Haraldur varaði við því að kvika frá Krýsuvík gæti gosið við Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 4. mars 2021 12:39 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur varaði við því fyrir sex árum að sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni gæti leitt til eldgoss í jaðri Reykjavíkur. Hvatti hann þá til þess að betra áhættumat yrði gert fyrir Reykjavíkursvæðið. Haraldur var í þættinum „Um land allt” árið 2015 um eldvirkni Snæfellsness spurður hver væri hættulegasta eldstöð Íslands en útdráttur var sýndur í fréttum Stöðvar 2. „Það er enginn vafi að það er eldstöðin sem er ekki byrjuð, - er ekki búin að fæðast. Það er einkenni á Íslandi, á mörgum gosum, að þau brjótast út á nýjum stað,” svaraði Haraldur. Í þættinum nefndi Haraldur nokkur nýleg dæmi um þetta; Heimaeyjargosið, Fimmvörðuháls og Skaftárelda en einnig Holuhraunsgosið sem kom upp 40 kílómetrum frá Bárðarbungu. „Krýsuvíkursvæðið er stór eldstöð. Sú eldstöð hefur sprungukerfi. Það sprungukerfi liggur rétt fyrir utan Reykjavík, - uppi í Heiðmörk.” Spyrja má hvort sprungusveimurinn frá Krýsuvíkursvæðinu teygi sig inn í byggðina í Reykjavík. Þannig liggur ein sprunga í gegnum Norðlingaholtshverfið og með austurjaðri Rauðavatns. Þá má rifja upp að hnika þurfti til Árbæjarlaug í skipulagi á sínum tíma þegar í ljós kom sprunga sem liggur í gegnum Árbæjarhverfið. „Þær tengjast því, sennilega,” svaraði Haraldur spurður um hvort þessar sprungur tengdust Krýsuvíkurkerfinu. -Þannig að við gætum fengið eldstöð uppi í Árbæ? „Það er ekki óhugsanlegt,” svaraði eldfjallafræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá árinu 2015 um þennan möguleika: Nálgast má eldri þætti Um land allt í gegnum efnisveituna Stöð 2 +. Hér má sjá þátt þar sem Haraldur sagði frá æskuslóðum sínum í Stykkishólmi: Hér má sjá þátt þar sem farið var með Haraldi um Snæfellsnes: Mikla athygli vakti þegar Haraldi tókst með mikilli nákvæmni að spá fyrir um lok eldgossins í Holuhrauni: Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Um land allt Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Haraldur var í þættinum „Um land allt” árið 2015 um eldvirkni Snæfellsness spurður hver væri hættulegasta eldstöð Íslands en útdráttur var sýndur í fréttum Stöðvar 2. „Það er enginn vafi að það er eldstöðin sem er ekki byrjuð, - er ekki búin að fæðast. Það er einkenni á Íslandi, á mörgum gosum, að þau brjótast út á nýjum stað,” svaraði Haraldur. Í þættinum nefndi Haraldur nokkur nýleg dæmi um þetta; Heimaeyjargosið, Fimmvörðuháls og Skaftárelda en einnig Holuhraunsgosið sem kom upp 40 kílómetrum frá Bárðarbungu. „Krýsuvíkursvæðið er stór eldstöð. Sú eldstöð hefur sprungukerfi. Það sprungukerfi liggur rétt fyrir utan Reykjavík, - uppi í Heiðmörk.” Spyrja má hvort sprungusveimurinn frá Krýsuvíkursvæðinu teygi sig inn í byggðina í Reykjavík. Þannig liggur ein sprunga í gegnum Norðlingaholtshverfið og með austurjaðri Rauðavatns. Þá má rifja upp að hnika þurfti til Árbæjarlaug í skipulagi á sínum tíma þegar í ljós kom sprunga sem liggur í gegnum Árbæjarhverfið. „Þær tengjast því, sennilega,” svaraði Haraldur spurður um hvort þessar sprungur tengdust Krýsuvíkurkerfinu. -Þannig að við gætum fengið eldstöð uppi í Árbæ? „Það er ekki óhugsanlegt,” svaraði eldfjallafræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá árinu 2015 um þennan möguleika: Nálgast má eldri þætti Um land allt í gegnum efnisveituna Stöð 2 +. Hér má sjá þátt þar sem Haraldur sagði frá æskuslóðum sínum í Stykkishólmi: Hér má sjá þátt þar sem farið var með Haraldi um Snæfellsnes: Mikla athygli vakti þegar Haraldi tókst með mikilli nákvæmni að spá fyrir um lok eldgossins í Holuhrauni:
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Um land allt Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira