verðmætasköpun og skattgreiðslum fyrirtækjanna og minni kostnaði ríkisins við velferðarkerfi samfélagsins. Og það er allra hagur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Það er eðlilegt að fólk spyrji hvert sé virði þess að styðja við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki í þeirri heimskreppu sem nú gengur yfir, enda krefst það mikilla fjárútláta af hálfu ríkisins. Hvað fær almenningur á Íslandi fyrir þá peninga sem lagðir eru í aðgerðir stjórnvalda? Til að svara spurningunni er nauðsynlegt að þysja út, horfa á vandann í stærra samhengi en íslensku. Öll Evrópuríki, og í raun flest ríki í heiminum sem við berum okkur saman við, hafa kosið að fara þá leið að dæla peningum úr ríkissjóðum sínum til að styðja við atvinnulíf – og þá sérstaklega við ferðaþjónustu. Vandinn er heimssögulegur og aðferðir ríkja til að takast á við hann áþekkar. Fjármunir sem þannig er dælt út í samfélagið – t.d. í styrki og lán til fyrirtækja og atvinnuleysisúrræði og styrki til almennings – er ætlað að takmarka áfallið. Þær eiga það sameiginlegt að vera skaðaminnkunaraðgerðir. Með því að veita gríðarlegu fjármagni úr opinberum sjóðum til fyrirtækja eru ríkin að gera það líklegra að fyrirtækin lifi kreppuna af. Fyrirtæki sem lifa gera fyrr ráðið fólk í vinnu að nýju, geta fyrr byrjað að skapa verðmæti aftur, geta fyrr byrjað aftur að skila sköttum í ríkiskassann. Það er viðspyrnan sem er sífellt verið að tala um. Styrkir til fyrirtækja tryggja hagsmuni almennings Með því að beita fjármunum ríkisins til að halda einkageiranum í öndunarvél kemur ríkið í veg fyrir að gríðarleg verðmæti glatist. Ekki bara verðmæti eigenda fyrirtækjanna, heldur verðmæti starfsfólks þeirra og fyrst og fremst verðmæti almennings. Ef við horfum nú sérstaklega til Íslands í þessu samhengi þá verða verðmætin sem halda uppi lífskjörum í landinu til í atvinnulífinu, t.d. með nýtingu auðlinda, með útflutningi, með framleiðslu, með þjónustu o.s.frv. Þeim mun stærri hluti af virðiskeðju atvinnulífsins sem hverfur í svona kreppuástandi, þeim mun lengur tekur að byrja upp á nýtt. Þeim mun fleiri munu þá þurfa að vera atvinnulausir þeim mun lengur. Þeim mun stærri verða neikvæð samfélagsleg áhrif þess og eim mun hærri verður kostnaður samfélagsins í auknum vanda t.d. sem birtist í auknum útgjöldum til heilbrigðiskerfisins o.s.frv. Með því að nota fjármuni ríkisins til að aðstoða atvinnufyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu, stærstu útflutningsgrein landsins, er ríkið að tryggja hagsmuni sína til framtíðar. Tryggja hagsmuni almennings. Minnka eins og hægt er langtímaskaðann af kreppuástandinu og beita kröftum sínum til að viðhalda lífskjörum þjóðarinnar eins og kostur er. Fjárfesting í verðmætasköpun sem skilar samfélaginu arði til framtíðar Á síðustu þremur árum fyrir Covid faraldurinn (2017-2019) skilaði ferðaþjónustan gríðarlegum fjárhæðum til samfélagsins. Hreinar tekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðaþjónustu voru 192 milljarðar króna á tímabilinu – rúmir 60 milljarðar á ári. Og þá eru óbeinu tekjurnar ekki taldar með. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar og mati fjármálaráðuneytisins má gera ráð fyrir að um 45-55 milljarðar króna renni til ferðaþjónustufyrirtækja úr samþykktum aðgerðum stjórnvalda hingað til. Sett í samhengi hefur ríkið því í raun ákveðið að skila tæplega einum árstekjum af ferðaþjónustunni til baka inn í greinina til að tryggja að hún nái sér hraðar á strik á ný. Án þeirrar fjárfestingar myndi taka mun lengri tíma að endurreisa ferðaþjónustuna og alla virðiskeðju hennar sem teygir sig afar víða um samfélagið um allt land. Vegna þessarar skynsamlegu fjárfestingar mun ferðaþjónustan geta tekið hraðar við sér á ný, átt kröftugri og hraðari viðspyrnu en annars væri. Það mun skila sér í hraðari aukningu tekna sem atvinnugreinin skilar í ríkiskassann á næstu árum. Þannig skilar fjárfestingin arði aftur til samfélagsins mun hraðar en annars væri, bæði með verðmætasköpun og skattgreiðslum fyrirtækjanna og minni kostnaði ríkisins við velferðarkerfi samfélagsins. Og það er allra hagur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun