Erum með ungt og nýtt lið svo það þýðir ekkert að vera spá í framhaldið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. febrúar 2021 07:46 Arnar Daði, þjálfari Gróttu, er búinn að brenna sig á að hugsa of langt fram í tímann. Nú er það bara einn leikur í einu. Vísir/Vilhelm Arnar Daði Arnarsson segir það leiðinlegt að tala í klisjum en það sé nákvæmlega það sem Gróttu liðið sé að gera. Taka einn leik fyrir í einu. Hann ræddi við Stöð 2 og Vísi í Sportpakkanum í gærkvöld. Gróttumenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sex marka sigur á Selfyssingum, 26-20, sem eru með eitt best mannaða lið landsins. Í upphafi leiktíðar var það talið nánast vonlaust verk að gera Gróttu að samkeppnishæfu liði í deild þeirra bestu. Annað hefur komið á daginn en Grótta er með níu stig í 10. sæti deildarinnar. „Skrítið, við förum upp þarna í miðju Covid og okkur fannst á einhverjum tímapunkti eins og leikmannaglugginn væri ekkert alltof stór. Þegar uppi er staðið náðum við í frábæra blöndu af leikmönnum, óreyndir leikmenn sem hafa fengið fá tækifæri í bland við leikmenn sem hafa spilað margar mínútur og mörg tímabil í deildinni. Þegar uppi er staðið og mótið er hálfnað erum við á fjandi góðum stað,“ sagði Arnar Daði Arnarsson í viðtalinu í gær. Um sigurinn á Selfyssingum „Ég held við höfum tekið það í tímabilið að allir leikir gefa okkur, það er bara spurning hvað það er. Þú talar um að þetta hafi verið óvæntustu úrslitin en ég veit ekki með það, mér fannst þetta vera sannfærandi og við vorum tilbúnir í bátana. Það er þétt leikið, við vissum það og Selfyssingarnir kannski í erfiðri stöðu þannig við nýttum okkur það og sigurinn var góður.“ Varðandi Gróttu liðið „Ég ætla ekki að tala um það – svona reynslulítill – að ég sé með einhverja töfralausn en það gengur vel núna og maður er að reyna að njóta augnabliksins. Þetta er ekkert sjálfsagt, það er ekkert sjálfsagt að liðið sé svona samrýnt og allir klárir í bátana og gera það sem mönnum er sagt að gera. Við æfum mjög vel, það eru langir myndbandsfundir en það virðist ekki skipta neinu máli. Þegar menn sjá að þeir eru að uppskera þá eru þeir tilbúnir að leggja meira á sig en vanalega.“ „Ég segi bara sem betur fer erum við að ná í þessa tvo sigurleiki núna í röð og þrátt fyrir við séum bara með þrjá sigurleiki eftir 11 leiki erum við búnir að sýna það og sanna að undirbúningur hjálpar liðum mikið. Þetta snýst um svo marga þætti,“ sagði þessi ungi þjálfari einnig. Hvernig sér Arnar Daði framhaldið fyrir sér? „Bara Haukar á mánudaginn, síðan kemur Stjarnan. Ég sagði eftir leikinn í gær – ég veit það er viðbjóðslega leiðinlegt að heyra þetta – en við tökum bara einn leik fyrir í einu. Það er að koma okkur á þann stað sem við erum.“ „Við erum með ungt og nýtt lið svo það þýðir ekkert að vera spá í framhaldið. Ég gerði þau grundvallarmistök að vera spá of langt fram í tímann fyrir leikinn gegn Þór og var okkur kippt niður á jörðina en ég er fullviss um að sá leikur hefur hjálpað okkur í síðustu tveimur leikjum.“ „Ég vaknaði eftir Þórsleikinn brosandi ótrúlegt en satt, það er nýr leikur á fimmtudaginn og strákarnir voru klárir í það verkefni. Æfðum fáránlega vel fyrir Fram leikinn og ef eitthvað þá hjálpaði þetta tap fyrir Þór okkur í undirbúningnum. Náðum í sigur þar og fórum strax aftur niður á jörðina fyrir leikinn á Selfossi. Það er nýtt verkefni strax á mánudaginn á móti Haukum og bara frábært að fara á uppeldisvöllinn og loksins áhorfendur, það verður bara vonandi fullt hús og mikil stemmning,“ sagði Arnar Daði, þjálfari Gróttu, að lokum. Klippa: Arnar Daði: Lengra viðtal Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Sportpakkinn Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir „Þegar mótið er hálfnað erum við á fjandi góðum stað“ Gróttumenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sex marka sigur á Selfyssingum, 26-20, sem eru með eitt best mannaða lið landsins. Í upphafi leiktíðar var það talið nánast vonlaust verk að gera Gróttu að samkeppnishæfu liði í deild þeirra bestu. 23. febrúar 2021 20:30 Arnar Daði: Við erum bara f******* góðir „Þetta er bara frábær sigur, og ég var að segja við strákana að þetta er ekkert sjálfsagt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu eftir sigurinn gegn Selfoss í kvöld. 22. febrúar 2021 21:26 „Greinilega mikill tilfinninga rússíbani þessi frumraun hans í Olís deildinni“ Farið var yfir dramatískan sigur Gróttu á Fram í Olís deild karla í Seinni bylgjunni í gær. Þjálfari Gróttu mætti í skrautlegt viðtal að leik loknum, fóru Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar þáttarins yfir það. 20. febrúar 2021 13:50 Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram Sjá meira
Gróttumenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sex marka sigur á Selfyssingum, 26-20, sem eru með eitt best mannaða lið landsins. Í upphafi leiktíðar var það talið nánast vonlaust verk að gera Gróttu að samkeppnishæfu liði í deild þeirra bestu. Annað hefur komið á daginn en Grótta er með níu stig í 10. sæti deildarinnar. „Skrítið, við förum upp þarna í miðju Covid og okkur fannst á einhverjum tímapunkti eins og leikmannaglugginn væri ekkert alltof stór. Þegar uppi er staðið náðum við í frábæra blöndu af leikmönnum, óreyndir leikmenn sem hafa fengið fá tækifæri í bland við leikmenn sem hafa spilað margar mínútur og mörg tímabil í deildinni. Þegar uppi er staðið og mótið er hálfnað erum við á fjandi góðum stað,“ sagði Arnar Daði Arnarsson í viðtalinu í gær. Um sigurinn á Selfyssingum „Ég held við höfum tekið það í tímabilið að allir leikir gefa okkur, það er bara spurning hvað það er. Þú talar um að þetta hafi verið óvæntustu úrslitin en ég veit ekki með það, mér fannst þetta vera sannfærandi og við vorum tilbúnir í bátana. Það er þétt leikið, við vissum það og Selfyssingarnir kannski í erfiðri stöðu þannig við nýttum okkur það og sigurinn var góður.“ Varðandi Gróttu liðið „Ég ætla ekki að tala um það – svona reynslulítill – að ég sé með einhverja töfralausn en það gengur vel núna og maður er að reyna að njóta augnabliksins. Þetta er ekkert sjálfsagt, það er ekkert sjálfsagt að liðið sé svona samrýnt og allir klárir í bátana og gera það sem mönnum er sagt að gera. Við æfum mjög vel, það eru langir myndbandsfundir en það virðist ekki skipta neinu máli. Þegar menn sjá að þeir eru að uppskera þá eru þeir tilbúnir að leggja meira á sig en vanalega.“ „Ég segi bara sem betur fer erum við að ná í þessa tvo sigurleiki núna í röð og þrátt fyrir við séum bara með þrjá sigurleiki eftir 11 leiki erum við búnir að sýna það og sanna að undirbúningur hjálpar liðum mikið. Þetta snýst um svo marga þætti,“ sagði þessi ungi þjálfari einnig. Hvernig sér Arnar Daði framhaldið fyrir sér? „Bara Haukar á mánudaginn, síðan kemur Stjarnan. Ég sagði eftir leikinn í gær – ég veit það er viðbjóðslega leiðinlegt að heyra þetta – en við tökum bara einn leik fyrir í einu. Það er að koma okkur á þann stað sem við erum.“ „Við erum með ungt og nýtt lið svo það þýðir ekkert að vera spá í framhaldið. Ég gerði þau grundvallarmistök að vera spá of langt fram í tímann fyrir leikinn gegn Þór og var okkur kippt niður á jörðina en ég er fullviss um að sá leikur hefur hjálpað okkur í síðustu tveimur leikjum.“ „Ég vaknaði eftir Þórsleikinn brosandi ótrúlegt en satt, það er nýr leikur á fimmtudaginn og strákarnir voru klárir í það verkefni. Æfðum fáránlega vel fyrir Fram leikinn og ef eitthvað þá hjálpaði þetta tap fyrir Þór okkur í undirbúningnum. Náðum í sigur þar og fórum strax aftur niður á jörðina fyrir leikinn á Selfossi. Það er nýtt verkefni strax á mánudaginn á móti Haukum og bara frábært að fara á uppeldisvöllinn og loksins áhorfendur, það verður bara vonandi fullt hús og mikil stemmning,“ sagði Arnar Daði, þjálfari Gróttu, að lokum. Klippa: Arnar Daði: Lengra viðtal Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Sportpakkinn Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir „Þegar mótið er hálfnað erum við á fjandi góðum stað“ Gróttumenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sex marka sigur á Selfyssingum, 26-20, sem eru með eitt best mannaða lið landsins. Í upphafi leiktíðar var það talið nánast vonlaust verk að gera Gróttu að samkeppnishæfu liði í deild þeirra bestu. 23. febrúar 2021 20:30 Arnar Daði: Við erum bara f******* góðir „Þetta er bara frábær sigur, og ég var að segja við strákana að þetta er ekkert sjálfsagt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu eftir sigurinn gegn Selfoss í kvöld. 22. febrúar 2021 21:26 „Greinilega mikill tilfinninga rússíbani þessi frumraun hans í Olís deildinni“ Farið var yfir dramatískan sigur Gróttu á Fram í Olís deild karla í Seinni bylgjunni í gær. Þjálfari Gróttu mætti í skrautlegt viðtal að leik loknum, fóru Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar þáttarins yfir það. 20. febrúar 2021 13:50 Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram Sjá meira
„Þegar mótið er hálfnað erum við á fjandi góðum stað“ Gróttumenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sex marka sigur á Selfyssingum, 26-20, sem eru með eitt best mannaða lið landsins. Í upphafi leiktíðar var það talið nánast vonlaust verk að gera Gróttu að samkeppnishæfu liði í deild þeirra bestu. 23. febrúar 2021 20:30
Arnar Daði: Við erum bara f******* góðir „Þetta er bara frábær sigur, og ég var að segja við strákana að þetta er ekkert sjálfsagt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu eftir sigurinn gegn Selfoss í kvöld. 22. febrúar 2021 21:26
„Greinilega mikill tilfinninga rússíbani þessi frumraun hans í Olís deildinni“ Farið var yfir dramatískan sigur Gróttu á Fram í Olís deild karla í Seinni bylgjunni í gær. Þjálfari Gróttu mætti í skrautlegt viðtal að leik loknum, fóru Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar þáttarins yfir það. 20. febrúar 2021 13:50