Árlegur lestur Passíusálmanna Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 10. febrúar 2021 08:30 Árlegur lestur Passíusálmanna í Ríkisútvarpinu hófst í síðustu viku og verða þeir að öllu óbreyttu lesnir fram að páskum. Þessi hefð hefur verið við lýði síðan árið 1944. Eins miklar mætur og ég hef á íslensku máli og menningu er ég algjörlega mótfallinn þessari hefð. Það má vera að Passíusálmarnir séu vel ortir en það breytir ekki þeirri staðreynd að þeir eru uppfullir af stæku Gyðingahatri. Ríkisútvarpinu hefur borist fjöldi ábendinga í gegnum tíðina um særandi efnistök sálmanna, meðal annars frá stofnun Simon Wiesenthal, en þær ábendingar hafa hingað til fallið í grýttan jarðveg. Ákveðinn hluti landsmanna virðist túlka alla hvatningu til þess að hætta flutningi sálmanna sem aðför að íslenskri menningu. Þá virðist litlu máli skipta að sálmarnir vegi alvarlega að minnihlutahópi sem hefur í rúm tvö árþúsund átt undir högg að sækja víða um heim, meðal annars vegna orðræðu af nákvæmlega sama tagi og er að finna í sálmunum. Í því samhengi langar mig að hvetja lesendur til að íhuga vandlega eftirfarandi textabrot og spyrja sig hvaða erindi þau eigi í útvarp allra landsmanna: „Orðum hans ekki treystu illgjarnir Júðar þeir.“ „Svoddan virðingu vildu hann vondir Gyðingar sneyða.“ „Gyðinga hörð var heiftin beisk, hjartans blindleiki og villan treisk.“ „Nakinn Jesúm á jörðu Júðar krossfestu þar með heiftar sinni hörðu.“ Þetta eru aðeins nokkur af mýmörgum dæmum Gyðingahaturs í Passíusálmunum. Dæmin eru þess eðlis að það er erfitt að skilja hvernig réttlæta megi árlegan lestur þeirra með vísun í sögulegt samhengi og menningarlegt gildi. Væri virkilega svo mikill missir af lestri Passíusálmanna í ríkisútvarpinu? Það er vart hægt að segja að það sé skortur á frábærum íslenskum bókmenntaverkum sem hægt væri að flytja í þeirra stað. Þjóðmenning okkar Íslendinga hlýtur að standa á traustari grunni en svo að hún standi og falli með lestri Passíusálmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Ríkisútvarpið Trúmál Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Árlegur lestur Passíusálmanna í Ríkisútvarpinu hófst í síðustu viku og verða þeir að öllu óbreyttu lesnir fram að páskum. Þessi hefð hefur verið við lýði síðan árið 1944. Eins miklar mætur og ég hef á íslensku máli og menningu er ég algjörlega mótfallinn þessari hefð. Það má vera að Passíusálmarnir séu vel ortir en það breytir ekki þeirri staðreynd að þeir eru uppfullir af stæku Gyðingahatri. Ríkisútvarpinu hefur borist fjöldi ábendinga í gegnum tíðina um særandi efnistök sálmanna, meðal annars frá stofnun Simon Wiesenthal, en þær ábendingar hafa hingað til fallið í grýttan jarðveg. Ákveðinn hluti landsmanna virðist túlka alla hvatningu til þess að hætta flutningi sálmanna sem aðför að íslenskri menningu. Þá virðist litlu máli skipta að sálmarnir vegi alvarlega að minnihlutahópi sem hefur í rúm tvö árþúsund átt undir högg að sækja víða um heim, meðal annars vegna orðræðu af nákvæmlega sama tagi og er að finna í sálmunum. Í því samhengi langar mig að hvetja lesendur til að íhuga vandlega eftirfarandi textabrot og spyrja sig hvaða erindi þau eigi í útvarp allra landsmanna: „Orðum hans ekki treystu illgjarnir Júðar þeir.“ „Svoddan virðingu vildu hann vondir Gyðingar sneyða.“ „Gyðinga hörð var heiftin beisk, hjartans blindleiki og villan treisk.“ „Nakinn Jesúm á jörðu Júðar krossfestu þar með heiftar sinni hörðu.“ Þetta eru aðeins nokkur af mýmörgum dæmum Gyðingahaturs í Passíusálmunum. Dæmin eru þess eðlis að það er erfitt að skilja hvernig réttlæta megi árlegan lestur þeirra með vísun í sögulegt samhengi og menningarlegt gildi. Væri virkilega svo mikill missir af lestri Passíusálmanna í ríkisútvarpinu? Það er vart hægt að segja að það sé skortur á frábærum íslenskum bókmenntaverkum sem hægt væri að flytja í þeirra stað. Þjóðmenning okkar Íslendinga hlýtur að standa á traustari grunni en svo að hún standi og falli með lestri Passíusálmanna.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun