Það er alltaf rétti tíminn Starri Reynisson skrifar 19. febrúar 2021 07:30 Það er leiðinlegur vani hjá mörgum íslenskum stjórnmálamönnum að slá mál, sem þeir eru ekki sammála, út af borðinu með óljósum fullyrðingum um að „núna sé ekki rétti tíminn“ og reyna þannig að kæfa alla umræðu um þau. Sumum finnst aldrei rétti tíminn til að ræða sölu á hlut ríkisins í bönkunum, lækkun skatta, aðskilnað ríkis og kirkju eða afnám á einkarétti ríkisins til smásölu áfengis, svo nokkur dæmi séu tekin. Fá málefni hafa þó þurft að þola þessa meðferð oftar og lengur en aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er gömul tugga andstæðinga Evrópusambandsaðildar að Ísland væri að fórna fullveldi sínu með aðild. Þau rök standast ekki nokkra skoðun. Ríkin sem þegar eru aðilar að Evrópusambandinu eru öll fullvalda og taka fullan þátt í Evrópusamstarfinu í krafti þess fullveldis. Það dettur varla nokkurri manneskju í hug að halda því fram að Frakkland, Þýskaland, Eistland eða Svíþjóð séu ekki fullvalda ríki, en þau eru öll stolt aðildarríki Evrópusambandsins. Aðild Íslands að samningnum um evrópska efnahagssvæðið gerir það að verkum að við þurfum nú þegar að taka upp megnið af regluverki Evrópusambandsins en höfum ekkert um það að segja hvað felst í því regluverki. Sá samningur hefur þó aukið lífsgæði okkar til muna. Með fullri aðild að Evrópusambandinu fengjum við sæti við borðið og gætum haft áhrif á ákvarðanir sambandsins, sem snerta okkur nú þegar og styrkt þannig fullveldi Íslands ef eitthvað er. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Undanfarið hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins, með utanríkisráðherra í fararbroddi, talað gegn aðild á þeim forsendum að Ísland gæti ekki samið um fríverslun við önnur lönd værum við aðili að Evrópusambandinu. Það er vissulega rétt að Evrópusambandsríkin hafa eftirlátið sambandinu að gera fríverslunarsamninga fyrir sína hönd, en fyrir því er góð ástæða. Evrópusambandið getur í krafti stærðar sinna gert betri, dýpri og umfangsmeiri fríverslunarsaminga en hvert og eitt Evrópuríki eitt og sér, Ísland þar með talið. Það væru sjálfsagt einhver sjónarmið sem mæltu með nálgun Sjálfstæðisflokksins ef þau væru að forgangsraða magni samninga umfram gæði. Raunin er þó sú að Evrópusambandið hefur síðustu ár og áratugi unnið hörðum höndum að því að koma upp einhverju umfangsmesta neti fríverslunarsamninga sem sést hefur og því hvort tveggja gæði og magn samninga til staðar. Með Evrópusambandsaðild fengjum við aðgang að þessu fríverslunarneti, sem er mun öflugra en nokkuð sem við gætum samið um ein. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Það er fullreynd tilraun að halda úti íslensku krónunni, örgjaldmiðli fyrir 350.000 manna hagkerfi. Á líftíma hennar hefur hún gert lítið annað en að rýrna. Vaxtamunur veldur gífurlegum kostnaði fyrir íslensk heimili á ári hverju og gengissveiflur valda gríðarlegum ófyrirsjánleika í rekstri fyrirtækja. Íslenska krónuhagkerfið er kjörlendi fyrir verðbólgu og krónan býr þannig til nauðsyn fyrir tilvist hinnar margumræddu verðtryggingar. Stærri fyrirtæki gera flest upp í erlendri mynt og efnafólk geymir margt sparifé sitt erlendis, óvissa og kostnaður íslensku krónunnar eru því eyrnamerkt almenningi og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Með inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru fáum við heilbrigðara vaxtaumhverfi, meiri gengisstöðugleika og aukin kaupmátt, auk þess sem skilyrði skapast fyrir afnámi verðtryggingar. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Ísland er hluti af Evrópu hvort sem horft er á landfræðilega, efnahagslega eða menningarlega þætti. Hagsmunir Íslands eru þannig kyrfilega samofnir hagsmunum annara Evrópulanda og við deilum þeirra hugsjónum og heimssýn. Við sem þjóð deilum grunngildum Evrópusambandsins um frelsi, jafnrétti, lýðræði, mannréttindi og virðingu fyrir réttarríkinu. Þær forsendur einar og sér gera það að verkum að það er alltaf rétti tíminn til að ræða Evrópusambandið. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Utanríkismál Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það er leiðinlegur vani hjá mörgum íslenskum stjórnmálamönnum að slá mál, sem þeir eru ekki sammála, út af borðinu með óljósum fullyrðingum um að „núna sé ekki rétti tíminn“ og reyna þannig að kæfa alla umræðu um þau. Sumum finnst aldrei rétti tíminn til að ræða sölu á hlut ríkisins í bönkunum, lækkun skatta, aðskilnað ríkis og kirkju eða afnám á einkarétti ríkisins til smásölu áfengis, svo nokkur dæmi séu tekin. Fá málefni hafa þó þurft að þola þessa meðferð oftar og lengur en aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er gömul tugga andstæðinga Evrópusambandsaðildar að Ísland væri að fórna fullveldi sínu með aðild. Þau rök standast ekki nokkra skoðun. Ríkin sem þegar eru aðilar að Evrópusambandinu eru öll fullvalda og taka fullan þátt í Evrópusamstarfinu í krafti þess fullveldis. Það dettur varla nokkurri manneskju í hug að halda því fram að Frakkland, Þýskaland, Eistland eða Svíþjóð séu ekki fullvalda ríki, en þau eru öll stolt aðildarríki Evrópusambandsins. Aðild Íslands að samningnum um evrópska efnahagssvæðið gerir það að verkum að við þurfum nú þegar að taka upp megnið af regluverki Evrópusambandsins en höfum ekkert um það að segja hvað felst í því regluverki. Sá samningur hefur þó aukið lífsgæði okkar til muna. Með fullri aðild að Evrópusambandinu fengjum við sæti við borðið og gætum haft áhrif á ákvarðanir sambandsins, sem snerta okkur nú þegar og styrkt þannig fullveldi Íslands ef eitthvað er. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Undanfarið hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins, með utanríkisráðherra í fararbroddi, talað gegn aðild á þeim forsendum að Ísland gæti ekki samið um fríverslun við önnur lönd værum við aðili að Evrópusambandinu. Það er vissulega rétt að Evrópusambandsríkin hafa eftirlátið sambandinu að gera fríverslunarsamninga fyrir sína hönd, en fyrir því er góð ástæða. Evrópusambandið getur í krafti stærðar sinna gert betri, dýpri og umfangsmeiri fríverslunarsaminga en hvert og eitt Evrópuríki eitt og sér, Ísland þar með talið. Það væru sjálfsagt einhver sjónarmið sem mæltu með nálgun Sjálfstæðisflokksins ef þau væru að forgangsraða magni samninga umfram gæði. Raunin er þó sú að Evrópusambandið hefur síðustu ár og áratugi unnið hörðum höndum að því að koma upp einhverju umfangsmesta neti fríverslunarsamninga sem sést hefur og því hvort tveggja gæði og magn samninga til staðar. Með Evrópusambandsaðild fengjum við aðgang að þessu fríverslunarneti, sem er mun öflugra en nokkuð sem við gætum samið um ein. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Það er fullreynd tilraun að halda úti íslensku krónunni, örgjaldmiðli fyrir 350.000 manna hagkerfi. Á líftíma hennar hefur hún gert lítið annað en að rýrna. Vaxtamunur veldur gífurlegum kostnaði fyrir íslensk heimili á ári hverju og gengissveiflur valda gríðarlegum ófyrirsjánleika í rekstri fyrirtækja. Íslenska krónuhagkerfið er kjörlendi fyrir verðbólgu og krónan býr þannig til nauðsyn fyrir tilvist hinnar margumræddu verðtryggingar. Stærri fyrirtæki gera flest upp í erlendri mynt og efnafólk geymir margt sparifé sitt erlendis, óvissa og kostnaður íslensku krónunnar eru því eyrnamerkt almenningi og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Með inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru fáum við heilbrigðara vaxtaumhverfi, meiri gengisstöðugleika og aukin kaupmátt, auk þess sem skilyrði skapast fyrir afnámi verðtryggingar. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Ísland er hluti af Evrópu hvort sem horft er á landfræðilega, efnahagslega eða menningarlega þætti. Hagsmunir Íslands eru þannig kyrfilega samofnir hagsmunum annara Evrópulanda og við deilum þeirra hugsjónum og heimssýn. Við sem þjóð deilum grunngildum Evrópusambandsins um frelsi, jafnrétti, lýðræði, mannréttindi og virðingu fyrir réttarríkinu. Þær forsendur einar og sér gera það að verkum að það er alltaf rétti tíminn til að ræða Evrópusambandið. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun