Klopp, Solskjaer og Guardiola hafa áhyggjur af sóttkví leikmanna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. mars 2021 16:00 Jürgen Klopp og Pep Guardiola faðmast eftir leik Liverpool og Manchester City á dögunum Peter Byrne/Getty Nokkrir þjálfarar í ensku úrvalsdeildinni hafa áhyggjur af því að leikmenn þeirra þurfi að fara í 10 daga sóttkví eftir komandi landsleikjahlé. Meðal þeirra eru Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, Pep Guardiola, þjálfari Manchester City og Ole Gunnar Solskjaer, þjálfari Manchester United. Reglur í Englandi kveða á um að allir þeir sem koma inn í landið frá löndum af svokölluðum rauðum lista vgna kórónuveirunnar, þurfi að fara í 10 daga sóttkví. Meðal landa á þessum rauða lista eru Portúgal, öll Suður-Ameríka og nokkur Afríkulönd. Nú þegar að stutt er í næsta landsleikjahlé hafa nokkrir þjálfarar í ensku úrvalsdeildinni áhyggjur af því að leikmenn þeirra þurfi að fara í sóttkví við komuna til baka og geti því misst af mikilvægum leikjum í deildinni. Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, gekk svo langt að hann sagðist ætla að banna leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni ef það þýddi að þeir þyrftu að fara í 10 daga sóttkví. "It makes no sense..." Pep Guardiola says he will stop Manchester City players from joining up with their international teams this month if they are required to quarantine for 10 days on their return. pic.twitter.com/yiV6i6i7Wz— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 5, 2021 Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, tekur í sama streng og segir að það sé ekki hægt að geðjast öllum. „Leikmennirnir fá borgað frá félögunum og það þýðir að við þurfum að vera efstir í forgangsröðinni,“ sagði Klopp. „Ég held að allir geti verið sammála um það að við getum ekki leyft leikömmun að fara og spila fyrir sína þjóð, koma svo til baka og þurfa að vera í 10 daga sóttkví á hóteli. Það er ekki mögulegt.“ Ole Gunnar Solskjaer, þjálfari Manchester United, var ekki jafn harðorður, en var þó sammála kollegum sínum. Solskjaer sagði að leikmönnum sínum yrði ráðlagt að ferðast ekki og sagði að það væri óskiljanlegt ef leikmenn fara í landsliðsverkefni og þurfi að vera frá liðinu í 10 daga við heimkomu. Fleiri þjálfarar hafa tekið í sama streng, þar á meðal Steve Bruce, þjálfari Newcastle, og Carlo Ancelotti, þjálfari Everton. Ljóst er að þetta gæti haft áhrif á fjölda liða, en alls eru sjö lið sem eru með þrjá eða fleiri leikmenn sem eru frá löndum sem eru af þessum rauða lista. Enski boltinn Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Reglur í Englandi kveða á um að allir þeir sem koma inn í landið frá löndum af svokölluðum rauðum lista vgna kórónuveirunnar, þurfi að fara í 10 daga sóttkví. Meðal landa á þessum rauða lista eru Portúgal, öll Suður-Ameríka og nokkur Afríkulönd. Nú þegar að stutt er í næsta landsleikjahlé hafa nokkrir þjálfarar í ensku úrvalsdeildinni áhyggjur af því að leikmenn þeirra þurfi að fara í sóttkví við komuna til baka og geti því misst af mikilvægum leikjum í deildinni. Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, gekk svo langt að hann sagðist ætla að banna leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni ef það þýddi að þeir þyrftu að fara í 10 daga sóttkví. "It makes no sense..." Pep Guardiola says he will stop Manchester City players from joining up with their international teams this month if they are required to quarantine for 10 days on their return. pic.twitter.com/yiV6i6i7Wz— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 5, 2021 Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, tekur í sama streng og segir að það sé ekki hægt að geðjast öllum. „Leikmennirnir fá borgað frá félögunum og það þýðir að við þurfum að vera efstir í forgangsröðinni,“ sagði Klopp. „Ég held að allir geti verið sammála um það að við getum ekki leyft leikömmun að fara og spila fyrir sína þjóð, koma svo til baka og þurfa að vera í 10 daga sóttkví á hóteli. Það er ekki mögulegt.“ Ole Gunnar Solskjaer, þjálfari Manchester United, var ekki jafn harðorður, en var þó sammála kollegum sínum. Solskjaer sagði að leikmönnum sínum yrði ráðlagt að ferðast ekki og sagði að það væri óskiljanlegt ef leikmenn fara í landsliðsverkefni og þurfi að vera frá liðinu í 10 daga við heimkomu. Fleiri þjálfarar hafa tekið í sama streng, þar á meðal Steve Bruce, þjálfari Newcastle, og Carlo Ancelotti, þjálfari Everton. Ljóst er að þetta gæti haft áhrif á fjölda liða, en alls eru sjö lið sem eru með þrjá eða fleiri leikmenn sem eru frá löndum sem eru af þessum rauða lista.
Enski boltinn Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira