Fyrirhuguð lokun meðferðaheimilisins Laugalands Íris Stefánsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 14:30 Meðferðaheimilið Laugaland hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið frá því að fréttir bárust af því að til stæði að loka því. Félagið Olnbogabörnin mótmælir þeim fyriráætlunum harðlega og leggur til að fundinn verði rekstrargrundvöllur fyrir áframhaldandi starfsemi á Laugalandi og að sú aðstaða og starfsfólk sem eru til staðar nýtist áfram þeim stúlkum sem þurfa nauðsynlega á þjónustu þeirra að halda. Laugaland hefur verið í höndum núverandi rekstraraðila frá árinu 2008. Undanfarið hafa konur sem þar dvöldu á tímum fyrri rekstraraðila komið fram í fjölmiðlum og lýst hryllilegum aðstæðum sem þær lifðu við á þeim tíma og við styðjum þær fullkomlega í þeirri viðleitni sinni að fá viðurkenningu á þeirri upplifun. Það skal þó vera skýrt að þessar frásagnir eiga ekki við um núverandi rekstraraðila og við myndum ekki vinna að áframhaldandi starfsemi heimilisins ef grunur væri á að þar þrifist ofbeldi eða vanræksla. Félagið Olnbogabörnin var stofnað 2013 af foreldrum og aðstandendum barna og ungmenna í áhættuhegðun, s.s. misnotkun vímuefna, afbrotum og annari óæskilegri hegðun. Félagið hefur unnið að þrýsta á stjórnvöld ti að bæta úrræði i meðferðarmálum ungmenna, efla forvarnir og auka stuðning. Frá stofnun félagsins höfum við séð að þrátt fyrir breyttar áherslur í meðferðarmálum, sérstaklega hvað varðar vistun ungmenna utan heimilis á meðferðarheimilum eins og Laugalandi þá hefur þörfin fyrir slíka vistun ekki minnkað þannig að Barnaverndarstofu sé stætt að loka þessu heimili. Nú þegar er unnið að byggingu á nýju meðferðarheimili sem er gert ráð fyrir að taki til starfa árið 2023 og er sú framkvæmd unnin vegna ítarlegrar greiningar á þörf fyrir fleiri og sérhæfðari meðferðarúrræði en nú eru í boði. Það er ekkert sem bendir til annars en að með lokun Laugalands myndist ófremdarástand í þessum málaflokki þar sem fjöldi barna og ungmenna fá ekki viðeigandi aðstoð við sínum vanda. Allt samfélagið er búið að vera í lamasessi í heilt ár vegna Covid lokana og við því að búast að áhrif og afleiðingar þessa eigi eftir að vera alvarleg fyrir þennan viðkvæma hóp. Samkvæmt nýjustu tölum barnaverndarstofu um tilkynningar til barnaverndarnefnda hefur tilkynningum um áhættuhegðun barna aukist á milli ára og því ljóst að þau börn sem munu þurfa að nýta sér meðferðarúrræði verða fleiri í kjölfarið. Engin ein meðferðaraðferð leysir vanda allra og því hefur verið og er enn þörf á meðferðarheimilum sem vista þau börn utan heimilis sem ekki hafa náð árangri með vægari aðgerðum. Með lokun Laugalands yrði aðeins eitt slíkt heimili starfhæft, sem hefur rými fyrir 6-7 börn í senn. Algengur meðferðartími er um 6-9 mánuðir og því yrði hámarksgeta vistunar á meðferðarheimilum u.þ.b. 10 börn á ári. Árið 2018 voru 19 börn vistuð á slíkum meðferðarheimilum, 21 árið 2019 og 16 árið 2020. Hvað sér barnaverndarstofa fyrir sér að gera við 6-11 börn á ári, í bráðri hættu, sem fá ekki viðunandi meðferð? Hópur fyrrum skjólstæðinga Laugalands hefur stofnað undirskriftarlista til að mótmæla lokun Laugalands. Við hvetjum alla til að láta sig þetta málefni varða og skrifa undir. Höfundur er einn stofnenda félagsins Olnbogabörnin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Eyjafjarðarsveit Meðferðarheimili Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Meðferðaheimilið Laugaland hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið frá því að fréttir bárust af því að til stæði að loka því. Félagið Olnbogabörnin mótmælir þeim fyriráætlunum harðlega og leggur til að fundinn verði rekstrargrundvöllur fyrir áframhaldandi starfsemi á Laugalandi og að sú aðstaða og starfsfólk sem eru til staðar nýtist áfram þeim stúlkum sem þurfa nauðsynlega á þjónustu þeirra að halda. Laugaland hefur verið í höndum núverandi rekstraraðila frá árinu 2008. Undanfarið hafa konur sem þar dvöldu á tímum fyrri rekstraraðila komið fram í fjölmiðlum og lýst hryllilegum aðstæðum sem þær lifðu við á þeim tíma og við styðjum þær fullkomlega í þeirri viðleitni sinni að fá viðurkenningu á þeirri upplifun. Það skal þó vera skýrt að þessar frásagnir eiga ekki við um núverandi rekstraraðila og við myndum ekki vinna að áframhaldandi starfsemi heimilisins ef grunur væri á að þar þrifist ofbeldi eða vanræksla. Félagið Olnbogabörnin var stofnað 2013 af foreldrum og aðstandendum barna og ungmenna í áhættuhegðun, s.s. misnotkun vímuefna, afbrotum og annari óæskilegri hegðun. Félagið hefur unnið að þrýsta á stjórnvöld ti að bæta úrræði i meðferðarmálum ungmenna, efla forvarnir og auka stuðning. Frá stofnun félagsins höfum við séð að þrátt fyrir breyttar áherslur í meðferðarmálum, sérstaklega hvað varðar vistun ungmenna utan heimilis á meðferðarheimilum eins og Laugalandi þá hefur þörfin fyrir slíka vistun ekki minnkað þannig að Barnaverndarstofu sé stætt að loka þessu heimili. Nú þegar er unnið að byggingu á nýju meðferðarheimili sem er gert ráð fyrir að taki til starfa árið 2023 og er sú framkvæmd unnin vegna ítarlegrar greiningar á þörf fyrir fleiri og sérhæfðari meðferðarúrræði en nú eru í boði. Það er ekkert sem bendir til annars en að með lokun Laugalands myndist ófremdarástand í þessum málaflokki þar sem fjöldi barna og ungmenna fá ekki viðeigandi aðstoð við sínum vanda. Allt samfélagið er búið að vera í lamasessi í heilt ár vegna Covid lokana og við því að búast að áhrif og afleiðingar þessa eigi eftir að vera alvarleg fyrir þennan viðkvæma hóp. Samkvæmt nýjustu tölum barnaverndarstofu um tilkynningar til barnaverndarnefnda hefur tilkynningum um áhættuhegðun barna aukist á milli ára og því ljóst að þau börn sem munu þurfa að nýta sér meðferðarúrræði verða fleiri í kjölfarið. Engin ein meðferðaraðferð leysir vanda allra og því hefur verið og er enn þörf á meðferðarheimilum sem vista þau börn utan heimilis sem ekki hafa náð árangri með vægari aðgerðum. Með lokun Laugalands yrði aðeins eitt slíkt heimili starfhæft, sem hefur rými fyrir 6-7 börn í senn. Algengur meðferðartími er um 6-9 mánuðir og því yrði hámarksgeta vistunar á meðferðarheimilum u.þ.b. 10 börn á ári. Árið 2018 voru 19 börn vistuð á slíkum meðferðarheimilum, 21 árið 2019 og 16 árið 2020. Hvað sér barnaverndarstofa fyrir sér að gera við 6-11 börn á ári, í bráðri hættu, sem fá ekki viðunandi meðferð? Hópur fyrrum skjólstæðinga Laugalands hefur stofnað undirskriftarlista til að mótmæla lokun Laugalands. Við hvetjum alla til að láta sig þetta málefni varða og skrifa undir. Höfundur er einn stofnenda félagsins Olnbogabörnin.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar