Réttarhöldin gegn Trump: Sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2021 23:01 Hermenn standa vörð um þinhúsið í Washington DC. AP/Jose Luis Magana Réttarhöldin gegn Donald Trump í öldungadeild Bandaríkjaþings fara ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er niðurstaða meirihluta þingmanna deildarinnar eftir atkvæðagreiðslu sem fór að mestu eftir flokkslínum. Eftir fjögurra klukkustunda málflutning sækjenda og verjenda greiddu þingmenn atkvæði og var niðurstaðan sú að sex þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði með því að löglegt væri að rétta yfir fyrrverandi forseta fyrir meint embættisbrot. Atkvæðagreiðslan fór því 56-44. Það voru þau Susan Collins, Lisa Murkowski, Ben Sasse, Pat Toomey, Mitt Romney og Bill Cassidy sem greiddu atkvæði með Demókrötum. Málflutningur Demókrata hófst á myndbandi þar sem meðal annars var sýnt frá árásinni á þinghúsið, ræðu Trumps í aðdraganda árásarinnar, ítrekuðum staðhæfingum hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember og sömuleiðis ræðu og tíst sem hann sendi út að kvöldi 6. janúar. Sjá einnig: Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Fulltrúadeildarþingmaðurinn Jamie Raskin, sem leiðir sækjendateymið, sagði í kjölfar myndbandsins að ef hegðun Trumps væri ekki nægileg til að sakfella hann fyrir embættisbrot, væri það hreinlega ekki hægt. Raskin sagði einnig frá því að hann hefði boðið dóttur sinni í þinghúsið þann 6. janúar, þegar niðurstöður forsetakosninganna voru formlega staðfestar. Hún hafði orðið vör við umræðu um væntanleg mótmæli stuðningsmanna Trumps en Raskin sagði að hún yrði óhullt. Hún yrði í þinghúsi Bandaríkjanna og annað kæmi ekki til greina. Dóttir hans og aðrir fjölskyldumeðlimir hans þurftu þó að endingu að leita sér skjóls í þinghúsinu og fela sig á skrifstofu þar. Þegar Raskin hitti hana og tengdason sinn aftur, lýsti hún því yfir að hún vildi ekki koma aftur í þinghúsið. Sögðu málaferlin sjónarspil Málflutningur verjenda forsetans sneri að mestu að því að það færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna að rétta yfir honum. Eins og verjendurnir höfðu gefið í skyn að þeir myndu gera, sökuðu þeir Demókrata um pólitískt sjónarspil og sögðu þá vera að hefna sína á Trump. Sjá einnig: Saka Demókrata um pólitískt sjónarspil með ákærunni gegn Trump Trump var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni þann 13. janúar, sjö dögum áður en hann lét af embætti. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar sinnum. Sjá einnig: Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni Hér má sjá upphaf málflutnings Bruce Castor, sem leiðir teymi Trumps. Hann hélt því fram að það væri óþarfi að ákæra Trump, því kjósendur hefðu þegar hafnað honum. Vert er að taka fram að Trump er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr kæran sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Fimm létu lífið í árásinni og þar af einn lögregluþjónn og kona sem var skotin af löggæslumanni. Réttarhöldin munu halda áfram klukkan fimm á morgun, að íslenskum tíma. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Liz Cheney um Repúblikanaflokkinn: Við erum flokkur Lincoln, ekki QAnon og samsæriskenninga Liz Cheney hefur varað Repúblikanaflokkinn við því að horfa framhjá þætti Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í innrásinni í þinghúsið í Washington D.C. í janúar síðastliðnum. 8. febrúar 2021 10:54 Framleiðendur kosningavéla stefna á fleiri lögsóknir Forsvarsmenn fyrirtækisins Dominion Voting Systems, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hafa farið fram á það að færslur og myndbönd þar sem talað var um fyrirtækið á Facebook, YouTube, Twitter og Parler verði varðveittar af starfsmönnum fyrirtækjanna sem gera þessa miðla út. 5. febrúar 2021 14:11 Repúblikanar aðhafast ekkert gegn Greene og Cheney Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákváðu á lokuðum fundi í gær að aðhafast ekkert gegn þingkonunum Marjorie Taylor Greene og Liz Cheney. 4. febrúar 2021 07:55 „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20 Trump situr á digrum sjóðum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, safnaði 31,5 milljónum dala (rétt rúmum fjórum milljörðum króna) í sérstakan stjórnmálasjóð á vikunum eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði í nóvember. 1. febrúar 2021 16:00 Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti í gærkvöldi að nýir lögmenn hefðu bæst við verjendateymi hans. Það er eftir að fimm hættu skyndilega um helgina. 1. febrúar 2021 10:54 Repúblikanar leita á náðir Trumps Fyrir nokkrum vikum virtist mögulegt að tangarhald Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á Repúblikanaflokknum væri að losna. Hann var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, og leiðtogar flokksins gagnrýndu forsetann opinberlega. 30. janúar 2021 08:01 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Eftir fjögurra klukkustunda málflutning sækjenda og verjenda greiddu þingmenn atkvæði og var niðurstaðan sú að sex þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði með því að löglegt væri að rétta yfir fyrrverandi forseta fyrir meint embættisbrot. Atkvæðagreiðslan fór því 56-44. Það voru þau Susan Collins, Lisa Murkowski, Ben Sasse, Pat Toomey, Mitt Romney og Bill Cassidy sem greiddu atkvæði með Demókrötum. Málflutningur Demókrata hófst á myndbandi þar sem meðal annars var sýnt frá árásinni á þinghúsið, ræðu Trumps í aðdraganda árásarinnar, ítrekuðum staðhæfingum hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember og sömuleiðis ræðu og tíst sem hann sendi út að kvöldi 6. janúar. Sjá einnig: Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Fulltrúadeildarþingmaðurinn Jamie Raskin, sem leiðir sækjendateymið, sagði í kjölfar myndbandsins að ef hegðun Trumps væri ekki nægileg til að sakfella hann fyrir embættisbrot, væri það hreinlega ekki hægt. Raskin sagði einnig frá því að hann hefði boðið dóttur sinni í þinghúsið þann 6. janúar, þegar niðurstöður forsetakosninganna voru formlega staðfestar. Hún hafði orðið vör við umræðu um væntanleg mótmæli stuðningsmanna Trumps en Raskin sagði að hún yrði óhullt. Hún yrði í þinghúsi Bandaríkjanna og annað kæmi ekki til greina. Dóttir hans og aðrir fjölskyldumeðlimir hans þurftu þó að endingu að leita sér skjóls í þinghúsinu og fela sig á skrifstofu þar. Þegar Raskin hitti hana og tengdason sinn aftur, lýsti hún því yfir að hún vildi ekki koma aftur í þinghúsið. Sögðu málaferlin sjónarspil Málflutningur verjenda forsetans sneri að mestu að því að það færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna að rétta yfir honum. Eins og verjendurnir höfðu gefið í skyn að þeir myndu gera, sökuðu þeir Demókrata um pólitískt sjónarspil og sögðu þá vera að hefna sína á Trump. Sjá einnig: Saka Demókrata um pólitískt sjónarspil með ákærunni gegn Trump Trump var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni þann 13. janúar, sjö dögum áður en hann lét af embætti. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar sinnum. Sjá einnig: Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni Hér má sjá upphaf málflutnings Bruce Castor, sem leiðir teymi Trumps. Hann hélt því fram að það væri óþarfi að ákæra Trump, því kjósendur hefðu þegar hafnað honum. Vert er að taka fram að Trump er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr kæran sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Fimm létu lífið í árásinni og þar af einn lögregluþjónn og kona sem var skotin af löggæslumanni. Réttarhöldin munu halda áfram klukkan fimm á morgun, að íslenskum tíma.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Liz Cheney um Repúblikanaflokkinn: Við erum flokkur Lincoln, ekki QAnon og samsæriskenninga Liz Cheney hefur varað Repúblikanaflokkinn við því að horfa framhjá þætti Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í innrásinni í þinghúsið í Washington D.C. í janúar síðastliðnum. 8. febrúar 2021 10:54 Framleiðendur kosningavéla stefna á fleiri lögsóknir Forsvarsmenn fyrirtækisins Dominion Voting Systems, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hafa farið fram á það að færslur og myndbönd þar sem talað var um fyrirtækið á Facebook, YouTube, Twitter og Parler verði varðveittar af starfsmönnum fyrirtækjanna sem gera þessa miðla út. 5. febrúar 2021 14:11 Repúblikanar aðhafast ekkert gegn Greene og Cheney Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákváðu á lokuðum fundi í gær að aðhafast ekkert gegn þingkonunum Marjorie Taylor Greene og Liz Cheney. 4. febrúar 2021 07:55 „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20 Trump situr á digrum sjóðum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, safnaði 31,5 milljónum dala (rétt rúmum fjórum milljörðum króna) í sérstakan stjórnmálasjóð á vikunum eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði í nóvember. 1. febrúar 2021 16:00 Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti í gærkvöldi að nýir lögmenn hefðu bæst við verjendateymi hans. Það er eftir að fimm hættu skyndilega um helgina. 1. febrúar 2021 10:54 Repúblikanar leita á náðir Trumps Fyrir nokkrum vikum virtist mögulegt að tangarhald Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á Repúblikanaflokknum væri að losna. Hann var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, og leiðtogar flokksins gagnrýndu forsetann opinberlega. 30. janúar 2021 08:01 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Liz Cheney um Repúblikanaflokkinn: Við erum flokkur Lincoln, ekki QAnon og samsæriskenninga Liz Cheney hefur varað Repúblikanaflokkinn við því að horfa framhjá þætti Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í innrásinni í þinghúsið í Washington D.C. í janúar síðastliðnum. 8. febrúar 2021 10:54
Framleiðendur kosningavéla stefna á fleiri lögsóknir Forsvarsmenn fyrirtækisins Dominion Voting Systems, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hafa farið fram á það að færslur og myndbönd þar sem talað var um fyrirtækið á Facebook, YouTube, Twitter og Parler verði varðveittar af starfsmönnum fyrirtækjanna sem gera þessa miðla út. 5. febrúar 2021 14:11
Repúblikanar aðhafast ekkert gegn Greene og Cheney Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákváðu á lokuðum fundi í gær að aðhafast ekkert gegn þingkonunum Marjorie Taylor Greene og Liz Cheney. 4. febrúar 2021 07:55
„Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20
Trump situr á digrum sjóðum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, safnaði 31,5 milljónum dala (rétt rúmum fjórum milljörðum króna) í sérstakan stjórnmálasjóð á vikunum eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði í nóvember. 1. febrúar 2021 16:00
Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti í gærkvöldi að nýir lögmenn hefðu bæst við verjendateymi hans. Það er eftir að fimm hættu skyndilega um helgina. 1. febrúar 2021 10:54
Repúblikanar leita á náðir Trumps Fyrir nokkrum vikum virtist mögulegt að tangarhald Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á Repúblikanaflokknum væri að losna. Hann var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, og leiðtogar flokksins gagnrýndu forsetann opinberlega. 30. janúar 2021 08:01
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent